10.11.2010 | 18:03
Háskólarannsóknir háskóla á tímum kreppu
Magnús Karl Magnússon og Eiríkur Steingrímsson birtu á síðasta mánuði fimm greinar í Fréttablaðið um hlutverk háskóla á tímum kreppu. Þær eru allar aðgengilegar á vef Fréttablaðsins - sem er reyndar ómögulegt að leita í, og á vefnum visindi.blog.is.
Fyrst ræddu þeir um Hlutverk háskóla og sögðu meðal annars:
Háskólar eru fyrst og fremst mennta- og rannsóknastofnanir. Hlutverk þeirra er að stunda rannsóknir og mennta fólk og þjálfa til sérhæfðra starfa. Menntunin er tvennskonar. Annars vegar grunn- eða starfsmenntun og hins vegar rannsóknarmenntun, doktorsnám, en það felur í sér þjálfun í að takast á við viðfangsefni sem enginn hefur glímt við áður. Doktorsnámið felst í rannsóknastörfum og fer fram undir handleiðslu kennara sem hafa reynslu af rannsóknavinnu. Kennararnir aðstoða nemana við að móta og setja fram tilgátur sem síðan eru prófaðar með rökleiðslu, tilraunum eða greiningu á gögnum. Markmið rannsóknastarfa er að leita svara við hinu óþekkta og þjálfa ungt fólk í að beita þekkingu sinni....
Nú eiga Íslendingar sjö háskólastofnanir. Engin þeirra kemst á blað yfir fimm hundruð fremstu háskólastofnanir heims, hvað þá hærra. Fjöldi háskóla á Norðurlöndunum eru á lista yfir bestu menntastofnanir heims og því ekkert sem útilokar að Ísland nái árangri hvað þetta varðar. Til að svo megi verða þarf að efla háskólana, einkum hvað rannsóknir og gæðamat varðar. Þetta kallar á endurskipulagningu og uppstokkun.
Næst ræddu þeir um Fjármögnun vísindarannsókna og lögðu áherslu á mikilvægi rannsókna fyrir nýsköpun og leiðir til úrbóta hérlendis:
Það er almennt viðurkennt að öflug rannsóknastarfsemi leiðir til verðmætrar nýsköpunar. Í úttekt sinni á tengslum grunnrannsókna og atvinnulífsins komst Committee for Economic Development, bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun, að þeirri niðurstöðu að 25% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna....
Að okkar mati er því mikilvægt að: i) efla samkeppnissjóðina og tryggja að meira rannsóknafé verði veitt í gegnum þá; ii) hefja gæðaeftirlit með öllum rannsóknastofnunum og háskólum á Íslandi til að tryggja að hið opinbera greiði einungis fyrir bestu rannsóknir hverju sinni; iii) greiða meðlag til stofnunar með hverjum styrk til að tryggja að rannsóknin geti farið fram; iv) leggja niður innheimtu VSK af rannsóknastarfsemi.
Þetta var beint skot á sjóði sem eru umsjón sjávarútvegs og landbúnaðarráðaneytis, úthlutun úr þeim sjóðum lýtur ekki sömu gæðakröfum og úthlutanir úr samkeppnissjóðum. Fréttablaðinu til hrós, fóru þeir ofan í málið (Jón vill halda stjórn á sínum sjóðum).
Heimildir Fréttablaðsins herma að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi á fundi vísinda- og tækniráðs fyrr á árinu deilt hart um tregðu þess síðarnefnda til að setja sjóði síns ráðuneytis undir regluverk svokallaðra samkeppnissjóða....
Eiríkur [Steingrímsson]tekur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sem dæmi, en þar sé um milljarður króna sem er úthlutað "á pólitískum forsendum frekar en vísindalegum". Þykir honum þetta vond notkun á almannafé.
Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hélt Jón Bjarnason því fram að sjóðir á vegum ráðuneytisins lytu "regluverki samkeppnissjóða" þar sem "skipan í stjórnir þeirra er með sambærilegum hætti og skipan í stjórnir annarra sjóða á vegum ríkisins, til dæmis þeirra sjóða sem eru í þjónustu Rannís".
Það stenst þó varla þegar horft er til nokkurra helstu sjóða ráðuneytisins. Í stjórn sjóða Rannís og fagráða er skipað með faglegum hætti og fulltrúar úr vísindasamfélaginu meta ágæti umsókna.
AVS-rannsóknarsjóðurinn, sem heyrir undir sjávarútvegsráðherra og vinnur að því að auka verðmæti sjávarfangs, hefur um 250 milljónir á fjárlögum í ár. Stjórnarformaður sjóðsins er Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og samflokksmaður ráðherra, en í stjórn eru einnig fulltrúar frá sjávarútvegsfyrirtækjum og LÍÚ.
