Leita í fréttum mbl.is

Skordýr á skjánum í kvöld

Lífið verður á skjánum í kvöld, RÚV kl 20:10. Skordýrin eru réttu megin linsunar.

Skordýr hafa mjög margvísleg áhrif á fólk. Kona á besta aldri játaði fyrir mér í dag að í hvert skipti sem skordýr birtist á skjánum kippti hún fótunum af gólfinu og upp í sófa. Dóttir hennar gerir það nákvæmlega sama.

Aðrir fá óstjórnlega löngun til að trampa...á skordýrunum. 

Spurning hvort að þetta sér grundvöllur fyrir persónuleikapróf...líkur þínar á því að eignast rauðhærða kærustu gætu oltið á viðbrögðum þínum við kakkalakka.

Mikil spenna í herbúðum þjóðvarðliðsins, mauraætur hafa verið kallaðar út og spæturnar eru að brýna goggana. Allar betri köngulær bæjarins hafa heklað nýja vefi og þykkustu læri til sjávar og sveita titra í eftirvæntingu vegna yfirvofandi lendingar bitmýsins (er ekki að plata - það er til fólk sem finnst gott að láta bíta sig í breiðu partana).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Veit ekki hvað það er en það er eitthvað alveg ótrúlega magnað við maura og bý :)

Arnar, 11.5.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Nafni

Ég er alveg sammála, félagsskordýr eru eitt af undrum náttúrunnar.

Arnar Pálsson, 11.5.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband