Leita í fréttum mbl.is

RNA skák

Kjarnsýrurnar DNA og RNA eru með ótrúlegustu sameindum veraldar. DNA er örmjór þráður byggður úr tveimur sameindum sem tvinnast saman og parast með efnahópum (bösum). Það er DNA er tvíþátta. Í erfðamengi okkar eru 24 (25 í körlum) mismunandi litningar, 22 A-litningar, kynlitningarnir X og Y og litnisörverpi í frumulíffæri sem kallast hvatberi.

RNA er myndað eftir DNA í ferli sem kallast umritun. RNA sameindir geta ýmist þjónað sem mót fyrir prótínmyndum (það eru mRNA sameindir: m-ið stendur fyrir enska orðið messenger) eða starfað sjálfar.

RNA sameindir eru einþátta og mynda því ekki einfaldan þráð heldur krullast þær um sjálfan sig, á ófyrirsjáanlegan hátt. Þegar sameindir hegða sér á þann hátt komum við að takmörkunum stærðfræði og tölvunarfræði - því möguleikarnir á samsetningum verða stjarnfræðilega margir. Svona dálítið eins og í skák.

EteRNA (eterna.cmu.edu/content/EteRNA) er nýtt forrit sem gerir annars dagfarsprúðu fólki að framkvæma tilraunir á RNA byggingu. Með því að para saman basa, setja saman lykkur og að endingu nýjar sameindir. Forritið er nokkurskonar leikur, þar sem maður lærir á grunnatriði í byggingu RNA sameinda, og fær að byggja sameindir frá grunni (í tölvu auðvitað). Þeir krydda ævintýrið með því að efna til samkeppni, þar sem sá sem bjó til stöðugustu sameindina þá vikuna fær hana framleidda og prófaða á tilraunastofunni.

TRNAMynd af wikimedia commons - tRNA sameind.

Ef einhver með guðlegar tilhneygingar langar til að búa til lífverur, þá er RNA góð byrjun*. Þróunarfræðingar og sameindalíffræðingar færðu í lok síðustu aldar rök fyrir því að snemma í sögu lífsins á jörðinni hafi RNA verið grundvallasameind þar sem RNA getur bæði verið erfðaefni og lífhvati. Það var talað um RNA veröldina sem rann sitt skeið. En í raun fór RNA aldrei neitt, það er grundvöllur í mörgum kerfum frumunnar, tRNA og rRNA eru hluti af prótínmyndunarkerfinu, viðhald litningaenda krefst RNA sameinda og mRNA verkun og styrk er stýrt að miklu leyti af RNA sameindum (snRNA, miRNA, piwiRNA og lincRNA).

Ítarefni:

RNA Game Lets Players Help Find a Biological Prize, John Markow, NY Times 10. janúar 2011.

*Vill taka fram að þetta er grín, það eru engin þörf fyrir að vísa til yfirnáttúrulegra skýringa á tilurð, eiginleikum eða fjölbreytileika lífvera.


Mér er ekki sama...

Byltingakenndar ályktanir krefjast stórkostlegra gagna.

Grein sem mun fljótlega birtast í The Journal of Personality and Social Psychology ályktar að fólk geti spáð fyrir um framtíðina. Niðurstöðurnar er fengnar úr prófunum á 1000 manns og virðast benda til þess að fólk geti spáð fyrir um handahófskennda atburði eða atburði sem muni gerast í framtíðinni.

Ég hef ekki séð greinina eða prófin sem framkvæmd voru, og treysti á umfjöllun NYTimes (Journal’s Paper on ESP Expected to Prompt Outrage).

The paper describes nine unusual lab experiments performed over the past decade by its author, Daryl J. Bem, an emeritus professor at Cornell, testing the ability of college students to accurately sense random events, like whether a computer program will flash a photograph on the left or right side of its screen. The studies include more than 1,000 subjects.

Some scientists say the report deserves to be published, in the name of open inquiry; others insist that its acceptance only accentuates fundamental flaws in the evaluation and peer review of research in the social sciences.

“It’s craziness, pure craziness. I can’t believe a major journal is allowing this work in,” Ray Hyman, an emeritus professor of psychology at the University Oregon and longtime critic of ESP research, said. “I think it’s just an embarrassment for the entire field.”

The editor of the journal, Charles Judd, a psychologist at the University of Colorado, said the paper went through the journal’s regular review process. “Four reviewers made comments on the manuscript,” he said, “and these are very trusted people.”

All four decided that the paper met the journal’s editorial standards, Dr. Judd added, even though “there was no mechanism by which we could understand the results.”

But many experts say that is precisely the problem. Claims that defy almost every law of science are by definition extraordinary and thus require extraordinary evidence. Neglecting to take this into account — as conventional social science analyses do — makes many findings look far more significant than they really are, these experts say.

Mér finnst samt eðlilegt að svona byltingakennd niðurstaða sé studd af frekari gögnum, en ekki bara rannsóknum eins manns. Það ætti að vera nægilega auðvelt að endurtaka tilraunirnar og sannreyna þær frekar. Það er mjög algengt að líffræðingar séu beðnir um að gera auka-tilraunir, eða endurtaka ákveðnar tilraunir ef yfirlesarar eru ekki sáttir.


Cochrane samstarfsverkefnið

Það er eðli raunvísinda að niðurstöður úr hverri einustu rannsókn geta virkað marktækar vegna tilviljunar. Þess vegna er mjög mikilvægt að endurtaka rannsóknir, t.d. ef veira finnst í einstaklingum með ákveðinn sjúkdóm á Vopnafirði, þá er eðlilegt að...

Íslenski vísindamaður ársins 2010

Jón Steinsson kynnti ágæta hugmynd í pistli í Pressunni 26 desember . Hann leggur til að tilnefndir verði vísindamenn ársins, kannski topp 10 listi í ætt við það hvernig íþróttafréttamenn velja íþróttamann ársins. Jón segir meðal annars: Ég er kannski...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband