1.11.2010 | 21:42
Fyrirtæki með sama tjáningarfrelsi og einstaklingar
Í upphafi ársins ákvað hæstiréttur bandaríkjanna að ekki mætti skerða rétt fyrirtækja til að styrkja frambjóðendur í kosningum. Úr frétt NYTimes frá 21 janúar 2010 (Adam Liptak ).
The 5-to-4 decision was a vindication, the majority said, of the First Amendments most basic free speech principle that the government has no business regulating political speech. The dissenters said that allowing corporate money to flood the political marketplace would corrupt democracy.
Þetta er líklega ástæðan fyrir mikilli eyðslu í yfirstandandi kosningum. Og sú staðreynd að örfáir ríkir einkaaðillar hafa ausið fé í Teboðshreyfinguna. Ég vona að íslenskir stjórnmálamenn freistist ekki til að tileinka sér stíl Teboðsins, sleggjudóma, gífuryrði og lýðskrum...ó fyrirgefið, þetta tíðkast víst allt saman hérlendis.
![]() |
Gríðardýr kosningabarátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.11.2010 | 16:39
Niðurstaðan ER mikilvæg - líffræðilegur fjölbreytileiki skiptir máli
Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni (biodiversity). Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity. Markmið hins alþjóðlega árs líffræðilegar fjölbreytni er að benda á:
- Mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir líf okkar, og hvernig fjölbreytnin er að minnka.
- Hvað fólk er að gera til að verjast tapi á líffræðilegri fjölbreytni.
- Hvernig fólk er að fagna hinu alþjóðlega ári líffræðilegrar fjölbreytni.
Samt þori ég að veðja að fæstir landsmenn viti hvað líffræðileg fjölbreytni er og hví hún skiptir máli. Ekki bara á heimsvísu, heldur einnig hérlendis.
Líffræðileg fjölbreytni er ekki bara mæld í fjölda tegunda. Fjölbreytnin getur birst á allavega fjórum sviðum:Fjölda tegunda
Mismunur á milli tegunda - hversu ólíkar eru tegundirnar
Breytileiki innan tegunda og stofna - stofnar eru mismunandi, t.d. er breytileiki inna górilla margfallt meiri en finna má milli manna.
Breytileiki í vistkerfum og búsvæðum lífvera
Hérlendis eru fáar tegundir og flestar finnast þær erlendis. Sérstaða Íslands liggur í lítt röskuðum vistkerfum, einstakri samsetningu tegunda og fjölbreytileika innan vissra hópa, eins í bleikjustofnum og laxi. Það hefur bæði fagurfræðilegt gildi og hagnýtt. Erfðaauðlindir eru eitt af mikilvægustu auðlindum framtíðarinnar, sem eru í umtalsverðri hættu. Þetta á ekki síst við um náttúrulega nytjastofna, þar með þorsk, ýsu, rækju og síld. Það eru auðlindir sem íslendingar ættu að kunna að meta.
Að auki: Orðalag fyrirsagnar fréttar MBL.is af fundinum um líffræðilega fjölbreytni gefur til kynna að ráðherra (e.t.v. í sinni sérvisku) álykti sem svo að niðurstaða fundarins hafi verið merkileg (Umhverfisráðherra segir niðurstöðuna mikilvæga).
Líffræðifélag Íslands og Vistfræðifélag Íslands standa fyrir ráðstefnu um rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika (sjá tilkynningu). Áhugasamir eru beðnir um að senda erindi á lifbr.fundur2010@gmail.com.
![]() |
Umhverfisráðherra segir niðurstöðuna mikilvæga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2010 | 12:31
Dauðaprótínið er ættað úr bakteríum
31.10.2010 | 16:29
Arfleifð Darwins: af hverju stunda ekki fleiri kynæxlun?
Vísindi og fræði | Breytt 1.11.2010 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó