Leita í fréttum mbl.is

Hönnuður með umhverfisvitund

Mig langaði ekki til að hanna enn einn stólinn.

Þetta var inntakið (þó ekki orðrétt) hjá Hafsteini Júlíussyni hönnuði, sem ég spjallaði við í gær. Hann og ektafrúin, Karítas Sveinsdóttir, voru í viðtali í morgunútvarpi rásar 2 í gærmorgun (Brjálæðisleg tilraun vekur athygli). Þar var fjallað um þá brjálæðislegu hugmynd að framleiða og selja næringarlaust snakk (undir merkinu Slim chips).

Nokkur fleiri verkefni HAFs eru með umhverfisvinkil, og fá fólk til að hugsa um umhverfisáhrif eða lífstíl okkar á gagnrýninn hátt.

Auðvitað er það pínulítið tvíbent að hanna næringarlaust snakk, framleiða það dýrum dómum og senda til útlanda með fraktflugi, til þess að fá fólk til að hugsa um neyslu og umhverfi. En jú allir þurfa að lifa. Það er semsagt ekki sjéns að ég kaupi Slim chips, en það verður gaman að sjá hvort að Hafsteinn og Karitas nái að búa til umhverfisvæna vöru - ekki bara umhverfisvæna hugvekju.

Slim chips minnti mig á stutta skrýtlu sem birtist a vef The onion - Diet Book Author Advocates New 'No Food Diet'

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband