Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti doktorsneminn frá HÍ og UW

Úr fréttatilkynningu HÍ.

Tímamót urðu á dögunum þegar Pamela J. Woods brautskráðist fyrst doktorsnema með sameiginlega gráðu frá Háskóla Íslands og Washington-háskóla (University of Washington) í Seattle. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem doktorsnemandi brautskráist sameiginlega frá Washington-háskóla og erlendum háskóla.

Woods hóf doktorsnám sitt í líffræði í upphafi árs 2008 og fór doktorsvörn hennar fram 22. nóvember síðastliðinn í Bandaríkjunum. Doktorsverkefni hennar ber heitið „Vistfræðilegur breytileiki og fjölbrigðni í bleikju“ (e. Ecological diversity in the polymorphic fish Arctic Charr (Salvelinusalpinus) og við vinnu þess naut hún leiðsagnar Sigurðar S. Snorrasonar, prófessors við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Skúla Skúlasonar, rektors Hólaskóla, og Thomasar P. Quinn, prófessors við Washington-háskóla.

Pamela starfar nú sem nýdoktor á rannsókanstofu í fiskifræði við HÍ, undir leiðsögn Guðrúnar Marteinsdóttur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband