27.8.2010 | 11:57
Kaktusklóninn ræðst til atlögu
Klónvöxtur er sjaldgæfur meðal kaktusa, en Stenocereus eruca sem vex í suðvesturhluta Bandaríkjanna og mögulega Mexíkó. Kaktus þessi vex með hnappskotum, sem geta myndað hinar vígalegustu breiður.
Auðvitað er atlaga þessara skepna ekki hættuleg mannfólki sem kann að hreyfa sig, en ef maður myndi leggja sig í eyðimörkinni í nokkra áratugi, nægilega nálægt svona skaðræðisgrip, þá myndi maður á endanum komast að því fullkeyptu.
Stenocereus eruca (Brandg.)
Grasagarðurinn í Vancover ( UBC Botanical Garden and Centre for Plant Research) birtir á vefsíðu sinni mynd af plöntu hvern einasta dag.
Hér birtast nokkrar flottar myndir af þeirri síðu.
Orbea variegata
Plant Family / Families: Poaceae
Scientific Name and Author: Hordeum jubatum L.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég held að ég hafi séð myndband af einhverjum fjórhjólagaur sem datt í svona... bæði spaugilegt og hræðilegt.
Einnar línu speki, 27.8.2010 kl. 13:15
Er það bara ég, Arnar, eða er efsta myndin gölluð?
Vendetta, 27.8.2010 kl. 18:29
Úps, það var bara tölvan mín, sem var svona hægfara.
Annars varðandi kaktusa þá eru þeir vanmetnustu plöntur sem til eru. Að vísu kunna Mexikanar að meta þær kaktustegundir, sem þeir eima hinn himneska drykk Tequila af og þeir sem þekkja til Aloe kaktussins vita að safinn úr þeim kaktus er sérlega virkt sárakrem.
Vendetta, 27.8.2010 kl. 18:35
ELS
Enn hræðilegt. Flestir vita að kaktusar eru vel varðir, en samt er fólk furðulega oft tilbúið að pota í svona. Ég í einu allsherjar fáviskukasti, tók einn kaktus í fangið í vor þegar við vorum að umpotta. Nálarnar voru svona litlar og greinóttar, sem ekki er hægt að draga út, og sátu fastar í olnbogabótinni í tvær vikur. Peysan sem ég klæddist var einnig stappfull af nálum.
Jafnvel þótt við getum gert okkur grein fyrir hættunni, tökum við samt skrefið. Furðulegt...eða frábært?
Vendetta.
Kaktusar eru mjög skemmtilegur flokkur plantna. Ég veit ekki til þess að neinn íslendingur hafi rannsakað kaktusa, en hver veit nema þjóðin eignist sinn kaktusafræðing einhverntímann.
Við eigum hins vegar hitabeltisköngulóafræðing sem er algert dúndur - Ingi Agnarsson.
Arnar Pálsson, 29.8.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.