2.2.2010 | 10:21
80 manna úrtak
Margir vísindamenn stunda rannsóknir sem nýtast beint við meðhöndlun sjúkdóma, hjálpa okkur að lifa heilbrigðu lífi og gefa okkur hugmyndir um skynsamlegar forvarnir.
Krafan er samt sú tilraunirnar séu rétt upp settar, tölfræðin traust og niðurstöðurnar ekki oftúlkaðar.
Það er almennt talið að lýsi sé allra meina bót, m.a. áskrift á betri tauga og heilastarfsemi.
Það merkilega er að sorglega lítið af rannsóknum styður þetta. Ben Goldacre hefur rakið í nokkrum pistlum og bókarkafla hvernig á ekki að setja upp tilraunir (The fishy reckoning). Pillufyrirtækið Equazen og sveitarfélag í norður Englandi (Durham Council) settu upp rannsókn á áhrifum lýsis á frammistöðu á prófi, nema hvað þeir gleymdu að hafa viðmiðunarhóp.
Í slíkum rannsóknum verður að hafa viðmiðunarhóp, og það verður að tryggja að það sé tilviljun háð hvort einstaklingur fái meðhöndlun eða lyfleysu (ekki gervilyf).
Önnur yfirlitsrannsókn dró saman niðurstöður úr nokkrum rannsóknum á andlegri hæfni 65 ára og eldri. Þar var ályktað að það væru ónóg gögn til að meta hvort lýsi/Omega-3 hefðu áhrif á greind (cognative ability) þessa hóps.
There was insufficient evidence to evaluate the effect of omega-3 fatty acids on any cognitive domains.
Ég vil taka fram að það er alls ekki ómögulegt að lýsi, eða bara fiskur yfir höfuð hafi jákvæð áhrif á þroskun ungviðis eða greind.
Rannsóknin sem kynnt er í Morgunblaðinu er byggð á 80 einstaklingum, sem er frekar lítið úrtak, enda er talað um þetta sem forrannsókn (preliminary study), sem gefi vísbendingar sem fylgja þurfi eftir. Réttast hefði verið að rannsóknahópurinn hefði sótt um meira fjármagn og gert rannsóknina almennilega en af einhverri ástæðu var send út fréttatilkynning...og kötturinn þar með úr sekknum.
Hinn hluti vandamálsins er hvernig fréttastofur - ritstjórar - fréttamenn meðhöndla vísindalegar fréttir. Þeir oftúlka forrannsóknir, slá ekki varnagla, skilja ekki veikleika rannsóknanna og lepja upp villur hver frá öðrum (í hvíslara-hrings-stíl).
Frétt BBC Fish oils 'beat mental illness'
Taking a daily fish oil capsule can stave off mental illness in those at highest risk, trial findings suggest.
AP fréttatilkynning
Fish oil pills may be able to save some young people with signs of mental illness from descending into schizophrenia, according to a preliminary but first-of-its-kind study.
Þessar varkáru inngangsetningar verða að staðhæfingu hjá mbl.is.
Þeir sem eru líklegir til að fá geðsjúkdóma geta dregið úr hættunni á því með því að taka inn lýsi daglega, samkvæmt nýrri rannsókn.
Reyndar kemur varkárara orðalag í næstu málsgrein, en þá hefur lesandinn þegar myndað sér skoðun.
Ítarefni:
Fréttatilkynning frá AP, birt í New York Times Fish Oil Shows Promise in Preventing Psychosis
Ian Goldacre - (badscience.net) The fishy reckoning og skyldar færslur um Durham rannsóknina.
BBC Fish oil brain study 'laughable' og Agency doubts fish oil benefits.
Fiskiolía verndar geðheilsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Blaðamenn Mbl fylgjast greinilega með blogginu hjá þér, búið að 'milda' fyrir sögnina í "Lýsi minnkar líkur á geðsjúkdómum".
Var ekki búinn að lesa hina greinina þannig að ég veit ekki hvort þeir bættu við eða breytu orðalaginu þar.
Arnar, 2.2.2010 kl. 11:34
Það sem vantar er leiðréttingarsaga, ef frétt er breytt, þá á að tilgreina það nákvæmlega neðanmáls og gefa upp tíma.
Sjá dæmi af the Guardian
http://www.guardian.co.uk/stage/theatreblog/2010/jan/27/playwrights-american-theatre
mbl.is er ennþá að læra vinnubrögðin.
