19.4.2010 | 10:45
Börn og geðlyf
Börn og unglingar eru framtíðin. Það segir sitthvað um samfélag hvernig það fer með framtíð sína. Nýleg grein eftir Helgu Zoëga, Matthías Halldórsson og samstarfsmenn sýnir að við dælum geðlyfjum í börn okkar og unglinga. Með orðum Steindórs J. Erlingssonar:
Þegar horft er á einstaka lyfjaflokka þá hefur ávísun örvandi lyfja, sem notuð eru til þess að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni (ADHD), aukist gríðarlega á undanförnum tveimur áratugum. Í samanburði við Finna nota Danir, skv. annarri vísindagrein, tvisvar sinnum meira af þessum lyfjum, Svíar þrisvar, Norðmenn átta en Íslendingar 22 sinnum meira. ...
Ávísun geðlyfja til þessa aldurshóps er sú mesta sem þekkist í Evrópu, en er að einhverju leyti sambærileg við það sem tíðkast í Bandaríkjunum. Hvernig stendur á því? Erum við að selja langtímahagsmuni barnanna okkar fyrir skammtímagróða?
Úr morgunblaði dagsins grein um börn og geðlyf.
Steindór hefur tekist á við geðsjúkdóma um nokkura ára skeið og skrifað um reynslu sína, og rýnt í vísindin á bak við sum af algengustu geðlyfjunum. Hann hefur komist að því að lyfjafyrirtækin hafa oft beitt óheiðarlegum vinnubrögðum til að láta lyfin líta betur út, og brellum til að halda þeim að læknum og neytendum.
Eins og við ræddum í gær og Kristinn Theódórsson í sínum pistli er nauðsynlegt að almenningur, fræðimenn og fréttamenn veiti lyfjafyrirtækjunum og nýaldarpostulunum aðhald. Fræðin munu sigra sérhagsmunina.
Ítarefni:
Psychotropic Drug Use among Icelandic Children: A Nationwide Population-Based Study Helga Zoëga, Gísli Baldursson, Birgir Hrafnkelsson, Anna Birna Almarsdóttir, Unnur Valdimarsdóttir, Matthías Halldórsson. Journal of Child and Adolescent Psychopharmacology. December 2009, 19(6): 757-764. doi:10.1089/cap.2009.0003.
Fleiri pistlar um þetta efni:
Þunglyndislyf og léleg tölfræði
Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa
Geðröskun og lyfleysa
Bæklingurinn dreginn til baka
Lyfjafyrirtæki og blekkingar
Neurosceptic fjallar um GSK á Íslandi
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Vandræði hvað fólk virðist vera viljugt til að stökkva beint úr fangi "Big Pharma" yfir til "Big Placebo".
Það eina sem verið er að gera er að fara úr samviskulausum bransa sem a.m.k. þarf að uppfylla ákveðin skilyrði frá ríkinu varðandi bæði skaðleysi og virkni lyfjanna, og yfir í samviskulausan bransa þar sem eina krafan er að mixtúran sé ekki augljóslega skaðleg, burtséð frá virkni.
Svolítið verið að stökkva úr öskunni í eldinn.
Páll Jónsson, 19.4.2010 kl. 22:22
Takk Páll fyrir góðan punkt.
Ætli grunnvandinn sé ekki þörf okkar fyrir "patent" lausnir.
Við veljum pillur og smyrsl, frekar en göngutúr og söngæfingar. Það er einhvern vegin auðveldara að borga 100 kúlur fyrir hlaupabretti en fara í 5 km göngutúr á hverjum degi.
Bæði "Big Pharma" og "big placebo" eiga við sama vandamál að stríða. Sumar lausnirnar (lyf/snákaolía) eru ekki bara gagnslausar heldur hafa einnig óæskilegar aukaverkanir.
Við ættum að forðast að skrifa upp á slíka ösku fyrir börnin.
Arnar Pálsson, 19.4.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.