19.1.2010 | 13:37
MMS steypan
Vildi bara benda fólki á góðan pistil eftir Ragnar Björnsson á vantrú um MMS eitursullið:
MMS kraftaverkalausnin og Síðdegisútvarp Rásar 2
í kjölfarið kom á markaðinn frábær töfralausn fyrir trúgjarna frá Hnakkus.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Takk fyrir að vísa á þetta.
Kama Sutra, 19.1.2010 kl. 16:01
Ekki vil ég vera sérlega óvísindalegur en eigum við að taka öllu gagnrýnnislaust trúanlega sem læknar segja, að orð þeirra ómerki fyrirhafnarlaust að ekki sé að marka aðra. Læknir segir álit sitt... meira þarf ekki að ræða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.1.2010 kl. 18:30
Það sem verið er að fara fram í í svona skrifum og þú virðist taka udnir er í raun og veru það að valdi, sem hvílir á læknisfræðilegu kennivaldi, sé beitt til að takmarka verlsunarviðskipti. Hefur nokkuð verið sýnt fram á að þessi vara hafi skaðað nokkurn Íslending? Það er varhugavert að leyfa læknaveldinu að vaða uppi, gefa því of mikið vald og vægi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.1.2010 kl. 18:42
Sigurður
Ég geri bara kröfu um að verslunarmenn selji vörur sínar undir réttum formerkjum.
Framleiðendur og dreifingaraðillar MMS gera það ekki.
Þeir selja ekki lyf, en markaðssetja það sem slíkt, sbr athugasemd FDA:
Ég gæti allt eins tappað kúamykju á flöskur og selt undir sömu formerkjum.
Varðandi það sem þú kallar læknaveldi, þá getum við beitt sömu rökum gegn læknum og lyfjafyrirtækjum. "Show me the evidence" Það er fullt af fólki sem er að rýna í markaðssetningu og starfsemi lyfjafyrirtækja (sem sumir læknar taka því miður þátt í).
Með því að gagnrýna MMS erum við ekki að gefa "læknaveldinu" lausan tauminn. Við erum að krefjast þess að staðreyndir liggi til grundvallar markaðsetningu.
Arnar Pálsson, 20.1.2010 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.