Arnar Pálsson, 2.2.2010 kl. 12:15
Það er visst áhyggjuefni að sálfræðinemi og verkefnisstjóri geðheilbrigðisdags segi að lýsi sé betra en öll geðlyf
http://jonna.blog.is/blog/jonna/entry/1013598/
DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 15:57
Á blogginu birtir maður skoðanir og mér er frjást að hafa skoðanir þó ég sé sálfræðinemi og verkefnastjóri alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Ég ráðlegg engum að snögghætta á geðlyfjum, þau þarf að trappa niður ef önnur lausn er fundin, maður hættir ekki á lyfjum ef maður hefur yfir höfuð farið að nota þau, semsagt ekki hætta og leita svo að öðrum lausnum. Ég hvorki get né hef vald til að segja hvað er rétt eða rangt en þetta er bloggsíða en ekki vísindatímarit og leyfir maður sér því örlitið frjálslegri tjáningu.
Geðlyf eru umdeild eins og annað. En það hafa fjölmargir getað losnað undan þeim vítahring að vera á geðlyfjum. Þá hefur omega 3 verið afar hjálplegt ásamt ýmsum öðrum lífstílsbreytingum, svo sem góðri og röskri hreyfingu, gott mataræði og jafn svefn, nota ekki áfengi né önnur vímuefni og margt fleira. Það er engin töfralausn til en mikið hefur omega 3 hjálpað mér meira heldur en lithum og önnur geðlyf sem ég skildi við fyrir 9 árum síðan og sé ekki eftir.
Ragnheiður J. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:21
Fyrir þá sem áhuga hafa á efninu, þá birti Ragnheiður pistil á sinni síðu og þar setti DoktorE inn athugasemd.
Við skildum einnig eftir athugasemdir þar,þetta er sú síðari:
Ég er viss um að þú vilt vel, en þú titlar þig sem
Þeim titli hlýtur að fylgja einhver ábyrgð, ekki satt? Eða getur hver sem er titlað sig þannig, eða "ritara Hálfalþjóðlega geðheilbrigðisdagsins"?
Ég hvet þig til að grafast fyrir um áhrif fisks, lýsis og omega 3 á geðheilbrigði.
Ég bið þig ennfremur um að tína til allar greinar, ekki bara þær sem styðja þína "trú".
Mér finnst nefnilega dálítið erfitt að meðtaka fræðilegri ályktun einhvers sem gerir sig út sem:
Ég vil alls ekki vega að þínum skoðunum, og er mjög ánægður fyrir þína hönd að hafa brotist út úr vítahring geðlyfja/geðröskunar. Vinur minn áðurnefndur Steindór hefur tekist á við það sama, og ég veit fyrir satt að það er harður slagur.
Með vinsemd og virðingu.
Arnar Pálsson, 3.2.2010 kl. 09:07
Án þess að taka afstöðu til umræðunar þá langar mig að benda á að það sem við köllum Lýsi og er unnið úr lifur og selt sem slíkt inniheldur ósköp lítið af Omega sýrum í samanburði við Fish-oil unna ú hvort heldur fish-offal eða heilum fiski.
Ég vil benda samáhugamönnum mínum um Omega 3 gæði þess og áhrif að það er miklu hærra hlutfall Omega sýra í t.d. Kanadískri Salmon-oil heldur en Omega olíunni frá Lýsi ehf. Ég geri svo fastlega ráð fyrir að umrædd rannsókn hafi byggst á neyslu fisk-olíu en ekki Lýsis.
Konráð Eyjólfsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 11:09
Takk Konráð fyrir góða ábendingu.
Það er ekki alveg greinilegt á fréttinni hvað fólkið fékk, það er talað um "fish oil supplements".
Ég er af einhverjum ástæðum hrifnari af því að borða bara fisk, en að bryðja lýsispillur eða drekka lýsi.
Ómega 3 fitusýrur hafa jákvæð áhrif á starfsemi hjartans, og það er möguleiki að þær hafi einnig áhrif á aðra líffræðilega ferla. En það er einnig möguleiki að blanda fituefna og fituleysanlegra vítamína hafi líffræðileg áhrif (hvort sem þau séu á geðheilsu eða ekki!).
Arnar Pálsson, 3.2.2010 kl. 11:50
Ég hef enga tröllatrú á lýsi eða töku annara vítamína, hef td. aldreikki fundið neinn marktækan mun sjálfur (á reyndar ekki, mér af vitandi, við alvarleg geðræn vandamál að stríða.. önnur en þráhyggu til að rífast við sköpunarsinna). Hef líka lesið rannskóknir sem benda til þess að inntaka vítamína (umfram fæðu) sé nánast gagnlaus en geti hugsanlega bætt upp fyrir vítamín skort að einhverju leiti.
Ég held hinsvegar að Ragnheiður hafi hitt naglan á höfuðið með:
En auðvitað þyrfti að prófa þetta og gera tilraunir áður en hægt væri að fullyrða um eitthvað.
Arnar, 3.2.2010 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.