Leita í fréttum mbl.is

Líffræðilegur fjölbreytileiki

Sameinuðu þjóðirnar og fleiri aðillar standa fyrir alþjóðlegu ári líffræðilegrar fjölbreytni 2010. Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity.

Af þessu tilefni verður fjallað um Líf á eldfjallaeyju á degi umhverfisins (það verður opið hús í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ - fólk getur komið og fræðst um eldgos, fiska og plöntur, og skoðað sýnasafn líffræðinnar og lært um sjálfbærni).

En hvað er líffræðilegur fjölbreytileiki ? Hann birtist í:

fjölda tegunda

mun á milli tegunda

breytileiki innan tegunda og stofna

fjölbreytni vistkerfa og búsvæða lífvera

Hérlendis eru ekki margar tegundir á landi, en fjölbreytnin er umtalsverð í hafinu. Hafið er hin minnst könnuðu svæði jarðar, hulin og leyndardómsfull.

arcticpycnopodia.jpg

 

crossota_935425.jpg

Í gangi eru nokkur stór verkefni sem miða að því að kanna fjölbreytileika sjávarlífvera. hérlendis hafa Jörundur Svavarsson og samstarfsmenn unnið að BIOICE (á ensku) verkefninu og fundið fjöldan allan af framandi lífverum. Jörundur og Pálmi Dungal eru höfundar bókarinnar LEYNDARDÓMAR SJÁVARINS VIÐ ÍSLAND, sem er regulega skemmtileg, ríkulega myndskreytt og fræðandi.

Myndir af vefsíðunni: Census of Marine Life.

Skyldir pistlar:

Fjölbreytileiki sjávarlífsins

Fyrsta fréttin um líffræðilega fjölbreytni


mbl.is Huliðsheimur afhjúpaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband