Leita í fréttum mbl.is

Ljúgandi hræddur

Maður sér fyrir sér skelfingu lostna frummenn, hríðskjálfandi í norðanæðingi, virða fyrir sér öskumökkinn, eldingarnar og sjónarspilið. Maður getur svo sem alveg fyrirgefið þeim að hafa reynt að útskýra þetta á einhvern hátt, segja börnum sínum að þetta hafi verið geðveikur guð eða æstur ári. Hver veit nema á slíkir atburðir hafi orðið kveikja ótrúlegri sagna biblíunnar og annara trúarrita?

En mér er illskiljanlegt hvernig fólk í nútímanum getur verið svo fáfrótt um grundvallaratriði eins og eldgos. Veit Gaddafi um bráðið berg, landrek, setlög? Heldur hann kannski að jörðin sé flöt?

Hann virðist samt gera sér grein fyrir því að ekki sé allt með feldu:

Hann er jafnframt sagður hafa harmað hve Arabar væru skammt komnir í vísindaþróun.  

Ég veit ekki hvað þarf til kippa Gaddafi úr dróma fáfræðinnar. Vísindi eru ekki einkamál vesturlandabúa, fræðimenn frá öllum heimshornum hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar og byggt upp þekkingu á eldgosum.

Upphlaup Gaddafi er ekki einstak, fyrir skemmstu var fyrirlestur "náttúrvættasérfræðings" sem hélt því fram að eldgos væru

...leið náttúrunnar til að vara mannskepnuna við og láta óánægju sína í ljós. Með þessum umbrotum er hún að segja okkur eitthvað og vara okkur við að fara yfir ákveðin mörk.

... Vasey segir að vitneskja mannfólksins um náttúruvættir standi djúpum rótum. Þannig hafi hún fylgt mannkyninu gegnum alla mannkynssöguna og um allan heim. Fyrr á tímum hafi fólk átt náið samstarf við þær; leitað til þeirra þegar reist voru hof, borgir byggðar og vegir lagðir. Vasey hyggst í dag meðal annars svara þeirri spurningu hvers vegna náttúruvættir hrinda náttúruhamförum af stað.

Er það eðlilegt viðbragð að spinna upp yfirnáttúrulegar skýringar þegar ofsamáttur náttúrunnar birtist okkur?

Með öðrum orðum, förum við að ljúga þegar við verðum hrædd?


mbl.is Öskuskýið var heilög refsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að Guð hafi startað gosinu er alveg jafngóð skýring og hver önnur fyrir Araba....jörðin err enþá flöt í Norður tyrklandi alla vega.

Svo er Flat Earth Socity með þetta alveg á hreinu. Og þeir ljúga engu...þeir bara ljúga sem halda að jörðinn sé hnöttur....segja þeir...

Óskar Arnórsson, 22.4.2010 kl. 16:35

2 identicon

Það er satt sem hann segir, honum vantar alvarlega meiri þekkingu á vísindum.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Vendetta

Þessi Vasey er ekki sérfræðingur í neinu nema kanski þvættingi. Ég skil ekki hvers vegna HÍ er að hleypa svona bullukolli inn. En á hinn bóginn er við HÍ starfrækt guðfræðideild sem útskrifar bullukolla ár hvert.

Gaddafi getur sjálfum sér um kennt hvað varðar skort á vísindalegri þróun í arabalöndum, enda er Libya ennþá islamskt einræðisríki. Eins og allir vita, voru arabar (og reyndar flestallar þjóðir í Asíu) miklu fremri evrópubúum hvað vísindi varðar í fornöld. En Múhameð og hið forheimskandi islam stöðvuðu alla þá þróun. Á sama hátt og kaþólska kirkjan í Evrópu olli vísindalegum rannsóknum ómetanlegt tjón með heimsku sinni og hjátrú.

- Don't follow leaders. (Bob Dylan)

Vendetta, 22.4.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það versta af öllu er að bendla almættið við trúar-öfgarugl og jafnvel völd og pólitík. Kannski væri þetta ekki svona ef þekkingu og auð jarðar væri jafnar dreift um veröldina? En þetta er að sjálfsögðu rugl hjá þessum manni. Ég man hvað ég hneykslaðist innilega í hjarta mínu þegar ég heyrði í fyrsta skipti prest prédika að ef þessi og þessi tryði ekki á guðinn sem prestinum var "kærastur" þá myndi guð refsa honum!

Betri er enginn guð, en hótandi og þröngsýnn guð.

Þess vegna trúi ég bara á guðinn í sjálfri mér og er sama hvað öllum hegnandi guðum finnst nú um það!

Ég bið almættið að hjálpa þessum suður á hnettinum ásamt fleirum, sem vita ekki betur en að til séu margir guðir sem hóta og hegna? Það er nú ekki neitt sérlega kærleiksríkt af "almáttugum guði?" M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.4.2010 kl. 17:01

5 identicon

Svo taka vesturlandabúar á móti þessum fávitum tveimur örmum og gefa þeim lóðir undir moskur. Sem sagt miklu vitlausari.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 17:19

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eins og ég hef áður brennt á að náttúruhamfarir á íslandi eru ekki einkamál okkar þær snerta alla heimsbyggðina!

Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 17:37

7 Smámynd: el-Toro

taka verður tillit til þess ástands sem er í lýbíu þegar menn ætla að rýna í ummæli sem berast frá þessum slóðum í evrópskum fjölmiðlum.

mikill uppgangur islamista hreifinga í lýbíu síðustu árin hefur valdið því að gaddafi er mun opnari fyrir vesturveldunum en áður.  hann vill jú halda sem fastast í sætið sitt eins og fleiri um allan heim. 

eins og þeir vita sem hafa kynnt sér islamista hreifingar í heimum araba, að þá eru þær fleiri en ein.  þær eru til í hundraða tali út um allan heim.  en þessar hundruð islamista hreifingar eru yfirleitt kallaðar al-qaeda í vestrænum fjölmiðlum, eins kjánalegt og það er. 

mögulega er hann að biðla til eyrna islamista sem styðja hann. 

karlin hefur átt mjög svo skemmtilegar yfirlísingar í gegnum tíðina sem hafa skemmt mörgum um hina víða evrópu.  en í sannleika sagt, þá er þessi maður og þessi þjóð mun saklausari heldur en þú lesandi getur nokkur tíma ýmindað þér.  það geturðu þakkað þeim vestrænu fjölmiðlum sem þú hefur lesið í gegnum árin.

el-Toro, 22.4.2010 kl. 18:12

8 identicon

En mér er illskiljanlegt hvernig fólk í nútímanum getur verið svo fáfrótt um grundvallaratriði eins og eldgos.

En geturðu skilið hvernig fólk í nútímanum er jafn fáfrótt um grundvallaratriði eins og trú?

Það er alltaf gaman þegar þessi umræða skýtur upp kollinum, þ.e.a.s. þegar einhver segir að eitthvað sé almættinu um að kenna og einhverjir "vísindamenn" taka þráðinn upp óstinnt og fara að rökræða um að þetta eitthvað sé bein afleiðing af einhverju sem þeir geta sýnt fram á og geti þar að leiðandi ekki verið almættinu að kenna...

Mér finnst þessi færsla síðueiganda vera á þessa leið.

Kristinn (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 22:18

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk öll fyrir góðar athugasemdir.

Kristinn

Það eru alltaf einhverjir sem setja fram svona hugmyndir, gosið er á vegum Allah eða svínaflensan var sköpuð af guði til að refsa mexíkönum.

Mér finnst athyglisvert hvernig fjölmiðlar eru alltaf til í að tala við "klikkaða" gaurinn. Það skiptir engu þótt 99.99% fólks viti betur, er pressan alveg til í að ræða við manninn sem trúir því að hryðjuverkasamtökin á Borgeyri hafi valdið 9/11.

Arnar Pálsson, 23.4.2010 kl. 11:30

10 Smámynd: Arnar

Fyrst það er búið að blanda trú í málið.  Er þá ekki viðeigandi að kíkjá á Was God a Volcano? eftir Thunderf00t á Youtube.

Þar les hann upp úr biblíunni, Mosebók minnir mig, og ber saman lýsingarnar á guði við lýsingar á eldgosum.  Nokkuð merkilegur samanburður fannst mér og passar alveg við fyrstu setninguna hjá Arnari:

Maður sér fyrir sér skelfingu lostna frummenn, hríðskjálfandi í norðanæðingi, virða fyrir sér öskumökkinn, eldingarnar og sjónarspilið. Maður getur svo sem alveg fyrirgefið þeim að hafa reynt að útskýra þetta á einhvern hátt, segja börnum sínum að þetta hafi verið geðveikur guð eða æstur ári. Hver veit nema á slíkir atburðir hafi orðið kveikja ótrúlegri sagna biblíunnar og annara trúarrita.

Arnar, 23.4.2010 kl. 13:57

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Vendetta

Það var heilmikið fár í HÍ þegar fyrirlestur Vasey var auglýstur. Í ljós kom að hann leigði stofu og seldi aðgang að erindi sínu. Samt tókst honum að láta líta út fyrir að HÍ stæði á bak við fyrirlesturinn, og að koma auglýsingu um hann inn í viðburðadagatal HÍ.

Það er mjög athyglisvert í ljós gagnrýninni í skýrslunni um þátt fræðimanna í hruninu.

Anna Sigríður

Góð saga um kærasta guðinn.

V. Jóhannsson

Það er ekki verra að gefa múslimum lóð en að gefa kristnum lóð. 

el-Toro

Gaddafi er ekki svo ólíkur ORG, yfirlýsingaglaður úr hófi og kann vel við sig í ljósi fjölmiðlanna. Ég var ekkert að sakast út í Lýbíska þjóð, bara út í forkastalega undalega athugasemd. Punktur minn um hlutverk fjölmiðla hér að ofan á ennþá við!

Arnar Pálsson, 23.4.2010 kl. 15:32

12 Smámynd: Kama Sutra

Talandi um að fjölmiðlar tali við klikkaða gaurinn - í þessum töluðu orðum er á Íslandi í dag, Stöð 2, viðtal við kellingu sem kallar sig "sjáanda" og þykist "sjá fyrir" Heklugos eða heimsendi eða eitthvað þaðan af verra.  Það er talað við hana eins og hún sé að flytja alvöru fréttir.

Ja hérna hér. 

Kama Sutra, 23.4.2010 kl. 19:02

13 Smámynd: Vendetta

Já, eða þennan gaur í sjónvarpsviðtalinu sem þykist vera berdreyminn og sem segist hafa dreymt fyrir eldgosunum með því að dreyma eitthvað allt annað. Þvælan um berdreymi hefur fylgt íslenzkri þjóð öldum saman. Dæmigert er að einhvern bónda eða sjómann dreymdi eitthvað einhvern tíma og síðan gerðist eithhvað einhverntíma seinna einhversstaðar og undireins er sá atburður settur í sambandi við drauminn. Það voru jafnvel fastar reglur hvaða draumar þýddu hvað. T.d. það að dreyma skít, jafnvel mannaskít, var fyrir miklum afla. Að dreyma heyskap var fyrir heyleysi! Ekkert samhengi, enda eru engar persónur berdreymnar. Og það hefur verið sýnt fram á að fólk sem segist vera skyggnt er það alls ekki á neinn hátt.  

Þetta var alveg eins slæmt og huldufólkstrúin og trúin á álagabletti. Einhver bóndi eða vinnumaður sló grasið á álagabletti. Síðan deyr belja árið eftir og woops! Huldufólkið hafði drepið hana vegna þess að bletturinn var sleginn. Og ef ekkert gerðist þá varð fólkið á bænum sennilega að drepa beljuna sjálft, því að ekki mátti goðsögnin og hjátrúin bíða hnekki. 

Vendetta, 24.4.2010 kl. 17:58

14 Smámynd: Vendetta

Leiðrétting: Að dreyma heyskap var fyrir harðindum. En alveg jafn vitlaust samt.

Vendetta, 24.4.2010 kl. 18:00

15 Smámynd: Arnar Pálsson

Kama Sutra og Vendetta

Það er víst mannlegur veikleiki að vilja sjá mynstur út úr öllu.

Ég las í fyrra stórkostlega bók eftir Leonard Mlodinow (the Drunkard´s walk). Titill eins kaflans var "Illusions of Patterns and Patterns of Illusion".

Þar er fjallað um mynstur eins og 3 hvítblæðistilfelli í botnlanga sem er mjög nálægt spennustöð. Þetta slær okkur eins og of mikil tilviljun, nema þegar við förum og teljum spennustöðvar, botnlanga og hvítblæðistilfelli.

Þá kemur í ljós að tilviljun getur búið til mynstur.

Arnar Pálsson, 26.4.2010 kl. 10:20

16 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ein athugasemd á dag, kemur skapinu í .........?

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.4.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband