7.4.2010 | 13:18
Grænir dagar, ár og aldir
Samtök nemenda í umhverfis og auðlindafræði við HÍ (GAIA) standa fyrir grænum dögum, 7-9 apríl. Þema daganna er líffræðilegur fjölbreytileiki The International Year of Biodiversity sjá einnig Frétt um líffræðilega fjölbreytni.
Á dagskránni eru margskonar viðburðir, fataskiptimarkaður, kvikmyndasýningar og málþing. Dagskránna má nálgast á vef GAIU.
Umhverfisfræðin var eitt af mínum uppáhaldsfögum í líffræðinni, en á endanum ákvað ég að einbeita mér að þróun og erfðum. Kanadískur vinur minn sagðist hafa gefist upp á umhverfisfræði út af pólitíkinni, fræði og þekking væru iðullega trompuð af hagsmunum iðnfyrirtækja, sveitarfélaga og stjórnmálaafla.
Nýverið lauk ég við að lesa Mannlausa veröld ( The World Without Us - Alan Weisman) í þýðingu Ísaks Harðarssonar (rætt í Plastfjallinu). Það var alltaf hugmyndin að gera bókinni betri skil hérna. Altént, aðalhugmyndin í henni er sú að lífið á jörðinni væri betur sett ef maðurinn gufaði upp. Áhrif okkar á umhverfið eru margþætt og yfirgengileg, vistkerfi hnigna, tegundir deyja út og heilu landsvæðin breytast í auðn.
Ég er ekki að hvetja til þess að maðurinn fremji eitt allsherjar Harakiri (það eru þó hópar sem predika það!) en við eigum að geta lifað í meiri sátt við náttúruna.
Grænir dagar eru ágætir, en væri ekki frábært að hafa græna öld?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Góð hugmynd, en verst hvað aldir eru stuttar :)
Mannkyni hefur nú reyndar samt tekist að hafa stórkostleg (slæm) áhrif á umhverfi sitt á tiltölulega stuttum tíma, kannski svona síðustu 200-300 árum (2-3 öldum). Sem er náttúrulega fáránlega stutt í samanburði við aldur jarðar.
Arnar, 7.4.2010 kl. 13:40
Nafni
Kannski er það spurningin um árþúsundir þá.
Núverandi lifnaðarhættir munu ganga sér til húðar. Vonandi gefst okkur greind til að takast á við rót vandans en ekki bara að snúast um afleiðingarnar.
Mennirnir og aðrar lífverur hafa alltaf haft áhrif á umhverfi sitt. Forfeður okkar eyddu skógum á Íslandi, berstrípuðu fjallshlíðar við Miðjarðarhafið og eyddu Dodofuglum.
Arnar Pálsson, 7.4.2010 kl. 14:23
Ég hef svo sem engar langtíma áhyggjur af náttúrunni sem slíkri, hún kemur til með að halda áfram án okkar þangað til sólin okkar springur.
Td. einhvern tíman fyrir miljónum ára komu fram fyrstu lífverur sem gátu stundað ljóstillífun og þar með 'mengað' jörðina með súrefni. Það myndi væntanlega flokkast sem meiri háttar umhverfisslys á þeim tíma sem hafði stórkostleg áhrif á allt lífríki jarðar. Súrefni hefur væntanlega verið banvænt fyrir flestar lífverur þess tíma.
Gangur náttúrunar virðist boða það að allar lífverur sem eru uppi í dag eigi eftir að deyja út. Samt óþarfi hjá mannkyninu að hjálpa til við það, tala nú ekki um að stuðla að útdauða sinnar eigin tegundar.
Arnar, 8.4.2010 kl. 10:52
Sæll dreki
Þetta er eins og mælt úr mínum ranni:
Ertu viss um að við séum ekki bara sami maðurinn?
Arnar Pálsson, 8.4.2010 kl. 12:46
Heh, aldrei að vita. Er bara ekki nógu vel að mér í sálfræði til að vita hvort maður sé meðvitaður um eigin persónuklofa eða hvort persónurnar geti átt samskipti sín á milli :)
Arnar, 8.4.2010 kl. 13:27
Þetta eru annars áhugaverðar umræður og er ég hjartanlega sammála. Neysluhyggja og græðgi mannkynsins gengur aldrei upp til lengdar.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.4.2010 kl. 15:28
Oh, enn svekkjandi. Ég fann alltaf til sérkennilegrar tilhlökkunar yfir þeirri hugmynd að sólin myndi springa...ætli það sé ekki prakkarinn í manni.
Arnar Pálsson, 8.4.2010 kl. 16:09
Oh.. ég hélt það yrði flugeldasýning, svona í blá lokinn.
Arnar, 9.4.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.