23.4.2010 | 12:08
Líf á eldfjallaeyju
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna í máli og myndum um jarðfræði og líffræðilega fjölbreytni Íslands.
Laugardagur 24. apríl frá k. 10.30 -15.00.
Staðsetning, Askja, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Íslands er draumaland jarðvísindamannsins með Atlantshafshrygginn og heitan reit undir landinu sem valda mikilli gosvirkni sem skapar nýtt land og umbylta því gamla. Gosið í Eyjafjallajökli er nýjasta birtingarmynd náttúruaflanna.
Líffræði landsins á fáar hliðstæður. Þrátt fyrir að eyjan hafi verið þakin jökli fyrir 12000 árum, er samt mikil fjölbreytni í lífríkinu. Fjölbreytileiki náttúrunnar er auðlind, sem sjá má meðal annars í nytjastofnum og lífríki hafsins.
Jarðfræði og líffræði Íslands tvinnast stöðugt saman; Hlaup undan jöklum búa til stóra sanda, vistkerfi lands og hafs verða fyrir áhrifum af eldgosum, og í hraunjöðrum finnast ævafornar lífverur sem lifðu ísöldina af.
Fjölmargir sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda munu segja frá í máli og myndum í samfelldri dagskrá, ljósmyndir og kvikmyndir sýndar, rannsóknastofur í Öskju verða opnar og fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi.
Líf á eldfjallaeyju er dagskrá (sjá neðar) í tilefni af Degi umhverfisins og Degi jarðar, sem Sameinuðu þjóðarinnar hafa sérstaklega tileinkað líffræðilegri fjölbreytni árið 2010. Dagskráin í Öskju stendur frá klukkan 10:30 til 15 laugardaginn 24. apríl og er ætluð öllum aldurshópum.
Öll erindi sem flutt verða eru stutt og aðgengileg. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
- Inngangur um líffræðilega fjölbreytni - Guðmundur I. Guðbrandsson
- Fjölbreytileiki nytjastofna: dýrmætasta auðlindin? - Guðrún Marteinsdóttir
- Mörg andlit íslenskra ferskvatnsfiska - Sigurður S. Snorrason
- Hryggleysingjar í sjó við Ísland - útbreiðsla og fjölbreytileiki - Jörundur Svavarsson
- Verndun íslenskra votlenda - Gísli Már Gíslason
- Eldgos - Björn Oddsson
- Áhrif ösku á fólk - Kristín Vala Ragnarsdóttir
- Verndun og fjölbreytni flóru Íslands - Ólöf Birna Magnúsdóttir
- GPS mælingar á eldfjöllum - Sigrún Hreinsdóttir
- Eldgos - Björn Oddson
- Líffræðilegur fjölbreytileiki og dagur jarðar - Hrund Ólöf Andradóttir
- Örverur hér og þar - Ólafur S. Andrésson
- Erfðabreytileika innan tegunda á Íslandi - Snæbjörn Pálsson
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.