Leita í fréttum mbl.is

Stundaglas þróunar

Munurinn á finkum Darwins liggur að mestu leyti í stærð og lögun gogganna. Á Galapagoseyjum finnast 13-14 tegundir af finkum (eftir því hvernig þær eru flokkaðar) og Darwin og samtímamönnum hans var það ljóst að þær eru allar af sama meiði. Þótt fullvaxta dýr hinna mismunandi tegunda séu vel aðgreinanleg er mun erfiðara að sjá munin á ungum þeirra. Flestir líffræðingar gera sér grein fyrir þessu almenna lögmáli, að útlitsbreytileiki er yfirleitt meiri á milli fullorðinna dýra tveggja skyldra tegunda en á milli fóstra þeirra. Þannig að ef við teiknum upp mun á milli tegunda yfir þroskaferil lífvera - sæist aukning í útlitsmun, sbr. myndina hér að neðan. Samkvæmt þessu eykst breytileikinn samfara þroskuninni, og myndar nokkurnskonar trekt. Þetta sýnir líka að ólíkar tegundir, t.d. hryggdýra eru tilbrigði við sama stef, eins og Karl Ernst von Baer benti fyrstur á. Á myndinni hér að neðan má greina hið svokallað Pharyngulu-stig, sem er þroskastig sameiginlegt öllum hryggdýrum (efst).

Richardson1 Mynd af vef Suður-Maine háskóla.

Ekki trekt heldur stundaglas

Mun færri vita að þegar kafað er í fyrstu skref þroskunar eykst munurinn á milli tegunda aftur. Fyrstu stig þroskunar eru nefnilega einnig mjög  fjölbreytt, eins og sést á því að fyrstu frumuskiptingar í hænufóstri, mannafóstri og froskafóstri eru mjög ólíkar. Síðan verða fóstrin áþekkari - eftir að fram og aftur ásinn, fósturlögin og höfuðsvæðið hefur myndast og mjög svipuð á pharyngulu-stiginu.gerhart_kirschner_hourglass

Þroskunarþróunarfræðingarnir Kirschner og Gerhart settu fram í lok síðustu aldar líkan um þroskunarlegt stundaglas. Þeir báru saman hryggdýr og seildýr, en sama mynstur greinist í einnig hópi liðdýra. Hjá þeim er ákveðið skeið þroskunar sem er minna breytilegt en önnur skeið. Þessar niðurstöður eru byggðar á samanburði á útliti fóstra og lífvera, en lögmál Darwins um sameiginlegan uppruna spáir því að sama mynstur ætti að sjást þegar aðrar breytur eru skoðaðar. Tvær nýlegar rannsóknir birtar í Nature renna stoðum undir stundaglasalíkanið, önnur með því að skoða breytileika í tjáningu á mismunandi stigum þroskunar milli nokkura tegunda og hin með því að skoða þróunarlegan aldur gena sem starfa á mismunandi stigum þroskunar.

Ég einskorða mig við rannsókn Kalinka og félaga á þroskun ávaxtaflugna. Þeir báru saman 6 tegundir ávaxtaflugna, og skoðuðu genatjáningu á 2 klst fresti á fyrstu stigum þroskunar í hverri tegund.

Þeir sáu að breytileikinn var mjög mikill snemma í þroskun, minnkaði síðan og jókst aftur (sjá myndina vinstra megin). KalinkaHourglassMinnsti breytileikinn er á því stigi þroskunar sem hox genin eru tjáð. Það er forvitnilegt að hox genin eiga sér hliðstæðu í hryggdýrum. Þau stýra þroskun liða og einkennum bæði í hryggdýrum og liðdýrum. Það undirstrikar og staðfestir sameiginlegan uppruna hryggleysingja og hryggdýra, sem er forsenda þess að við getum notað ávaxtaflugur til að rannsaka sjúkdóma sem herja á manninn.

Ítarefni

Kalinka o.fl. Gene expression divergence recapitulates the developmental hourglass model Nature Volume:468,Pages:811–814 Date published:(09 December 2010) DOI:doi:10.1038/nature09634

PZ Myers A brief overview of Hox genes


Vísindavefur Þorsteins

Eitt merkasta átak í miðlun vísinda hérlendis er Vísindavefurinn. Vefurinn er skilgetið afkvæmi Þorsteins Vilhjálmssonar prófessors í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ. Hver sem er getur sent spurningu til vísindavefsins og svar frá sérfræðingi á viðkomandi sviði. Þetta á jafnt við spurningar um geimferðir eða uppruna ritmáls, veirusýkingar í hrossum eða helstu kenningar sálfræðinnar. Nokkur nýleg dæmi:

Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þorsteinn var sjötugur snemma í haust og af því tilefni gaf Hið íslenska bókmenntafélag út ritgerðasafnið Vísindavefur. Þar má finna ritgerðir, hugleiðingar, ljóð og sönglög; sem spanna allt rófið frá vísindum til lista. Ég fékk bókina í hendur fyrir nokkru og hef lesið nokkra kafla. Auðvitað eru þeir misjafnir, eins og ávextirnir í körfunni, en flestir þeirra sem ég hef lesið eru mjög fínir. Ef tími vinnst til skrifa ég kannski samantekt um bókina, þótt það verði að viðurkennast að ég hef ekki verið jafn röskur að skrifa um bækurnar sem ég hef lesið á árinu eins og ætlun stóð til.


Arfleifð Darwins: tilboð í bóksölu stúdenta

Maður er nú ekki alveg með á nótunum, þrátt fyrir að vera í ritnefndinni. Ég var að frétta að bókin um Arfleifð Darwins væri ennþá á tilboði í Bóksölu stúdenta . Úr inngangi: Rannsóknir á þróun eru raunvísindi. Því hefur verið haldið fram að...

Minni tengsl lækna og lyfjafyrirtækja

Í kjölfar greinar Steindórs J. Erlingssonar (ég er reiður) um áhrif lyfjafyrirtækja skrifar Haraldur Magnússon grein í Morgunblað dagsins . Krafa hans er " [s]etning skýrra reglna um samskipti lækna við lyfjafyrirtæki [sem] gæti leitt til stórsparnaðar í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband