Leita í fréttum mbl.is

Staða þekkingar á fiskeldi í sjó

Hvað vitum við um fiskeldi í sjó og hugsanleg áhrif þess á umhverfið?

Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til málstofu um fiskeldi í sjó mánudaginn 25. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Markmiðið er að kynna stöðu vísindalegrar þekkingar um hugsanleg áhrif fiskeldis á umhverfið. Ekki er leitað eftir afstöðu fræðimanna til málaflokksins heldur er fyrst og fremst boðið upp á upplýsingar, fróðleik og tækifæri til umræðna. Til fundarins munu koma vísindamenn á sviði líffræði og hafefnafræði með víðtæka þekkingu, bæði sem fyrirlesarar, fulltrúar á pallborði og sem sérfræðingar í sal.

Flutt verða þrjú stutt kynningarerindi en síðan verða umræður á pallborði og úr sal.

Málstofan tekur tvær klukkustundir í heildina. Þetta verður því knappur en fyrst og fremst upplýsandi og spennandi fræðslufundur.


Að klifra í lífsins tré

Þróunarfræðingar hafa afhjúpað skyldleika margra tegunda og hvernig þær raðast í stærri hópa, ættir, fylkingar og ríki.

Tré lífsins er gríðarlega stórt og teygir sig langt aftur í tímann. Við eigum í mesta basli með að skilja eiginleika vistkerfa eða framrás tímans yfir áratugi og kynslóðir. Við erum ekki vel í stakk búinn til að skilja leyndardóma trés lífisns.

En við getum notað verkfæri til að ná utan um tré lífsins og klifra í því.

Algenga leiðin er að teikna mynd af tré lífisns, með helstu hópum og fulltrúum þeirra.

Nýleg aðferð er að gera gagnvirkt forrit sem hægt er að leika sér með. Samanber Onezoom.

OnezoomTreeTakk Snæbjörn fyrir ábendinguna.

 

Útdauði tegunda og blinda okkar á hægar breytingar

Útdauði dýra er raunverulegt vandamál og hann getur haft alvarlegar afleiðingar. Ástæður útdauða eru margvíslegar, ofveiðar, eyðing búsvæða, landnýting, mengun frá t.d. landbúnaði og iðnaði, og vitanlega loftslagsbreytingar. Í fyrri viku bárust tíðindi...

Kynning á Flóru Íslands - 25. febrúar.

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 25. febrúar 2019 í stofu 132 í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Fyrir dagskrá aðalfundar verður bókin Flóra Íslands kynnt. Hún kom út núna fyrir jólin og eru höfundar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband