Leita í fréttum mbl.is

Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni

Líffræðileg fjölbreytni (biodiversity) er í brennidepli. Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni. Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity. 

Markmið hins alþjóðlega árs líffræðilegar fjölbreytni er að benda á:

  • Mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir líf okkar, og hvernig fjölbreytnin er að minnka.
  • Hvað fólk er að gera til að verjast tapi á líffræðilegri fjölbreytni.
  • Hvernig fólk er að fagna hinu alþjóðlega ári líffræðilegrar fjölbreytni.

Hérlendis hefur merkilega lítið verið gert af þessu tilefni. Tilraun til úrbóta er að efna til ráðstefnu um rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðifélag Íslands og Vistfræðifélag Íslands standa fyrir ráðstefnunni ásamt samstarfsaðillum (sjá tilkynningu neðst). 

En hvers vegna að rannsaka fjölbreytni á Íslandi, allar tegundir sem finnast hér finnast líka erlendis? Ástæðan er sú að líffræðileg fjölbreytni er ekki bara mæld í fjölda tegunda. Fjölbreytning getur birst á allavega fjórum sviðum:

Fjölda tegunda

Mismunur á milli tegunda - hversu ólíkar eru tegundirnar

Breytileiki innan tegunda og stofna - stofnar eru mismunandi, t.d. er breytileiki inna górilla margfallt meiri en finna má milli manna.

Breytileiki í vistkerfum og búsvæðum lífvera

Tilkynning:

Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni
Ráðstefnan verður haldinn laugardaginn 27. nóvember 2010 í Norræna húsinu. Gert er ráð fyrir dagskrá frá 9:00 til 18:00, fyrst yfirlitserindi, síðan styttri fyrirlestrar og veggspjaldakynning.
Vísinda- og fræðimenn sem rannsaka líffræðilega fjölbreytni eru hvattir til þess að senda inn ágrip og/eða skrá sig á ráðstefnuna fyrir 13. nóvember næstkomandi. Netfang fundarins er lifbr.fundur2010@gmail.com - þar er tekið á móti skráningu og ágripum.Tilgreinið við skráningu hvort þið sækist eftir því að vera með erindi eða veggspjald.
Heppilegast er ef ágrip fylgi stöðluðu formi, sem notað var á síðustu líffræðiráðstefnu
Skráningargjald er 500 kr - ókeypis fyrir nemendur. Innheimtist á staðnum.
Skipulagsnefnd mun setja saman dagskrá og reyna að tryggja að fjölbreytilegar rannsóknir verði kynntar. Því gæti verið að einhverjir umsækjendur yrðu beðnir um að kynna veggspjald frekar en vera með erindi.
Skipulagsnefnd: Ingibjörg S. Jónsdóttir, Tómas G. Gunnarsson, Snæbjörn Pálsson og Arnar Pálsson 


mbl.is Yfir 1.200 lífverur uppgötvaðar á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn og hálfur metri á milli lækja

Elísabet Ragna Hannesdóttir fjallaði um áhrif jarðhvarma á dýralíf í lækjum á Hengilsvæðinu í erindi á rannsóknaþing Verk og raunvísindasviðs HÍ í upphafi mánaðar. Hún sýndi mynd af tveimur lækjum, það munaði 10°C á hitastigi þeirra, en samt var bara 1,5 metrar á milli þeirra þar sem minnst var. 

Aðal vandkvæði vistfræðirannsókna er hversu erfitt er að framkvæma tilraunir. Það er t.d. mjög erfitt að gera tilraun með stofnlíffræði þorskins, við getum ekki fjarlægt öll seiði úr tilteknum firði eða tvöfaldað krabbadýrin á Selvogsbanka. Sum vistkerfi er hægt að grípa inn í, eins og Elísabet, leiðbeinendur hennar Gísli Már Gíslason (vatnalíffræðingur við HÍ) , Jón S. Ólafsson (pöddufræðingur á Veiðimálastofnun) og samstarfsmenn hafa gert. Þau geta bætt næringu í læk, og borið saman vistkerfið í þeim hluta sem fær næringu við þann hluta sem ekki fær (sem er auðvitað ofar í læknum). Hitastiginu geta þau ekki stjórnað, en náttúran er þeim hjálpleg í þessu tilfelli. Á Hengilsvæðinu er margir lækir, af svipaðri stærð og á frekar sambærilegu undirlagi, en þeir eru einnig misheitir. Þeir eru því einskonar náttúruleg tilraun. Að auki er hægt að breyta hitastigi lækjanna, með því að leiða pípur í kross. Það er sérstaklega auðvelt ef lækirnir liggja skammt frá hvorum öðrum.

Stuttur vegur milli lækja dregur bandaríska vistfræðinga til landsins.


mbl.is Lækir við Hengil veita vísbendingar um hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nammiprófessorinn

Er nammi af hinu illa eða bara misskilið? Þetta er fyrirsögn greinar í New York Times sem fjallar öðrum þræði um sögu sælgætis og rannsóknir á sælgæti, en samt mest um Samira Kawash, sem titla má sem Nammiprófessorinn ( http://candyprofessor.com/). Hún...

Arfleifð Darwins: týndi kaflinn

Þegar við Steindór og Hafdís settum saman lista af köflum og viðfangsefnum fyrir Arfleifð Darwins , var hugmyndin að ég myndi fjalla um tengsl þroskunar og þróunar. Síðan gekk einn höfundur úr skaftinu og enginn eftir til að fjalla um þróun mannsins. Þar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband