1.4.2011 | 09:19
Sjófuglar feta vísindaveginn
Í hádeginu í dag (1. apríl 2011) mun Arnþór Garðarsson halda fyrirlestur, skyndimynd af stofnvistfræði sjófugla. Fyrirlesturinn er öllum opinn, hefst kl 12:30 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Ágrip erindis:
Menn hafa frá örófi alda sótt að ströndinni og stundað veiðar á fiskum, sjávarskjaldbökum, sjófuglum og sjávarspendýrum. Þessi sókn leiddi til fækkunar og útdauða stofna og tegunda í takt við lögmál framboðs og eftirspurnar. Röskun af völdum þessara strandveiða var veruleg hér á landi en um 25% af öllum sjófuglum í Norðaustur-Atlanrshafi á heima á Íslandi, og hér eru nokkrar stærstu sjófuglabyggðir heims. Í þessu erindi verður fjallað almennt um sjófuglastofna, áhrif þeirra á vistkerfi strandarinnar og áhrif manna á tilvist sjófugla.
Í dag hefst afmælisdagskrá Verk og náttúruvísindasviðs HÍ. Margt verður í boði, og flest af því stílað á þegna landsins (m.a. fyrirlestur David Suzuki 4. apríl). Þetta er því einstakt tækifæri fyrir landann til að kynnast starfi íslenskra vísindamanna. Á morgun munu raunvísindamenn við HÍ opna hús sín almenningi. Dagskrá þeirra gengur undir nafninu, fetum vísindaveginn.
Hvenær : Laugardagur 2. apríl, kl. 13-16
Hvar: Raunvísindastofnun, Tæknigarður, VR-I, VR-II og VR-III
Raunvísindadeild og Raunvísindastofnun opna dyrnar og bjóða almenningi í heimsókn í húsakynni sín. Gestum býðst að feta vísindaveginn gegnum Raunvísindastofnun, VR-I, VR-II, VR-III og Tæknigarð þar sem tilraunastofur verða opnaðar, veggspjöld verða til sýnis og vísindamenn fræða gesti um rannsóknir sínar. Fróðleikur fyrir alla fjölskylduna.Meðal atburða á svæðinu má nefna:
Rjúpnastofninn gerður útreiknanlegur.
Svipast um í stjörnuveri.
Sameindir vigtaðar.
Flakkað á milli kaldasta og hreinasta staðar og mesta lofttæmis á Íslandi.
Leikið á eldorgel.
Vísindavefurinn býður brot af því besta.
Tilraunastofur opnaðar.
Kíkt á sólina.
Þreifað á eðlisfræðilögmálunum.
Kafbátur á þurru landi.
Getraunaleikur með veglegum vinningum
31.3.2011 | 15:12
Afl náttúrunnar
David Suzuki fjallar um afl náttúrunnar (Force of Nature) í hátíðarfyrirlestri á vegum Verk og náttúruvísindasviðs HÍ (4. apríl 2011, kl 17:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ) í tilefni aldarafmæli HÍ.
Dr. Suzuki er prófessor í líffræði við Háskóla Bresku Kólumbíu, náttúruverndarsinni og sjónvarpsmaður sem þekktur er fyrir að útskýra náttúruvísindin á einfaldan og heillandi hátt. Sjónvarpsþættir hans, The Nature of Things, hafa verið sýndir á mörgum helstu sjónvarpsstöðvum heims. Kesara Jónsson prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild kynnir fyrirlestur Suzuki. Fyrirlesturinn verður fluttur með fjarfundabúnaði frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu. Að honum loknum mun Dr. Suzuki taka við fyrirspurnum úr sal.
Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
29.3.2011 | 12:23
Málstofa og erindi um sjófugla við Ísland
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2011 | 10:49
Pistlapakki
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó