Leita í fréttum mbl.is

Landnotkun 2010

Mamma hvað er mold?

Nútildags alast flest börn upp  í borgum, þekkja húsdýr eingöngu af myndum og náttúru af afspurn. Þrátt fyrir að yngri kynslóðin kunni margar brellur, geti hringt eftir skyndibita eða selt heimateiknaðar teiknimyndir á netinu, virðast mörg þeirra vita á hvaða tré "pastabaunirnar" vaxa.

Samt sem áður byggir öll tilvist okkar á náttúrunni, hún er uppspretta næringarinnar og orkunar sem drífur bifreiðar og farsíma, hún setur tilvist okkar skorður, með hita/kulda, geislum og jarðhræringum.

Hamingjan, þetta átti nú ekki að verða svona háfleygt.

Ég vildi bara minna fólk á að við tilheyrum náttúrunni, erum ekki yfir hana hafin. Það borgar sig að byggja landnýtingu á skilingi á náttúrunni ekki bara gróðahagsmunum. 

Náttúrustofa Suðurlands og samstarfsaðillar standa fyrir fundi næsta fimmtudag (28. janúar), um landnotkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband