26.11.2010 | 13:19
Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni
Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni (biodiversity). Af þessu tilefni standa Líffræðifélag Íslands og Vistfræðifélag Íslands fyrir ráðstefnu um rannsóknir á eðli, tilurð og verndun líffræðilegrar fjölbreytni þann 27. nóvember 2010. Ráðstefnan verður haldin í Norræna Húsinu og Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.
Dagskráin stendur frá 9:00 til 18:30, boðið verður upp á yfirlitserindi, styttri fyrirlestra og veggspjaldakynningu (frá 17:00 til 18:30 í Öskju).
Ég vil vekja sérstaka athygli á tveimur yfirlitserindum.
Ástþór Gíslason, við Hafrannsóknarstofnun, mun fjalla um líffræðileg fjölbreytni og nýlegar rannsóknir á henni á Mið-Atlantshafshryggnum (Kl. 9.15).
Simon Jeffrey, sem vinnur við Samevrópska jarðvegsstofnun í Ipsa á Ítalíu mun kynna verkefni sem kortleggur líffræðilega fjölbreytni í jarðvegi (European Atlas of Soil Biodiversity - Kl. 13.15)
Meðal annars efnis á ráðstefnunni eru fyrirlestrar um:
Líffræðileg fjölbreytni kóralsvæða við Ísland
Áhrif skógræktar á tegundaauðgi planta, dýra og sveppa
Fjölbreytt gróðurfar í ræktuðu túni gaf meira fóður og dró úr illgresi
Verndun líffræðilegrar fjölbreytni: mikilvægi vist- og þróunarfræðilegra ferla
Fjölbreytileiki íslenskra hornsíla
Myndun afbrigða í Þingvallableikjunni
Duldar tegundir ferskvatnsmarflóa sem lifðu af ísöld
Ráðstefnan er öllum opin, en rukkaðar eru 500 kr. fyrir kostnaði. Ókeypis er fyrir nemendur. Nánari dagskrá og ágrip erinda má sjá á vefsíðum Líffræðifélags Íslands (Biologia.hi.is) og Vistfræðifélags Íslands (vistis.wordpress.com).
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.