17.3.2010 | 09:22
Hvatvísir rapparar bera orkuríka ávexti
Fyrir ári settum við inn pistil um Genastjórn undir hettu sem fjallaði mjög lauslega um leyndarmál genastjórnunar.
Aðalpunkturinn var myndband sem tveir nemendur í USA höfðu sett saman um genastjórn regulatin genes
Nýjasta lag þeirra félaga er Oxidate It Or Love It / Electron to the Next One sem fjallar um loftfirrða öndun, sítrónsýruhringinn og rafeindaflutningskeðjuna.
Nýverið flöskuðu tvö lið í Gettu betur á spurningunni um það hvaða fjórir basar mynda DNA. Þau hefðu betur horft á blame it on the DNA, eða lært heima! Rétt svar er A, C, G, T (nánar á vísindavefnum).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Betra að muna röðina A,C,T,G, sem hljómar eins og Aztec. Menn geta svo munað að víxla síðustu stöfunum til að fá fyrri röðina.
Betra að sjá fyrir sér Indjána en kryptíska bókstafaröð.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 10:49
Sástu myndina um six degrees of separation í sjónvarpinu? Merkilegt stöff, sem ég held að eigi eftir að kikka inn. Það eru mörg ár síðan ég las bókina "The tipping point," sem íjaði að þessu.
Þetta hefur meira að segja heimspekilegt vægi. Ég hef lengi sagt t.d. að það sé enginn frjáls vilji, heldur orsakasamhengi, þar sem allar hugsanir og gjörðir sprtta af áreiti, hvort em það er af hvötum manna eða ósjálfráðum viðbrögðuum, hugsunum og orðum annarra, veðurfari etc.
Trúarnöttarnir mega ekki heyra á þetta minnst. Ég held að þessi uppgötvun gangi frá síðasta hálmstrái þeirra í rökleysunni.
Bara svona útúrdúr.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 10:56
Sæll Jón Steinar
Góður punktur, GATTACA er líka önnur leið til að muna basana.
Sá ekki myndina og tengslanetin. Las reyndar bók eftir Barabasi árið 2002 (hann er ótrúlega ötull vísindamaður). Ég hafði farið á kaf í lestur um eðli tengslaneta, sjálfskipulag og óreiðu...en endaði síðan á að rannsaka vængi á ávaxtaflugum.
Sú hugmynd að eiginleikar lífvera byggi ekki á eiginleikum stakra gena eða þátta, heldur á samspilinu á milli þeirra er ótrúlega spennandi.
Vitanlega erum við afurð samspils okkar við annað fólk, loftsteina, veirur og grænt brauð. En við erum samt ekki "clean slate" eins Pinker ræddi um...við búum að (eða drögumst með) heilmargar tilhneygingar og þarfir. Er ekki hvorutveggja óásættanlegt frá sjónarhorni "nuttaranna"?Arnar Pálsson, 17.3.2010 kl. 11:12
Jamm...Sérstaklega sá ég pótens í þessu með "Hubs" eða klasa sem myndast í svona neti.
Já, það er fokið í flest skjól fyrir "nöttarrana". Nú er bara eftir "afþvíbara" og "liggaliggalá".
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 20:39
Það sem ég á við með klasana er að kannski eiga menn eftir að finna svona "key players" í genóminu, sem gæti þýtt að þetta sé allt miklu einfaldara en menn hugðu, þótt það verði ansi flókið að finna þessa lykilskurðapunkta í netinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 20:44
Hér er myndin.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 20:52
Sæll Jón Steinar
Það er borðliggjandi að ákveðin gen/prótín eru burðarásar eða þungaviktar leikmenn í frumunni. Það einfaldar myndina töluvert, og getur mögulega útskýrt sveiganleika frumna.
Mér finnst alltaf jafn forvitnilegt að svona burðarása-prótín eru að meðaltali varðveittari en önnur prótín. Það þýðir að slík prótín þróast hægar en önnur prótín. Líklega er það vegna þess að ef prótínið kemur t.d. að 50 verkefnum í frumunni þá hafa stökkbreytingar í því veigameiri áhrif en stökkbreytingar í prótíni sem sinnir bara 2 hlutverkum.
Takk kærlega fyrir tenginguna á myndina, ég hvet alla til að kíkja á hana.
Mér finnst eitt það skemmtilegasta við netfræðin (network theory) vera samspil líffræði og stærðfræði. Það lítur út fyrir að samband þeirra eigi bara eftir að batna.
Arnar Pálsson, 18.3.2010 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.