Leita í fréttum mbl.is

Hnetur og hagsmunir

Rannsóknin var unnin af vísindamönnum við Loma Linda háskólann í Kaliforníu, og var styrkt af International Tree Nut Council Nutrition Research and Education Foundation.

Hnetur eru greinilega mikið mál hjá Loma Linda háskólanum, þeir halda út vefsíðu www.nutstudies.com.

Með hliðsjón af umræðu um hlutleysi vísindasamfélagsins, þá finnst mér samband næringarfræðideildar Loma Linda University og hnetubandalagsins dálítið náið.

Það væri heppilegt ef aðrir hópar, sem ekki fá styrki frá hnetubandalaginu næðu að staðfesta þessar niðurstöður. Samt held ég (án þess að hafa gögn!) að það sé allt í lagi að borða hnetur, en vitanlega er best að gera það í hófi (innan við 22 valhnetur á dag samkvæmt Allrefer).

Mér fannst frétt mbl.is vera dálitið klúðurslega orðuð.

Þannig kom í ljós að þeir sem mældust með hátt kólesterólmagn gátu lækkað það meira með hnetuneyslunni en þeir sem mældust með lágt magn. Sem sama hætti kom í ljós að áhrif hnetuneyslunnar var einnig meiri hjá einstaklingum í eða undir kjörþyngd.  Að mati rannsakenda þarf að rannsaka betur hvers vegna hnetuneysla hefur miklu mun minni jákvæð áhrif hjá of þungum einstaklingum.

Þetta hefði mátt umorða

Áhrif hnetuneyslunar voru mest hjá þeim sem voru með háan LDL kólesterólstyrk, þeim sem voru í eða undir kjörþyngd og þeim sem neyta fituríkrar fæðu.

Rannsakendur benda á að frekari rannsókna sé þörf til að greina hvers vegna áhrifin eru svona mismunandi

Reyndar finnst mér dálítið erfitt að sjá hvernig blandað sýni af þessari stærð dugar til að greina marktæk áhrif af þessum breytum. Sérstaklega þegar minnkunin vegna hnetuneyslu virðist vera svona lítil. En frekari rannsóknir upplýsa það vonandi.

Ítarefni:

Joan Sabaté,  Keiji Oda,  Emilio Ros Nut Consumption and Blood Lipid Levels A Pooled Analysis of 25 Intervention Trials Arch Intern Med. 2010;170(9):821-827.

Eating Nuts May Help Cholesterol Levels: High calorie count, though, means restraint would be wise, expert says. Mon May 10, 2010, 16:00 By Ed Edelson health.allrefer.com


mbl.is Hnetur allra meina bót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta eru slæmar fréttir fyrir mig, því að ég þoli ekki hnetur. Ég kúgast bara við að finna lyktina af nougat, hvað þá muldum hnetum. Hins vegar get ég alveg borðað möndlur, sem ég geri ráð fyrir að séu skyldar hnetum. Ætli möndluát sé líka hollt?

Vendetta, 12.5.2010 kl. 14:29

2 Smámynd: Vendetta

Annars er ég sammála þér í því að það á aldrei að treysta rannsóknum, sem eru kostaðar af hagsmunaaðilum rannsóknanna.

Eitt dæmi um þetta var fyrir mörgum árum þegar danskur læknir, Ole eitthvað, "rannsakaði" orsakir geðrænna vandamála þeirra sem höfðu starfað lengi sem málarar og höfðu mörg einkenni, s.s. lömun, minnisleysi, skort á einbeitingu og drafandi mæli. Í staðinn fyrir að komast að réttri niðurstöðu, þ.e. að leysiefnin í málningu yllu heilaskemmdum, skrifaði þessi læknir skýrslu þar sem því var haldið fram, að sk. málaraheilkenni væri ímyndun og vandamálið væri einfaldlega það, að allir danskir málarar væru bæði heimskir auk þess að vera áfengissjúklingar!

Þessa skýrslu notaði framkvæmdastjórn EBE (nú ESB) óspart til að koma í veg fyrir að viss leysiefni væru bönnuð og til að hamla strangari vinnulöggjöf í meðlimslöndunum, enda var EBE þá og ESB nú ekkert annað en stjórntæki alþjóðlegra fyrirtækja. Endalaust var skírskotað til þess að skýrsluhöfundur væri læknir og hlyti að hafa rétt fyrir sér.

Það raunalegasta við þetta var, að Evrópubandalagið hélt áfram að blástimpla þessa skýrslu löngu eftir að það var komið fram að þessi læknir væri á launaskrá samtaka málningarframleiðenda og að framkvæmdi "rannsóknina" og samdi niðurstöðuna eftir pöntun fyrirtækjanna. Þetta hafði í för með sér, að málarar og aðrir iðnaðarmenn í Evrópu fengu annað hvort engar bætur fyrir veikindi sín eða þá þegar það var orðið um seinan.

Læknir sem er á mála hjá framleiðslu- og sölufyrirtækjum er jafn skitinn og lögga sem þiggur mútur af eiturlyfjagengjum.

Vendetta, 12.5.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Vendetta fyrir lærdómsríkt innslag.

Ég held að möndlur falli undir þennan hnetuhóp, en er samt ekki alveg viss.

Varðandi hagsmunaárekstrana, þá eru þeir margir og misjafnir. Ég myndi kannski ekki alveg segja að þetta væri tóm þvæla, bara að það þyrfti frekar vitnana við. Ef mikil hagsmuntengsl eru mjög náin á milli rannsakenda og einhverra aðilla sem gætu hagnast á einni niðurstöðu frekar en annari, þá er eðlilegt að biðja um fleiri gögn og niðurstöður frá óháðum aðillum.

Niðurstaða úr einni einustu tilraun er svo gott sem marklaus. Þekkingin byggir á endurteknum athugunum og tilraunum, ekki einstökum tilfellum.

Arnar Pálsson, 14.5.2010 kl. 15:31

4 Smámynd: Vendetta

Niðurstaða úr einni einustu tilraun er svo gott sem marklaus. Þekkingin byggir á endurteknum athugunum og tilraunum, ekki einstökum tilfellum.

Þar er ég alveg sammála.

Vendetta, 14.5.2010 kl. 15:46

5 identicon

Já ég las líka þessa grein um hnetur. Ég hef nú trú á því að svolítið hnetu át sé fínt. það er kannski ekki til nein fullkomin fæða. eða þá að öll fæða er fullkomin. það er ábyggilega mismunandi eftir einstaklingum, sumum finnast hnetur líka vonadar eins og Vendettu, öðrum finnast þær góðar. Fyrir suma eru þær góðar og fyrir aðra minna góðar, tala nú ekki um þá sem eru með bannvæn hnetuofnæmi. Fyrir mína parta trúi ég því að ómeðhöndlaðar hnetur séu bestar, samkvæmt hráfæði spekinni. Ég er sammála því að þetta var klúðurslega orðað í fréttinni. Það er samt betra að borða hnetur en hamborgara held ég...

Egill Sæbjörnsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 22:45

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Vendetta

Ég tók kannski dálítið sterkt til orða þarna. Niðurstaða úr einni tilraun getur verið mjög mikilvæg, sérstaklega ef hún er vel hönnuð eða úrtakið mjög stórt! En það sem ég var að leggja áherslu á var að endurtekningar og ítrekaðar prófanir skipta mestu máli í vísindum. 

Sæll frændi

Mér finnst hnetur líka ágætar, en ég get aldrei étið neitt magn af þeim (fæ einhverskonar doða í munninn þegar ég byrja á þriðja kílóinu :).

Hnetur eða hamborgarar? Fer það ekki eftir því hvaða hneta og hvaða hamborgari er borðuð?

Ég er svona bærilega spenntur fyrir hráfæði"spekinni". Ég hallast frekar að þróunarsögu-matarkúrnum. Þar sem við ættum að reyna að borða þá fæðu sem forfeður okka neyttu (þá er ég að tala um forfeður kannski 10 milljón ár aftur í tímann), vegna þess að líkamar okkar eru arfleifð þeirrar sögu. Samkvæmt þessu þá átu forfeður okkar mikið af ávöxtum og grænmeti, en hafa einnig neyt kjötmetis og síðustu 2000-3000 ár korntegunda. Ath. þetta eru samt bara óformaðar hugleiðingar, ekki vísir að kúr!

Arnar Pálsson, 29.5.2010 kl. 13:25

7 Smámynd: Vendetta

Ég efast um að líkami mannsins í dag er nákvæmlega eins og hann var fyrir 10 milljón árum, jafnvel 5 milljónum ára. Meltingarstarfsemin hlýtur að hafa þróazt á þessum tíma með breyttu mataræði.

Auk þess hefur því verið haldið fram, að stóri heilinn hafi stækkað smám saman og þar með getan til að hugsa heila hugsun og álykta rökrétt hafi beinlínis verið kjötáti að þakka vegna fitusýra í kjöti sem er ekki til staðar í neinu miklu magni í ávöxtum og grænmeti. Einnig að börn sem eru einungis alin upp á grænmeti vanti þessar fitusýrursvo heilinn í þeim þróist ekki eðlilega. Hvort þetta sé rétt, veit ég ekki.

Ég hef heyrt í mörgum, sem eru sannfærðar (öfgasinnaðar) grænmetisætur. Þetta fólk heldur því fram, að kjöt sé ekki mannamatur og heldur ekki egg. Að líkami mannsins hafi ekki þörf á þessum próteínum að halda sem eru í kjöti, á þeirri forsendu að frummaðurinn var grænmetisæta. Og að kjöt sé erfitt fyrir meltinguna, að trefjar séu lífsnauðsynlegar osfrv.

Sem forfallinn kjötæta, sem lítur á grænmeti einungis sem meðlæti sem má sleppa, held ég því hins vegar fram, að ef kjöt væri óhollt/óþarft fyrir mannslíkamann, þá myndi stór hópur manna fá óþol fyrir kjöti. Ég veit ekki til að svo sé. Og aldrei á minni löngu ævi hef ég haft vandamál með meltinguna.

Vendetta, 29.5.2010 kl. 14:33

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Vendetta

Það sem ég átti við með 10.00.000 árunum er að arfleifðin mótar okkur. Ef allir forfeður okkar fyrir árið -4000 fyrir "Hose Kristó" átu ávexti, þá mun líffræði okkar endurspegla það. Vissulega hefur meltingarvegur okkar, lifur, nýru, bris, milta og allt það þróast heilmikið eftir að forfeður okkar tóku upp á því að rækta korn, baka brauð, rista íkorna og sjóða hænur (alveg eins og afi).

Mér þykir samt líklegast að þeirri þróun sé ekki lokið, með öðrum orðum, það er hæpið að meltingarvegur okkar sé orðin að besta kornætumeltingarvegi sem völ er á (ef einhvern vantar markmið í lífinu, þá er hérna eitthvað djúpstætt til að stefna á).

Tilgátan þín um þátt kjötneyslu í þróun heilans er ágæt. Ef forfeður okkar síðustu 200000 árin átu allir kjöt, þá er líklegt að við þörfnumst þess einnig.

En það er jafn líklegt að ef kjöt var bara hluti fæðunnar, ekki uppistaða, að það væri gott fyrir okkur að neyta grænmetis og korns matnum samhliða :)

Síðan er alveg öruggt að meltingarvegir eru misjafnir eins og mennirnir. Sumir eru með óþol fyrir hnetum, og aðrir kiwi. Forfeður okkar átu ekki Kiwi, það eru bara forfeður Maoría á Nýja Sjálandi sem komust í kynni við þann unað.

Arnar Pálsson, 29.5.2010 kl. 17:59

9 Smámynd: Vendetta

Ég ætla að leyfa mér að setja inn þessa auglýsingu:

eatcow9

Vendetta, 29.5.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband