9.11.2010 | 09:17
Eitt yfir alla?
Við erum þeirri náttúru gædd að geta fundið til með dýrum, og dáðst að fegurð og mikilfengleik lífsins og veraldarinnar. Hæfileiki okkar til að setja okkur í spor annara lífvera er sérstakur. Við eigum samt auðveldar með að setja okkur í spor sumra dýra en annara.
Margir hafa lýst þeirri andakt sem kom yfir þá við að fylgjast með simpönsum eða górillum í dýragarði. Mun færri dæmi eru um fólk sem settur sig í spor þráðorms sem kemur sér makindalega fyrir í meltingavegi hýsils.
Við metum dýr og lífverur mismikils. Lög sem vernda réttindi tilraunadýra eru sterkari fyrir dýr sem eru náskyld okkur. Þróunarlega fjarskyldari dýr njóta minni verndar. Simpansar og rhesuapar njóta mikillar verndar, mýs umtalsverðrar verndar en reglurnar um meðhöndlun froska og fiska eru ekki eins strangar. Það má gera næstum hvað sem er við hryggleysingja, plöntur og gerla. Röksemdin er sú að lífverurnar finni mismikinn sársauka, en mér finnst samt ákveðin hráskinnaleikur í því falinn að meðhöndla spendýr mismunandi - bara útfrá skyldleika við manninn. Sumir eru jafnari en aðrir.
Mig grunar að (s)amþykkt (ef við notum mbl.is mál) Interpol sé aðallega miðað að verndun stórra dýra, t.d. fíla og nashyrninga (sem eru veiddir vegna beina og horna - sem er smyglað milli landa). Ég sé ekki fyrir mér Interpol eltast við glæpamenn sem stela sjaldgæfum burkna eða söðulhýði næstsíðustu stutthalaflóarinnar.
Interpol lýsir yfir stríði gegn umhverfisglæpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Tja, ef vængjuð sníkjudýr (bitmý, mosquito og tse-tse) væru í útrýmingarhættu, þá ætti að mínu áliti ekkert að reyna að bjarga þeim. Heldur ekki þeim óvængjuðu (þráðormum, tics, kakkalökkum, silfurfiskum, njálg, skattheimtumönnum o.fl.)
Vendetta, 9.11.2010 kl. 11:59
Einmitt Vendetta.
Sambönd okkar við dýr eru mjög margslungin. Fyrir nokkrum árum heyrði ég fyrirlestur um góð dýr og vond. Sum dýr eru með slæma ímynd, á meðan önnur eru álitin krúttleg og sæt. Það hlýtur að vera tegundaeinelti.
Tics eru mítlar, held ég. Skattheimtumaðurinn eru ein af þeim 5-6 manntegundum sem Linneus skilgreindi Homo taxmanus, náskyldur Homo moneypickus (steliþjófsmaðurinn eins og hann er þekktur)- báðar hafa svipuð áhrif á tegundir sem þær leggst á.
Arnar Pálsson, 9.11.2010 kl. 13:06
Mikið til í því sem þú segir, Arnar. Talandi um þráðorma mundi ég eftir grein eftir breskan landfræðing, sem birtist fyrir nokkrum árum og bar titilinn "What about the nematodes?" Hann var að pæla í því hvernig menn forgangsraða í náttúruvernd og hvers vesalings þráðormarnir ættu að gjalda. Og CITES er vissulega mjög miðað að hinum karismatískari kvikindum...
Karl Benediktsson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.