Leita í fréttum mbl.is

Krossferð Dawkins

Líffræðingurinn Richard Dawkins gaf út bókina Eigingjarna genið (The selfish gene) árið 1977. Þar ræddi hann um mikilvægi gena, og færði rök fyrir því að genin skiptu mestu máli í þróun lífvera. Charles Darwin hafði lagt áherslu á einstaklinga, að það væru einstaklingar sem tækju þátt í lífsbaráttunni, og að breytileiki á milli þeirra sem væri hráefni þróunar.

Bók Dawkins rokseldist og miklar umræður skópust um efni hennar. Genamiðuð veraldarsýn Dawkins þótti sérstaklega afkáranleg, því hún tekur hvorki tillits til umhverfis né tilviljana. Við vitum (og vissum vel árið 1977) að áhrif gena geta oltið á breytileika í umhverfinu. Einnig er það vitað að tilviljun skiptir mjög miklu máli í þróun, t.d. getur það hafa skipt máli að finkur kom til Galapagos á undan þröstum. 

Dawkins fylgdi bókinni eftir með frekari ritstörfum og hefur hann gefið út á annan tug bóka um þróunarfræði. Ég hef bara lesið  The selfish gene og The blind watchmaker. Hann hefur helgað starfsferil sinn því verkefni að fræða fólk um þróunarfræði, líffræði og vísindi. Sá starfsferill hefur leitt hann út í orðaskak við sköpunarsinna. Það er líklega kveikjan að bók hans um guð.

Kristinn Theodórsson fjallar um bók Dawkins, Ranghugmyndin um guð (The god delusion) sem verður gefin út miðvikudaginn 1 september.

Eins og allir vita orðið er þetta ein af bókunum sem settu hina svokölluðu ný-trúleysishreyfingu af stað og hafði hún selst í yfir 2 milljónum eintaka á heimsvísu í janúar á þessu ári og setið lengi á mörgum metsölulistum.

Ég las bókina á ensku fyrir nokkru síðan og þótti hún smitandi, skemmtileg, fróðleg og kitlandi.

Ég verð að viðurkenna að hingað til hefur mér fundist óþarfi bækur sem eru að tæta í sig trúarbrögð (líklega vegna þess að sem trúleysingi og raunvísindamaður finnst mér álíka nauðsynlegt að velta sér upp úr ranghugmyndum kristinna og plottinu í lífsháska). En ég mun nota tækifærið og lesa Ranghugmyndina fyrst hún hefur verið þýdd.

Ég skora á fólk að kíkja á pistil Kristinns og kíkja einnig á athugasemdirnar þar, ef ekki til fróðleiks þá skemmtunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég byrjaði að lesa bók eftir Susan Blackmore, þar sem Richard Dawkins skrifar formála. Bókin heitir "The Meme Machine". Ég held að sú bók veri mjög áhugaverð, þótt hún sé þung í lestri. Það virðist sem Susan sé að taka hugmyndir Dawkins úr "The Selfish Gene" lengra og sé að kafa dýpra, enda var bók Dawkins meginástæða þess að Susan skrifaði um það sem hún kallar The Meme Machine.

Vendetta, 29.8.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Susan Blackmore er kynlegur kvistur.

http://www.susanblackmore.co.uk/Articles/whoami.htm

Sem hefur rannsakað, eða a.m.k. fjallað um meðvitund, upplifun á dauða, og parapsychology.

Mæli sérstaklega með - why I gave up parapsychology - "Into the unknown"

Mér finnst meme hugmyndin skemmtileg. Það er bara svo erfitt að rannsaka hana. Láttu mig vita þegar þú skrifar umsögn um bókina, ég myndi vilja lesa hana (umsögnina fyrst og svo kannski bókina).

Arnar Pálsson, 29.8.2010 kl. 16:19

3 Smámynd: Vendetta

Það skal ég gera. Þegar ég verð loksins búin með hana, ég er rétt byrjaður.

Vendetta, 29.8.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband