Leita í fréttum mbl.is

Stephen Fry er Goð

Tvö nýliðin mánudagskvöld hefur RÚV sýnt þætti um náttúrufræði, þar sem leikarinn Stephen Fry leitar uppi dýr í útrýmingarhættu. Síðustu forvöð (Last chance to see) er samstarfsverkefni Stephens og Mark Carwardine og hafa þeir farið með okkur til Suður Ameríku í leit að sækúm (sem reyndar lifa í Amasónfljóti) og hvíta nashyrningnum í Afríku. Nashyrninginn fundu þeir ekki, og er nú talið að þeir séu útdauðir.

Í þættinum í gær ræddu þeir um verkefni sem miðar að því að bjarga svarta nashyrningnum, meðal annars með því að flytja dýr á sérstök verndarsvæði. Þar fá dýrin að vera "villt", innan girðingar og með radíósendi í horninu. Það er sorglegt að eina leiðin til að vernda dýr sé að loka þau inni. Ímyndið ykkur veröld, þar sem engin villt náttúra er eftir, og við geymum fræ allra plantna í bönkum og stofna af helstu dýrategundum í sérútbúnum dýragörðum og verndarsvæðum. Þessi sýn verður framtíð okkar, ef við stöðvum ekki eyðingu búsvæða og náttúrunnar.

Leyfum okkur nú 678 gráðu beygju í 18 víddum. Allir fjórir persónuleikarnir mínir eru sammála um að Stephen Fry sé einn flottasti leikari og skemmtikraftur samtímans. Það gildir einu hvort um sé að ræða hlutverk hans í Wooster og Jeeves, ræðan sem hann flutti um kaþólsku kirkjuna eða QI þættirnir (YOUtube hér að neðan). Meira um QI sjónvarpsþættina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kappinn er snilli; Helv fyndið með Nashyrninginn sem þeir töldu vera villtan... alveg skíthræddir, skiljanlega :)

Hann sagði líka mikin sannleika um kaþólsku kirkjuna.. sú stofnun.. sem bjó til hryllingsævintýrið um Sússa.. sú stofnun er líklega það versta sem mannkynið hefur gefið af sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:03

2 Smámynd: Arnar Pálsson

DoktorE.

Mér fannst hann vera of mikið að nöldra þegar hann ferðaðist um Bandaríkin, en þessi þættir eru ljómandi fínir.

Ræðan um kaþólsku kirkjuna var alveg ótrúlega flott. Er kaþólska kirkjan það versta sem mannkynið hefur gefið af sér? Alla vega á topp 10.

Arnar Pálsson, 31.8.2010 kl. 17:28

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þættirnir um þunglyndið og HIV voru líka fínir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 31.8.2010 kl. 17:37

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Hólmfríður

Sá reyndar bara þáttinn um þunglyndið. Það var alveg svakalega athyglisverð umfjöllun, hann var auðvitað ekki hlutlaus, en hans persónulega upplifun gaf þættinum mjög mikið tilfinningalegt gildi.

Einmitt það sem maður vill úr fræðsluefni?!?!

Hvernig var HIV þátturinn, var hann að fletta ofan af kaþólska samsærinu?

Arnar Pálsson, 31.8.2010 kl. 18:08

5 Smámynd: Vendetta

Þú gleymdir að nefna að Stephen Fry lék í einum beztu sjónvarpsþáttum ever, Blackadder, með Rowan Atkinsons í aðalhlutverki. Stephen Fry lék huglausa biskupinn og veruleikafirrta ofurstann.

Vendetta, 31.8.2010 kl. 19:05

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ekki gleyma, A bit of Fry and Laurie, sem er í persónulegu uppáhaldi hjá mér, hér er dæmi um tvö atriði úr þeim þáttum; "Your name, sir?" og Sex talk in class.

Að mínu mati er hann einn allra besti sjónvarpsmaður samtímans, hef fylgst með honum lengi :)

Verst að missa af þættinum í gær, vonandi er hann endurtekin í vikunni...

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 20:18

7 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ef ég man rétt var aðaláherslan á ábyrgt kynlíf og  hvernig sjúkdómurinn hagar sér.

Hann hlýtur samt að hafa gagnrýnt afstöðu kaþólskunnar til smokksins, en ég man ekki eftir því, svo sjálfsagt er það.

Hann notfærði sér kynhneigð sína til að fá fólk til að tjá sig á þann hátt sem fáir aðrir hefðu getað gert.

Hólmfríður Pétursdóttir, 31.8.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er líka í Fry-fan klúbbinum og hef séð flest með honum. Sammála um að Ameríkuferðin í leigubílnum var of nöldurssöm og ófrumleg, enda Fry aðeins að uppfylla skylduna.

Mér finnst athyglisvert að velta fyrr sér út frá erfðafræðilegu sjónarhorni,  þessu Blade Runner ástandi meðal dýra á jörðinni og viðleitni mannsins að reyna að bjarga öðrum dýrategundum en sjálfri sér frá útrýmingu. - Hvað segir náttúruvalskenningin okkur um það?

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.9.2010 kl. 10:28

9 identicon

Ræða Stephen Fry gegn kaþólsku kirkjunni er hreinlega innblásin og öflug... mæli með því að þeir sem hafa ekki heyrt ræðuna í heild finni það sem uppá vantar á youtube.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 11:13

10 Smámynd: Heimir Tómasson

Ræðan um Kaþílsku kirkjuna ætti að vera skylduáhorf / hlustun hverjum hugsandi manni. Honum er mikið niðri fyrir greinilega og hver láir honum?

Það væri gaman að sjá viðhorf Jóns Vals. Sá myndi springa.

Heimir Tómasson, 1.9.2010 kl. 14:45

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk allir fyrir góð innlegg, sérstaklega Svatla fyrir myndskeiðin.

Varðandi spurningu þína Svanur, þá held ég að maðurinn sé eina tegundin sem geri sér grein fyrir því i) því að tegundir geti dáið út, ii) að gjörðir okkar geta leitt til þess að aðrar tegundir deyi út og iii) velt fyrir sér því hvort við eigum að gera eitthvað í því þótt að tegundir deyji út.

Þú setur fingurinn á eitt mjög mikilvægt. Verndun dýra, búsvæða og náttúrunnar snýst ekki bara um að varðveita lífverur, heldur líka um það að maðurinn lifi af. Það er nefnilega hægt að grafa sjálfan sig á kaf í skít og drullu, éta undan sér útsæðið og glápa á Neró í sjónvarpinu á meðan Breiðholtið brennur.

Gjörðir okkar, fiskveiðar og landnýting setja mikinn þrýsting á náttúrulega stofna og þeir hafa breyst í kjölfarið (þ.e. þróast!). Þá er maðurinn bara ein umhverfisþáttur, sem hefur umtalsverð áhrif á aðrar tegundir. Lögmálið um náttúrulegt val réð ríkjum á jörðinni áður en við urðum til, og mun móta eiginleika lífvera löngu eftir okkar daga.

Arnar Pálsson, 1.9.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband