Leita í fréttum mbl.is

Vitfirring

Ég er ekki fylgjandi því að trúarhópar geti haft fólk á launum við það að stimpla framleiðsluvörur. Það er ekki ókeypis að hafa predikara eða guðsmann á hliðarlínunni sem gerir ekkert annað en að þylja bæn eða signa sig. Hann hlýtur að verða að fá sínu laun, og þau koma í gegnum afurðaverð.

Ímyndið ykkur ef það þyrfti prest til að signa hverja kartöflu sem kæmi upp úr jörðinni, Rabbía til að lesa yfir hverju eintaki af LegoStarWars sem flutt væri til landsins, eða buddamunk til að flytja bæn fyrir hverjum metra af malbiki sem lagður væri?

Prestastéttir hafa alltaf verið afætur á almúganum, og þetta er dæmi af sama "sauðahúsi".

Eftirskrift, ég hef ekkert á móti múslimum, gyðingum, kristnum, hindúum, búddistum eða fólki úr öðrum trúarhópum. En ég vill ekki að sérviska þeirra kosti mig eða sambræður mína peninga.


mbl.is Fé slátrað að hætti múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Við verðum að vona að þetta 'trúarlega-stimplaða-kjöt' verði sér merkt og að sá auka kostnaður sem hlýst af framleiðslu þess verði ekki settur inn í verðlag almennt heldur eingögnu í verðlag þeirra sérmerktu afurða sem af hljótast.

Arnar, 14.9.2010 kl. 13:36

2 identicon

Einn trúarhópur nú þegar kostar þig peninga á ári hverju ... Þjóðkirkjan.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Arnar

Ég er virkilega svekktur yfir þessum snúningi, en mun tæplega vera vakandi fyrir þessum trúarstimpli á steikinni minni.

HT.

Ég veit að þeim trúarhópi, og er ekkert hamingjusamari yfir honum! 

Arnar Pálsson, 14.9.2010 kl. 16:05

4 identicon

Eini munurinn er að múslimi er ráðin í að drepa dýrið, það stendur ekki til að ráða klerka í hvert sláturhús sem gera ekkert nema að þylja bænir. Hálfviti.

Svavar (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 19:32

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Svavar fyrir málefnalegt svar og hugguleg lokaorð.

Ef bænaþyljarinn gerir eitthvað af gagni í sláturhúsinu, og vinnur ekki hægar en meðalstarfsmaður, þá hef ég EKKERT við þetta að athuga frá fjárhagslegu sjónarmiði. En ef tekið er tillit til jafnréttissjónarmiða, þá má færa rök fyrir því að það sé mismunun ef ráðið er í "almenn" störf á grundvelli trúarskoðanna. Ímyndaðu þér ef einhver trúarsamtökin neita að hlýða landslögum, nema forseti alþingis sé rétttrúaður og fari með bæn þegar hver einustu lög eru samþykkt. Mig grunar að einhver myndi setja spurningamerki við slíkt.

Arnar Pálsson, 15.9.2010 kl. 09:14

6 Smámynd: Arnar

Ímyndaðu þér ef einhver trúarsamtökin neita að hlýða landslögum, nema forseti alþingis sé rétttrúaður og fari með bæn þegar hver einustu lög eru samþykkt. Mig grunar að einhver myndi setja spurningamerki við slíkt.

Fyrst þú minnist á það, þá voru nokkrir ónefndir (kristnir bókstafstrúarmenn) moggabloggarar ekki par hrifnir að því þegar Jóhanna varð forsætisráðherra.  Samkynhneigður forsætisráðherra myndi örugglega steypa landinu í glötn og hún var sko aldeilis ekki þeirra forsætisráðherra.

Annars finnst mér, svona til að gæta jafnræðis, að það ætti að ráða trúleysingja til að vera viðstaddur allar almennar slátranir til að votta að þær hafi ekki verið framkvæmdar með neinu trúarlegu húmbúkki :)

Arnar, 15.9.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband