Leita í fréttum mbl.is

Heljartök lyfjarisanna

Hér er tekið á jafn hart á bulli nýaldarsinna og svindli lyfjarisanna. Það er því miður almennt að lyfjarisar beiti margvíslegum brellum til að hagræða sannleikanum, til þess að græða peninga.

Lyfjafyrirtæki hafa verið staðin að því að halda leyndum aukaverkunum lyfja - þrátt fyrir óyggjandi vísbendingar. (sjá greinar Steindórs J. Erlingssonar)

Lyfjafyrirtæki hafa tilhneygingu til að birta jákvæðar niðurstöður rannsókna sinna, en stinga neikvæðum niðurstöðum undir stól. (Sjá pistil Ben Goldacre - pay to play?)

Lyfjafyrirtæki selja lyf sín með því að blása upp aukaatriði. Ef lyf dregur úr styrk kólesteróls í blóði, er það það sett á oddinn í augslýsingum, en lítið rætt um þá staðreynd að lyfið dregur ekki úr hjartaáföllum (ef við tökum eitt tilbúið dæmi).

Vandamálið er að hluta til vinnubrögð lyfjafyrirtækja og skortur á siðferðisvitund starfsmanna þeirra. Annað vandamál er að margar rannsóknir eru hreinlega of litlar - tölfræðipróf á litlum gagnasettum geta gefið mjög misvísandi niðurstöður. Stór nýleg úttekt á lyfinu Natrecor sýndi að það var ekki jafn öflugt og haldið var, og einnig að aukaverkanirnar voru vægari en talið var í fyrstu (litlu tilrauninni!) - Good News and Bad From a Heart Study By GINA KOLATA and NATASHA SINGER í New York Times 16 nóv 2010.

Það væri að fleygja barninu út með baðvatninu að loka alveg á lyfjafyrirtækin. Þau hafa fært okkur mörg notadrjúg lyf og lausnir á heilbrigðisvandamálum. En það er nauðsynlegt að setja þeim strangari reglur, og krefjast þess að frumgögn úr ÖLLUM lyfjaprófum og smáatriði uppsetningar og aðferða verði gerð opinber.

 

Sjá einnig skylda pistla:

Svindl í svefnrannsóknum

Þunglyndislyf og léleg tölfræði

Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa

Geðröskun og lyfleysa

Er ADHD ofgreint?


mbl.is Lyfið kostaði 500 manns lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga vísinda og nýsköpunar

Í sumarlok sat ég á fyrirlestur hjá Júlíusi G. Kristinssyni líffræðingi, sem er einn stofnenda ORF líftækni og nú fjármálastjóri fyrirtækisins. Ástæðan var verkefni á vegum vinnumálastofnunar og samtaka iðnaðarins sem leið til að koma fólki af atvinnuleysisskrá í nám eða starfsþjálfun.

Júlíus lagði mikla áherslu á að nemendur í grunnnámi væru opnir fyrir viðskiptatækifærum og nýsköpunarmöguleikum. Nám í háskólum er oft mjög fræðilegt - eðli málsins samkvæmt - og frekar lítil áhersla á að finna möguleika á hagnýtingu eða nýsköpun. Hann sagði að það myndi opna möguleika ef fólk kæmi í grunnnám í raungreinum með opin augu fyrir nýjum lausnum á vandamálum samfélagsins. Þannig mætti leysa hagnýt vandamál og einnig búa til viðskiptaleg tækifæri. Flestir nemendur okkar í líffræðinni koma beint úr menntaskóla, og það eru því miður fáir sem hugsa á þessum nótum. Verkfræði- og raunvísindasvið Háskóla Íslands og Innovit standa fyrir röð hádegisfyrirlestra í tilefni Alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi. Júlíus heldur fyrirlestur fimmtudaginn 18. nóvember - kl 12:30 í stofu 132 Öskju. Hann er mjög drífandi og skemmtilegur fyrirlesari.

Hver er besta leiðin til nýsköpunar?

Við höfum mörg þá sýn á frumkvöðla að þeir sitji mörg ár í kjallara sínum eða bílskúr og birtist síðan einn daginn með frumgerð að fótanuddtæki eða rúðuþurrkum. Í raunveruleikanum eru nýjar hugmyndir og nýsköpun sjaldnast afurð einstaklinga, heldur miklu frekar afrakstur margra samspilandi þátta. Frjótt umhverfis, traust fræði og hugvit virðast skipta meira máli en framlag einstaklinga. Og hugmyndir fæðast hægt, ekki með látum á nokkrum sekúndum. Nýsköpunarfrömuðurinn Steven Johnson tekur dæmi um það hvernig Charles Darwin setti fyrst fram tilgátu sína um kóralrif og fór síðan að velta fyrir sér breytingum á lífverum í tímans rás (þ.e. hvernig náttúrulegt val veldur því að lífverur breytast - þróast). Þættirnir um sögu vísindanna sem RÚV sýnir á mánudagskvöldum lýsa ágætlega samspili tíðaranda, vísindalegrar hugsunar og samfélagslegra þátta sem leiddu til framfara. Einstein er oft teiknaður sem vísindalega þenkjandi náungi sem fékk ekki fræðimannsstöðu og vann fyrir sér á einkaleyfastofu í Sviss. Hann birti fimm greinar árið 1905 - eina um afstæð tengsl tíma og rúms. Það sem oft gleymist er að árið 1905 var ekki búið að finna leið til að samræma klukkur á milli bæjarhluta, hvað þá landa. Á einkaleyfastofunni meðhöndlaði Einstein nokkrar umsóknir um tæki sem áttu að gera fólki kleift að samstilla klukkur - jafnvel á milli landa. Það þurfti samhengi og snilligáfu til að leysa vandamálið um tímann og rúmið.

Að skilgreina spurningu eða vandamál

Vísindi og nýsköpun eru hliðstæð að því leyti að hvorutveggja krefst skapandi hugsunar. Í tilfelli vísinda er mikilvægast að fá góða hugmynd. Ef vísindamaður er ekki með góða rannsóknarspurningu, eða snjalla leið til að prófa spurninguna getur hann alteins farið að telja litríkar skeljar. Frumkvöðlastarf gengur út að það sama, það verður að skilgreina vandamál sem nauðsynlegt er að leysa. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir flóð í Hollandi eða vefjaskemmdir við hjartabilun? Lausnir á slíkum vandamálum fæðast venjulega hægt og rólega. Augljóslega er brýnt að skilgreina vandamál sem vert er að leysa - það að finna leið til að mála Júpiter bláann er tæplega þarfasta verkefni mannkyns.

Steve Johnsen leggur áherslu á að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu tækifæri til að vera skapandi - sem er ekki það sama og að liggja á netinu og blogga. Úps.

The business of innovation: Steven Johnson

Saga vísindanna í kvöld:

5. Hvert er leyndarmál lífsins? Sýnt: mánudagur 15. nóv. 2010 kl. 20.05.

Hér er sögð sagan af því hvernig leyndarmál lífsins hefur verið skoðað með hliðsjón af flóknustu lífveru sem þekkist, mannslíkamanum. Sagt er frá tilraunum til að bjarga lífi skylmingaþræla í Róm hinni fornu, skuggalegu starfi og nær fullkomnum teikningum Leonardos á endurreisnartímanum, hugmyndinni um lífskraftinn í rafmagni og örheimi frumunnar. Eins er sagt frá því hvernig siðferðiskreppan í kjölfar kjarnorkusprengjunnar átti sinn þátt í því að tímamótaskref var stigið á sviði líffræðirannsókna, þegar menn áttuðu sig á byggingu og virkni kjarnsýra, DNA.

 


Lítill erfðamunur á humarstofnum

Það virðist vera ákveðin mótsögn hér. Merktir humrar ferðast stuttar vegalengdir á ævi sinni. En samt finnst lítill erfðafræðilegur munur á milli fjarlægra landsvæða. Galdurinn liggur augljóslega í fljótandi lirfustigi. Rétt eins og trén nota fræ til að...

Gagnrýnin hugsun og háskólastarf

Birtist í Fréttablaðinu 11 nóvember 2010 . Í Fréttablaðinu þann 21. október skrifar menntamálaráðherra meðal annars: "Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband