16.11.2011 | 13:48
Konungsríki refa og vellandi spóar
Tveir af framhaldsnemum í líffræði birtust í fjölmiðlum í þessari viku
Bæjarins besta ræddi fyrir helgi við Ester Rut Unnsteinsdóttir forstöðumann Melrakkaseturs og doktorsnema í líffræði. Hér birtast bútar úr viðtalinu.
Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs í Súðavík segir tófurnar á Hornströndum spila stórt hlutverk í starfsemi Melrakkaseturs. Hornstrandir eru algjört konungsríki refa og fugla, þá meina ég refa og fugla, ekki bara refa eins og sumir vilja halda fram. Þetta er mjög sérstakt svæði og ekki til mörg slík í heiminum þar sem náttúran fær algerlega að njóta sín og hafa sinn gang.
..
Í viðtalinu segir hún m.a. frá tilurð setursins og hvernig það bjargaði sögufrægu húsi var bjargað frá niðurníðslu. Melrakkasetrið opnaði fyrir tveimur árum og starfsemin eflist stöðugt. Hlutafélagið í kringum Melrakkasetrið var hins vegar stofnað í september 2007. Þetta er svokallað non-profit hlutafélag og það verður aldrei greiddur ágóði til eigenda heldur fer hann allur í uppbyggingu setursins. Uppleggið var rannsókna- og fræðasetur með sýningu og kaffihúsi. Það komu 42 hluthafar á fundinn og keyptu hlut og tóku þátt í að stofna fyrirtækið. Það þótti mér mjög vænt um þar sem ég er utanaðkomandi og sérfræðingur að sunnan og allt það. Það var mjög mikilvægt að fá þennan meðbyr frá heimamönnum, sveitarfélögunum í kring og fólki í ferðaþjónustu á svæðinu.
Borgný Katrínardóttir hefur stundað rannsóknir á líffræði spóans undanfarin ár. Í sjónvarpsþættinum fjarsjóður framtíðar var fjallað um rannsóknirnar:
Rannsóknir Borgnýjar snúast um vistfræði hálfgróinna áreyra en markmið þeirra er að meta mikilvægi slíks landsvæðis fyrir heimsstofn spóans. Helmingur allra spóa í heiminum verpir á Íslandi og hvergi þéttar en á hálfgrónum áreyrum, segir Borgný. Slík búsvæði eru víðáttumest hérna á Suðurlandi og finnast víða þar sem ár flæða öðru hverju yfir bakka sína og halda gróðurframvindu niðri. Borgný segir að hálfgróin svæði meðfram ám séu víða á undanhaldi, meðal annars vegna stýringar vatnsfalla, bráðnunar jökla og landnáms lúpínu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.