Leita í fréttum mbl.is

Sjófuglar feta vísindaveginn

Í hádeginu í dag (1. apríl 2011) mun Arnþór Garðarsson halda fyrirlestur, skyndimynd af stofnvistfræði sjófugla. Fyrirlesturinn er öllum opinn, hefst kl 12:30 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Ágrip erindis:

Menn hafa frá örófi alda sótt að ströndinni og stundað veiðar á fiskum, sjávarskjaldbökum, sjófuglum og sjávarspendýrum. Þessi sókn leiddi til fækkunar og útdauða stofna og tegunda í takt við lögmál framboðs og eftirspurnar. Röskun af völdum þessara strandveiða var veruleg hér á landi en um 25% af öllum sjófuglum í Norðaustur-Atlanrshafi á heima á Íslandi, og hér eru nokkrar stærstu sjófuglabyggðir heims. Í þessu erindi verður fjallað almennt um sjófuglastofna, áhrif þeirra á vistkerfi strandarinnar og áhrif manna á tilvist sjófugla.

Í dag hefst afmælisdagskrá Verk og náttúruvísindasviðs HÍ. Margt verður í boði, og flest af því stílað á þegna landsins (m.a. fyrirlestur David Suzuki 4. apríl). Þetta er því einstakt tækifæri fyrir landann til að kynnast starfi íslenskra vísindamanna. Á morgun munu raunvísindamenn við HÍ opna hús sín almenningi. Dagskrá þeirra gengur undir nafninu, fetum vísindaveginn.

Hvenær : Laugardagur 2. apríl, kl. 13-16

Hvar:  Raunvísindastofnun, Tæknigarður, VR-I, VR-II og VR-III

Raunvísindadeild og Raunvísindastofnun opna dyrnar og bjóða almenningi í heimsókn í húsakynni sín. Gestum býðst að feta vísindaveginn gegnum Raunvísindastofnun, VR-I, VR-II, VR-III og Tæknigarð þar sem tilraunastofur verða opnaðar, veggspjöld verða til sýnis og vísindamenn fræða gesti um rannsóknir sínar. Fróðleikur fyrir alla fjölskylduna.

Meðal atburða á svæðinu má nefna:
Rjúpnastofninn gerður útreiknanlegur.
Svipast um í stjörnuveri.
Sameindir vigtaðar.
Flakkað á milli kaldasta og hreinasta staðar og mesta lofttæmis á Íslandi.
Leikið á eldorgel.
Vísindavefurinn býður brot af því besta.
Tilraunastofur opnaðar.
Kíkt á sólina.
Þreifað á eðlisfræðilögmálunum.
Kafbátur á þurru landi.
Getraunaleikur með veglegum vinningum


Afl náttúrunnar

David Suzuki fjallar um afl náttúrunnar (Force of Nature) í hátíðarfyrirlestri á vegum Verk og náttúruvísindasviðs HÍ (4. apríl 2011, kl 17:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ) í tilefni aldarafmæli HÍ.

Dr. Suzuki er prófessor í líffræði við Háskóla Bresku Kólumbíu, náttúruverndarsinni  og sjónvarpsmaður sem þekktur er fyrir að útskýra náttúruvísindin á einfaldan og heillandi hátt. Sjónvarpsþættir hans, The Nature of Things, hafa verið sýndir á mörgum helstu sjónvarpsstöðvum heims. Kesara Jónsson prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild kynnir fyrirlestur Suzuki. Fyrirlesturinn verður fluttur með fjarfundabúnaði frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu. Að honum loknum mun Dr. Suzuki taka við fyrirspurnum úr sal.

Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. 


Málstofa og erindi um sjófugla við Ísland

Umhverfisráðaneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir Málstofu um sjófugla við Ísland fimmtudaginn 31. mars 2011. Ræða á: ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana...

Pistlapakki

Ég vil benda áhugasömum á nokkra nýlega og forvitnilega pistla. Þeir eru sannarlega úr sitthvorri áttinni. Villi benti mér á að pistlar Freys Eyjólfssonar útvarpsmanns og Geirfugls eru aðgengilegir á vef RÚV. Ég mæli sérstaklega með pistli hans um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband