Leita í fréttum mbl.is

Viðbjóðslega falleg padda

Það bárust öskur eftir ganginum þegar samstarfskona mín skoðaði myndina af loðnu flugunni.

Margar lífverur eru sjaldgæfar, jafnvel það sjaldgæfar að vísindamenn þekkja þær bara af einu lýstu eintaki í safni, ljósmynd eða munnmælasögu. Það er eðlilegt að taka munnmælasögunum með varúð, það er rétt rúm öld síðan fólk trúði á risavaxin sæskrímsli, marbendla og hafmeyjar. Í fyrstu útgáfu Linneusar um tegundir lífvera má finna dæmi um slík óraunveruleg fyrirbæri.

Loðna flugan er reyndar ljómandi falleg, og reyndar eru flest skordýr ótrúlega falleg þegar vel er að gáð. Miklar stækkanir af skordýraaugum (sjá t.d. forsíðu Hidden beauty) sýna regluleg og falleg form. 0810935473.01._SCLZZZZZZZ_

Heimur hins smáa er fullur af margslunginni fegurð, hér fyrir neðan eru tvö dæmi um flott liðdýr (Hawaiíska könguló og skákbjöllu).

Þeim sem hafa gaman af ljósmyndum er einnig bent á myndirnar hennar Hafdísar Hönnu frá Galapagos (tvær þeirra eru komnar í opinbera samkeppni).

Leiðrétting: í fyrstu útgáfu gerði ég þau mistök að telja köngulær til skordýra, hið rétta er að þær og skordýrin tilheyra liðdýrahópnum. Jóhannesi er þakkaður yfirlesturinn!

happy-face-spider checkered-beetle


mbl.is Loðin og sjaldgæf fluga finnst í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hér fyrir neðan eru tvö dæmi um flott skordýr (Hawaiíska könguló og skákbjöllu).

Finnið eina villu textanum hér að ofan. Vísbending: ,,hvað eru köngulær með  margar fætur?"

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 20:25

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ekki sé ég villuna.

Höskuldur Búi Jónsson, 9.12.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Köngulær eru ekki skordýr.

Takk kærlega fyrir Jóhannes, flott ábending!

Arnar Pálsson, 9.12.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband