2.6.2010 | 10:58
Húrra fyrir erni
Það munaði ótrúlega litlu að erninum hafi verið útrýmt af Íslandi á síðustu öld. Blessunarlega höfðu framsýnir menn vit á að láta vernda hann, en stofninn er enn mjög lítill. Það er sérstaklega gaman að heyra að hann skuli vera að hjarna við, nú á ári líffræðilegrar fjölbreytni.
Fyrir tveimur árum fékk ég lánaða mynd af arnarunga fyrir kynningarstarf líffræðiskorar HÍ. Ég læt hana fylgja hér því hún er hreint stórkostleg.
Myndina tók Róbert Arnar Stefánsson (copyright), Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Á vef stofunnar má finna fleiri myndir af örnum og náttúru Breiðafjarðar.
Hér er síðan auglýsingin fullunnin, í baksýn má sjá litaðar frumur (sem Skarphéðinn Halldórsson tók - copyright).
Arnarvarpið framar vonum í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ef ég man rétt, þá var bannað eitthvað um 1960 að setja eitur í hræ úti á víðavangi til að vinna á ref. Eitrun þessi var það skaðvænlegasta fyrir örninn, sem er ekki aðeins veiðifugl heldur einnig hrææta.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 18:09
Sæll Hlynur
Ég man þetta ekki alveg sjálfur, en samkvæmt fuglavernd hefur þú rétt fyrir þér. Ernir geta ekki leyft sér neina sérvisku, þeir þurfa sinn bita og engar refjar.
http://www.fuglavernd.is/arnarvernd/html/verndun/index.html
Arnar Pálsson, 3.6.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.