24.3.2011 | 14:09
Tilvitnanir en ekki vinsældir
Einn mælikvarði á mikilvægi rannsókna er hversu margar tilvitnanir ákveðin vísindagrein. Segjum að Emil birti grein um aðferð til að bæta líðan mjólkurgeita. Vísindamönnum sem finnst mikið til þeirrar rannsóknar vitna í grein hans, þegar þeir birta sínar greinar um skyld efni. Því mikilvægari sem rannsókn Emils er, því fleiri vitna í hana. Þannig vitna mjög margir í grein Watson og Crick um byggingu erfðaefnisins, þar sem um var að ræða grundvallaruppgötvun í líffræði. Vinsældir hafa ósköp lítið með þetta að segja, þótt sýnileiki greina (hvar þær eru birtar og hversu mikið er um þær fjallað) skipti vissulega máli (sbr. Í fréttum eða fokinn).
Thomson Reuters halda úti stórum gagnagrunni um birtar vísindagreinar og tilvitnanir á milli greina. Það gefur fyrirtækinu tækifæri á að mæla áhrif ritrýndra vísindagreina á vissu tímabili. Á hliðstæðan hátt er hægt að meta áhrif vísindatímarita, háskóla og stofnanna.
Í samantektinni komast þrír starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar á topp tíu yfir þá vísindamenn sem mest er vitnað til á árinu 2010. Auk Kára eru þetta Unnur Þorsteinsdóttir, hægri hönd forstjórans, og Augustine Kong yfirmaður tölfræðideildar fyrirtækisins. Kári hefur verið meira í sviðsljósinu en bæði Unnur og Augustine eru vel að heiðrinum komin enda hafa þau leyst mörg praktísk og vísindaleg vandamál í starfi sínu. Augustine fór fyrir hópi sem uppgötvaði aðferð til að ákvarða hvort að ákveðnir litningabútar væru frá mömmu eða pappa. Vandamálið er að ef einstaklingur er arfblendin um margar stökkbreytingar á ákveðnu svæði í erfðamenginu er ómögulegt með hefðbundnum aðferðum að greina hvaðan hver stökkbreyting kemur. Með þessari aðferð (fösun með skyldleika - phasing by descent) er t.d. hægt að segja til um hvaða stökkbreytinga sitja saman á tiltekinni útgáfu af litningi 3. Það er að mínu viti merkilegasta uppgötvun starfsmanna ÍE, er lykillinn að öllu starfi ÍE nútildags og gefur þeim forskot á samkeppnisaðillana.
Tilvitnanir eru samt hvorki upphaf né endir alls, t.d. hefur grein Augstine Kong og félaga um fösunina aðeins fengið 31 tilvitnun (24. mars. 2011) á meðan aðrar greinar ÍE hafa rakað saman fleiri hundruð tilvitnunum. Margar mikilvægustu uppgötvanir vísindasögunar voru hundsaðar af samtímamönnum, á meðan þeir einbeittu sér að "léttvægari" vísindum. Einnig er sum fræðasvið afmarkaðari og lykiluppgötvanir sem hafa áhrif út fyrir fræðasviðið ná ekki athygli heimsins fyrr en eftir dúk og disk. Það er engu að síður gaman að heyra að niðurstöður íslenskrar erfðagreiningar hafi víðtæk áhrif á líffræði og læknisfræði, þó mig gruni að í aldarlok verði ljóst að sumar af minna "vinsælum" greinum fyrirtækisins hafir reynst merkilegastar.
![]() |
Meðal „heitustu“ rannsókna ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2011 | 11:06
Erindi: Stofnvistfræði minksins
Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru komnir á skrið eftir nokkura ára hlé. Í þessari viku mun Róbert A. Stefánsson við Náttúrustofu Vesturlands fjalla um stofnvistfræði minksins.
Minkur var fyrst fluttur til Íslands árið 1931 en slapp fljótlega úr haldi og breiddist um landið. Veiðitölur benda til að mink hafi fjölgað allt fram yfir aldamót en að síðustu ár hafi honum af ókunnum ástæðum fækkað á ný. Róbert og félagar hafa safnað sýnum úr afla veiðimanna víða um land frá árinu 1996 og má nýta þau gögn á ýmsan hátt, m.a. til að komast nær því að skilja hvað stjórni breytingum á stofnstærð.
Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram).
Dagskrá í heild sinni má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Mynd af Róberti og mink af vef Náttúrustofu Vesturlands, ljósmynd og copyright: Menja von Schmalensee, 2002.
3/25/11 Stofnvistfræði minks - Róbert A. Stefánsson
4/1/11 Tengsl búsvæða og svipgerðar í stækkandi fuglstofni - Tómas G. Gunnarsson
4/8/11 Stofnfrumur og þroskun lungna - Sigríður Rut Franzdóttir
4/15/11 DNA polýmerasar og viðgerð - Stefán Þ. Sigurðsson
4/29/11 Bakteríudrepandi prótín - Guðmundur Hrafn Guðmundsson
5/6/11 Selarannsóknir við Selasetur Íslands - Sandra Granquist
13/6/11 Galapagoseyjar: lífríki og hættur - Hafdís H. Ægisdóttir
Vísindi og fræði | Breytt 28.3.2011 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 17:15
MANNA
18.3.2011 | 18:00
Erfðatæknin og vísindin
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó