8.12.2010 | 14:58
Viðbjóðslega falleg padda
Það bárust öskur eftir ganginum þegar samstarfskona mín skoðaði myndina af loðnu flugunni.
Margar lífverur eru sjaldgæfar, jafnvel það sjaldgæfar að vísindamenn þekkja þær bara af einu lýstu eintaki í safni, ljósmynd eða munnmælasögu. Það er eðlilegt að taka munnmælasögunum með varúð, það er rétt rúm öld síðan fólk trúði á risavaxin sæskrímsli, marbendla og hafmeyjar. Í fyrstu útgáfu Linneusar um tegundir lífvera má finna dæmi um slík óraunveruleg fyrirbæri.
Loðna flugan er reyndar ljómandi falleg, og reyndar eru flest skordýr ótrúlega falleg þegar vel er að gáð. Miklar stækkanir af skordýraaugum (sjá t.d. forsíðu Hidden beauty) sýna regluleg og falleg form.
Heimur hins smáa er fullur af margslunginni fegurð, hér fyrir neðan eru tvö dæmi um flott liðdýr (Hawaiíska könguló og skákbjöllu).
Þeim sem hafa gaman af ljósmyndum er einnig bent á myndirnar hennar Hafdísar Hönnu frá Galapagos (tvær þeirra eru komnar í opinbera samkeppni).
Leiðrétting: í fyrstu útgáfu gerði ég þau mistök að telja köngulær til skordýra, hið rétta er að þær og skordýrin tilheyra liðdýrahópnum. Jóhannesi er þakkaður yfirlesturinn!
![]() |
Loðin og sjaldgæf fluga finnst í Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 9.12.2010 kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2010 | 16:29
Samskipti lyfjafyrirtækja og lækna
Ég vil benda ykkur á framvindu máls. Skrifum Steindórs J. Erlingssonar um notaleg samskipti lyfjafyrirtækja og lækna hafa undið upp á sig. Úr fyrri pistli (Traust á vísindalegum niðurstöðum).
Því miður er að koma í ljós að lyfjafyrirtæki hafa stundað margskonar bellibrögð til þess að fegra niðurstöður lyfjaprófa og markaðsset lyf sem annað hvort virka illa eða hafa alvarlegar aukaverkanir. Þetta er einna skýrast í tilfelli geðlæknisfræðinnar. Steindór J. Erlingsson hefur skrifað ítarlega um þessi mál á undanförnum tveimur árum. Nú fyrir helgi birtist grein eftir hann á Pressunni, þar sem hann reifar þessi svik lyfjafyrirtækjanna og meðvirkni læknasamfélagsins.
Morgunblaðið tók grein Steindórs í Pressunni (Ég er reiður) upp á sína arma - FLOTT hjá þeim - birti fréttaskýringu og fylgdi málinu eftir með viðtali við Landlækni, forstjóra Lyfjastofnunar og formann Læknafélagsins.
Almennt eru læknar meðvitaðir um faglegar skyldur sínar og gagnvart samfélaginu, segir Geir [Gunnarsson landlæknir]. Læknafélagið hefur sett ákveðnar reglur um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja, en ég get ekki dæmt um hvort það er fullnægjandi. Læknar hafa farið í ferðir á kostnað lyfjafyrirtækja og mér finnst almennt að læknar eigi að vera á varðbergi gagnvart slíku, en við getum ekki bannað fólki að fara í slíkar ferðir. Oft eru þær skipulagðar til að afla frekari þekkingar á sérsviði viðkomandi læknis og í öðrum tilvikum er um hópa að ræða, sem eru taldir mikilvægir fyrir viðkomandi flokk sjúkdóma. [Feitletrun AP]
Getum við ekki bannað læknum að láta múta sér? Kannski er best að sjúklingar spyrji lækninn sinn.
- Ertu viss um að þetta sé besta lyfið í stöðunni?
- Hefur þú þegið málsverð, gjafir, ráðstefnuflugfargjald og með því frá framleiðanda(dreifingaraðilla) lyfsins sem þú vilt láta mig taka?
Úr frétt Morgunblaðsins (3 desember 2010) Siðareglurnar settar til að verjast áhrifum
Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að Evrópusamtök lækna hafi sett sér reglur um hvernig samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja skuli háttað. Einnig sé slíkt ákvæði í siðareglum lækna. En hvað hefur Birna að segja um að læknar verði fyrir miklum áhrifum af lyfjakynningum sem gjarnan feli í sér boðsferðir og önnur hlunnindi? Það er svo mörgu haldið fram. Ég hef ekki þurft að taka á málum þar sem samskipti lækna og lyfjafyrirtækja hafa verið óeðlileg. En auðvitað hefur margt breyst frá því sem áður var og það er ástæða fyrir því að settar voru reglur um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja.
Siðareglur duga ekki, það þarf betri verklagsreglur um framkvæmd lyfjaprófa. Ben Goldacre hefur skrifað um þetta mál af mikilli yfirsýn. Kröfurnar eru eftirfarandi.
1. Lyfjafyrirtæki tilgreini FYRIRFRAM hvaða breytur á að skoða í hverju tilteknu lyfjaprófi. Það er því miður landlægt vandamál að lyfjafyrirtæki hefji leik með eina rannsóknaspurningu, en skipti síðan um spurningu í miðju sundi (líklega vegna þess að fyrstu niðurstöður reyndust þeim ekki hentugar). Það er mjög algengt að lyfjafyrirtækin leggi áherslu á jákvæð áhrif lyfs á skyldan þátt, en EKKI sjúkdóminn sjálfann (líklega vegna þess að lyfið hefur ekki merkjanleg áhrif á sjúkdóminn!).
2. Allar niðurstöður lyfjaprófa verði færðar í opinbera gagnagrunna. Þetta er til þess að hlutlausir aðillar geti greint frumgögnin og metið rannsóknatilgátur algerlega hlutlægt. Ef fyrirtækið þitt hefur fjárfest 100 milljón dollara í einhverri pillu, er erfitt fyrir þig að mæta á fund og segja að það virki ekki!
3. Upplýsingum um lyfjapróf sem hætt er við verður líka að setja í opinbera gagnagrunna. Þetta getur afhjúpað aukaverkanir og hliðareinkenni sem lyfjafyrirtækin stinga of oft undir stól. Sagan kennir okkur að flestir stóru lyfjarisanna hafa stungið niðurstöðum undir stól, til að verja markaðshluteild og sölu (en ekki líf sjúklinga).
Það dugir ekki að vísa í siðareglur og setja upp svip heilagleikans. Áhrif lyfjafyrirtækjanna eru of mikil, og angar þeirra teygja sig víða. Þau nota skuggapenna til að lofa vörurnar sínar og fengu Elsevier til að búa til "platvísindatímarit" til að markaðssetja lyf. Eins og í bankahruninu, getur venjulegt fólk ekki varið sig með siðgæðinu einu.
3.12.2010 | 16:30
Gammapróteobaktería og sameiginlegur forföður
Vísindi og fræði | Breytt 16.11.2012 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.12.2010 | 16:19
Arfleifð Darwin: Uppruni lífsins
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó