19.3.2012 | 09:48
Eflum samkeppnissjóði Vísinda og tækniráðs
Settur hefur verið upp undirskriftarlisti á vefnum til að hvetja stjórnvöld til þess að efla samkeppnissjóði vísinda og tækniráðs. Áskorunin er svo hljóðandi:
Opinber stuðningur við vísindastarfsemi er fjárfesting sem skilað hefur íslensku samfélagi miklum arði, m.a. í formi hratt vaxandi þekkingariðnaðar. Til að efla þekkingarsamfélagið enn frekar er mikilvægt að hlúa vel að rótunum, þ.e. vísinda og rannsóknastarfi. Þetta er best gert með því að efla rannsóknasjóði sem nota jafningjamat við úthlutun fjár. Með því er fjármunum beint til þeirra verkefna sem líklegust eru til að ná árangri skv. alþjóðlegum viðmiðum. Einnig er mikilvægt að styrkja efnilega unga vísindamenn sérstaklega til að tryggja eðlilega nýliðun. Samkeppnissjóðir eru mjög veikir á Íslandi og eru hlutfallslega mun minni en sambærilegir sjóðir í nágrannalöndunum. Auk þess hefur fjármagn til sjóðanna dregist verulega saman undanfarin ár sem þegar hefur valdið stöðnun í rannsóknum og er viðbúið að muni hindra framþróun íslensks þekkingariðnaðar á næstu árum ef ekki verður brugðist tafarlaust við.
Við undirrituð hvetjum því Ríkisstjórn Íslands til að:
· Stórauka framlög til rannsóknasjóða Vísinda- og tækniráðs. Til að ná svipuðu hlutfalli og í nágrannalöndunum þyrfti að þrefalda Rannsóknarsjóð. Mikilvægt er að tryggja vöxtinn til frambúðar í samræmi við verðþróun í landinu.
· Styrkja sérstaklega efnilegt ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir vísindamenn.
Ég hvet alla sammála áskoruninni til að skrifa undir.
Skylt efni og pistlar:
Háskólarannsóknir á tímum kreppu (1) Hlutverk háskóla
Háskólarannsóknir á tímum kreppu (2) Fjármögnun vísindarannsókna.
Háskólarannsóknir á tímum kreppu (3) Gæði rannsókna
Háskólarannsóknir á tímum kreppu (4) Doktorsnám á Íslandi
Háskólarannsóknir á tímum kreppu (5) Staða raun- og heilbrigðisvísinda
Sameiginleg hlutverk og baráttumál vísindafólks
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.