Ásmundur Einar Daðason er búfræðingur, og virðist vera dæmi um pólitíska ráðningu (bæði hægri og vinstri leika sama leikinn!) sem tryggir að vanhæfur maður situr í stjórnunarstöðu.
Íslenskir stjórnamálamenn virðast ekki skilja eðli vísinda (sjá t.d. Skilningsleysi íslenskra stjórnmálamanna) og alls ekki gera sér grein fyrir mikilvægi fræðilegra vinnubragða við ákvarðanatöku.
Heimildamenn mínir segja að AVS virðist úthluta styrkjum til styttri tíma, jafnvel stundum til ákveðinna aðilla án þess að verkefni sé sé nafngreint. Það er vel mögulegt að viðhalda áherslu AVS á að auka framleiðni úr sjávarfangi, en að breyta úthlutunarreglum í þá veru að umsóknir verði metnar á faglegum grunni - og jafnvel með langtíma markmið að leiðarljósi. Framleiðni verður ekki aukin með fumi og fáti, heldur vönduðum og skipulögðum vinnubrögðum.
Fyrir nokkrum mánuðum ræddum við um nýlega rannsókn Lárusar Guðmundssonar á Hjartavernd sem fann tengsl á milli einnar gerðar mígrenis og hjartaáfalla. Í pistlinum Tengsl en ekki orsök
og skyldum pistli Litla sæta genið lagði ég áherslu á að tölfræðileg tengsl sanna ekki að um orsakasamband sé að ræða. Það er mögulegt að mígreni og hjartaáfall séu tvær birtingarmyndir sama fyrirbæris. Það er mjög spennandi að vita hvað liggur til grundvallar þessum tengslum, vonandi mun sú þekking nýtast við að meðhöndla þessa sjúkdóma.
Lárus og félagar birtu grein um þessar rannsóknir í sumar (Larus S Gudmundsson o.fl. Migraine with aura and risk of cardiovascular and all cause mortality in men and women: prospective cohort study BMJ 2010;341:c3966) en nú er komið að því að hann verji doktorsritgerð sína. Vörnin verður 12 nóvember 2010, kl 10:00 í hátíðarsal HÍ. Úr ágripi:
Helstu niðurstöður doktorsverkefnisins voru þær að fólk á miðjum aldri sem þjáist af mígreni höfuðverkjum ásamt áru (þ.e. sjóntruflunum, svima eða dofa sem eru undanfari mígrenikasts) deyr frekar vegna hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem ekki þjást af slíkum höfuðverk. Einstaklingar með mígreni án áru reyndust hins vegar ekki vera í aukinni áhættu.
Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr hóprannsókn Hjartaverndar þar sem þátttakendum, 18725 körlum og konum, var fylgt eftir að meðaltali í 26 ár eftir að þeir höfðu svarað spurningum um ýmsa þætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Í hóprannsókninni voru einnig gerðar ýmsar klínískar mælingar svo sem blóðþrýstings- og blóðfitumælingar. Með úrvinnsluaðferðum í faraldsfræði var hægt að meta dánarlíkur tengdar mígreni með og án áru á eftirfylgnitímanum og leiðrétta jafnframt fyrir áhrifum annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Þrátt fyrir ofangreindar niðurstöður kom einnig í ljós að mígreni með áru er mun vægari áhættuþáttur en þekktir áhættuþættir eins og reykingar, sykursýki og háþrýstingur.
Aðrar helsu niðurstöður voru þær að ekki fannst samband milli mígrenis og háþrýstings. Blóðgildi CRP (sem er vísbending um bólgusvar líkamans) voru ekki hærri meðal einstaklinga með mígreni samanborið við þá sem voru án mígrenis.
Sú langsniðsrannsókn sem hér var framkvæmd bendir til þess að konur með mígreni með áru á miðjum aldri séu í aukinni hættu á heiladrepi á efri árum. Tengsl voru enn til staðar eftir að leiðrétt var fyrir áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, sem bendir til þess að heiladrepstengslin við mígreni með áru séu óháð þessum hefðbundnum áhættuþáttum.
Verkefnið var unnið á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði og í Hjartavernd í samstarfi við Uniformed Services University of the Health Sciences og National Institute on Aging í Bandaríkjunum. Verkefnið var styrkt af Rannís og vísindasjóði Háskóla Íslands.
9.11.2010 | 12:56
Arfleifð Darwins: Ljósmyndir í pressunni
Vísindi og fræði | Breytt 16.11.2010 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 09:17
Eitt yfir alla?
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó