Leita í fréttum mbl.is

Varnir og starfsemi lungnaþekju

Lungu hryggdýra er stórmerkileg fyrirbæri. Við drögum inn í okkur loft, og tökum upp súrefni í lungnablöðrunum, sem síðan er flutt til vefja með blóðrásinni.

Lungun sjálf eru því berskjölduð fyrir öllum þeim óhreinindum og sýklum sem í loftinu leynast. Örsmáar agnir, bakteríugró og jafnvel fullvaxtabakteríur (þær eru mjög smáar) geta borist með lofti niður í lungun og gert óskunda.

Ef við lítum sérstaklega til baktería og annara sýkla (sveppa og veira) þá hafa þær ágætan aðgang að safaríku blóði rétt handan þekjufrumna lungnanna. Því er mikilvægt að varnirnar þar séu í lagi.

Þessar varnir voru viðfangsefni Skarphéðinn Halldórssonar líffræðings, sem nú á föstudaginn ver doktorsritgerð um frumulíkan af vörnum og starfsemi lungnaþekju ( ”Modelling bronchial epithelial defense mechanisms”).

liffraedi_frumur.jpg Fyrirlesturinn verður föstudaginn 19 mars, í sal 132, Öskju og hefst klukkan 13:00.

Úr ágripi:

Lungnaþekjan gegnir hlutverki fremstu varnarlínu gegn sýkingum í öndunarfærum. Samheldni hennar varnar örverum aðgengi að innviðum líkamans á meðan seyttir þættir á borð við örverudrepandi peptíð hindra vöxt og viðgang sýkla á yfirborði hennar. Með lyfjagjöf má hafa áhrif á varnarmátt lungnaþekjunnar, hvort heldur sem er samheldni hennar eða seytingu örverudrepandi þátta. Eins geta sýkingar eða aðrir sjúkdómar raskað náttúrulegu jafnvægi lungnaþekjunnar og veikt varnarmátt hennar. Frumulíkön af heilbrigðri lungnaþekju geta verið gagnleg áhöld til rannsóknar á varnarhlutverki þekjunnar og samspili hennar við örverur eða lyf.

Í þessu verkefni var berkjufrumulína sem sérhæfist í bifhærða lungnaþekju skilgreind og notuð til áframhaldandi rannsókna. Sýnt var fram á að bakterían Pseudomonas aeruginosa sem veldur illvígum lungnasýkingum í ónæmisskertum einstaklingum seytir sértækum sýkingarþáttum sem riðla samheldni þekjunnar.

Myndina tók Skarphéðinn og lánaði okkur góðfúslega til kynningarstarfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband