Leita í fréttum mbl.is

Já takk - bönnum plastpoka

Hef enga sérstaka skoðun á ESB, en tel það ljómandi snjallt að banna plastpoka.

Plast er efni sem ekki brotnar niður í náttúrunni. Engar bakteríur borða það, fuglar geta ekki melt það, frumdýr fúlsa við því...þeir einu sem virðast geta nærst á því eru ofurmódel.

Plast í náttúrunni brotnar bara í minni einingar sem síðan safnast upp.

Í Kyrrahafinu er risastór flekkur af plastdrasli, á ströndum Bretlands eru heilmikið magn af plastögnum í sandinum, fuglar drepast því vömbin þeirra er full af plasti. Sjá t.d. fyrri pistil um plastfjallið.

Plast brotnar ekki svo gjörla niður, lang stærsti hluti þess plasts sem framleitt var fyrir 50 árum er ennþá til. Vitanlega brotna plasthlutir, en brotin leysast ekki upp í frumefni sín eins og pappír eða viður.

Richard Thompson við háskólann í Plymouth hefur rannsakað uppsöfnun plasts í fjörum og hafinu. Stórir hlutir eins og þeir sem skipverjarnir eru að tína upp, eru sýnilegir. En smáar plastagnir, brot úr stærri hlutum eru ennþá viðvarandi.

Rétt eins og plasthringir af "six-pack" geta kyrkt otra eða seli, geta smáar agnir fyllt upp í meltingarveg smærri dýra, jafnt fiska sem orma.

Áætlað er að 1000.000.000 tonn af plasti hafi verið framleidd frá lokum síðari heimstyrjaldar, og bróðurparturinn er ennþá til (í landfyllingum, fljótandi í höfunum, á botni þeirra og innan um sandinn á ströndum okkar).

41xg6tsofrl_bo2_204_203_200_pisitb-sticker-arrow-click_topright_35_-76_aa240_sh20_ou01.jpg Þennan vísdóm fékk að mestu leyti úr The World Without Us - Alan Weisman (sjá kápumynd af vef amazon) sem var gefin út hérlendis í þýðingu Ísaks Harðarsonar sem Mannlaus veröld. Ég er ekki búinn með bókina, en eftir að lesa kaflann um plastið leið mér verulega illa.

 


mbl.is ESB íhugar plastpokabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Held að við ættum að byrja á einhverju öðru en burðarpokum, hversu mikið af þeim burðarpokum sem þú kaupir undir vörur enda tómir í ruslinu hjá þér?

Hjá mér eru þeir allir notaðir undir rusl eins merkilegt og það nú er.

Þess vegna held ég að fyrst verði að takmarka umbúðir utan um matvörur og anna varning því það er tilgangslaust að banna burðarpokan ef ég verð hvort eð er að kaupa poka undir ruslið.

Sigurður Ingi Kjartansson, 18.5.2011 kl. 18:25

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er nú væntanlega hægt að nota aðra poka í ruslið Sigurður...það má t.d. kaupa poka út í búð í dag sem brotna niður (ágætis byrjun) og eru væntanlega mun ódýrari en að nota plastpokana sem þú kaupir undir vörurnar - hægt að spara líka. Svo bara sérstaka burðarpoka sem ekki eru úr plasti og eru margnota... Það er ýmislegt hægt ef það er hugsað aðeins - og jafnvel hægt að spara líka Sigurður

Hitt er svo annað mál að við eigum líka að krefjast þess sem neytendur að það séu minni umbúðir utan um vörurnar - það krefst líka bara hugsunar að gera betur þar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.5.2011 kl. 20:03

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Það myndi hafa meiri áhrif ef lög yrðu sett um það úr hverju umbúðir meigi vera, þ.a.s. það sem fer í ruslið við oppnunn/notkunn. Þetta er bara dæmigert ESB bull.

Þar fyrir utan er tímasetningin alveg út úr kú, á meðan Evran er í dauðateigunum, ESB riðlar til falls og lönd ESB eru meira og minna í hruni og/eða gjaldþroti, er þetta þá það sniðugasta sem þeim dettur í hug? 

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.5.2011 kl. 21:07

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sigurður Ingi

Ég sé þetta sem einfallt og framkvæmanlegt skref, sem myndi sannarlega auka vitund um plastmagnið sem við neytum (sbr. athugasemd Svatla).

Sjálfur hef ég minnkað plastneyslu umtalsvert á síðasta ári (eftir að hafa lesið Mannlausa veröld), við sorterum allt, en það sýnir manni bara hversu svakalegt magnið er að óbreyttu. Það er reglulega erfitt að kaupa matvöru án plastumbúða. Ég tek aldrei poka utan um ávextina, og fæ þvílíkar augnagotur og glósur frá starfsfólkinu í búðinni.

Brynjar Þór

Ég er sammála þér, en það er erfiðara í framkvæmd og síðan kemur upp væl um samkeppnistöðu o.s.frv. En ég tel að það gæti verið nauðsynlegt skref líka, því plast er ennþá of ódýrt. Það væri hins vegar gaman að sjá hversu mikið olíuverð myndi lækka ef bannað yrði að framleiða plastumbúðir utan um vörur.

Arnar Pálsson, 19.5.2011 kl. 09:10

5 Smámynd: Arnar

Önnur góð ástæða til að hætta/minnka notkun á plasti er að það er notuð alveg rándýr olía til að búa plast til :)

Arnar, 19.5.2011 kl. 11:29

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það eru til plastpokar sem grotna niður á tiltölulega skömmum tíma. Man eftir að hafa séð þá erlendis, en ekki hér.

Sjá til dæmis:

http://www.catskillhouse.us/blog/degradable-plastic-bags/

http://www.paradigm-grp.com/solutions/green/products/Greenlinerinfo.aspx

http://www.epi-global.com/en/about-tdpa.php

Kannski er þetta illskárra en venjulegir plastpokar...

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2011 kl. 13:12

7 identicon

Hverju heimili væri hollt að safna saman öllu plasti sem berst þar inn, þó ekki nema aðeins til að gera sér grein fyrir hvað þetta er feiknarlega mikill þáttur í ruslinu.

Síðan má fara með það í þartilgerða gáma í Sorpu.

Jóhann (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 16:44

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Ágætur punktur Ágúst

Illskárra en samt ófullkomið. Grotið virðist velta á aðstæðum, sem eru ekki endilega til staðar á Álfsnesi.

Það er gott að gera eins og Jóhann bendir á, safna upp öllu plasti vikunnar. Fá áfallið og spekúlera síðan aðeins í hlutunum næst þegar farið er í búðina.

Arnar Pálsson, 19.5.2011 kl. 17:37

9 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég nota níðsterka léreftspoka undir flest mín innkaup. Suma pokana hef ég átt um áratugaskeið - já, það er satt - og ég þvæ þá á 95° ef því er að skipta. Ruslið mitt fer núorðið í plastpokum út í tunnu, en það eru pokar sem hafa safnast saman í mjög langan tíma og ekki endilega innkaupapokar. Ég hendi nefnilega ekki plastpokum í ruslið. Áður er ég fór að flokka rusl, notaði ég mjólkurfernur mjög mikið undir sorp ásamt ýmsu öðru sem til þess er fallið að halda utan um úrgang.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 19.5.2011 kl. 21:51

10 identicon

Ég hef notað taupoka í rúman áratug.  Mörgum finnst það hallærislegt, enhvað með það

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 09:44

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Anna Dóra og Stefán

Takk fyrir að deila þessu. Við erum líka komin með taupoka fyrir innkaupin, og aðra fríkeypis poka sem aðrir ætluðu að henda.

Sniðugt Anna að nota mjólkurfernur undir ruslið, þær eru hvort eð tregendurvinnanlegar (plast og álfilma inn í þeim flestum). 

Held reyndar að mesti ávinningurinn fáist úr því að velja vörur sem eru án eða með nettar umbúðir, eða plastfríar umbúðir.

Arnar Pálsson, 20.5.2011 kl. 10:11

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er hægt að lesa 9. kafla á síðunni, svona ef einhver skyldi ekki hafa fattað það.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.5.2011 kl. 14:01

13 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir ábendinguna Tinna, ekki fattaði ég það.

Arnar Pálsson, 20.5.2011 kl. 16:41

14 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=GLgh9h2ePYw
Mér finnst þessi "mockumentary" algjör snilld og vera hvetjandi fyrir að stöðva plastpokanotkun.

Hildur (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 16:01

15 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég hélt mjólkurfernum til haga og henti þeim svo í grenndargáma við tækifæri, löngu áður en ég fór að flokka annað rusl, en flutti svo og hætti um tíma að safna fernunum. Þá jókst aftur notkun mín á þeim undir rusl. Núna fara þær aftur flestar í endurvinnslu eftir að sveitarfélagið mitt varð endurvinnslugrænt og útlhlutaði grænum tunnum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.5.2011 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband