Leita í fréttum mbl.is

Mennskir minkar við Galapagos

Fyrst vill ég óska Rannveigu og félögum til hamingju birtingu greinarinnar og spennandi niðurstöður.

Það er forvitnilegt að sjá hvernig minkurinn leitar á önnur mið, í bókstaflegri merkingu, þegar samkeppni er minni og framboð fæðu eins og það er á Snæfellsnesi.

Ég hef nú ekkert sérstaklega merkilegt við þetta að bæta, fréttatilkynningin frá Náttúrustofu Vesturlands segir allt sem segja þarf. En það að minkurinn sé að leita meira til sjávar minnir mig á þráðinn í skondinni skáldsögu Kurt Vonnegut  Galapagos (mæli með lofgjörð "Things-mean-a-lot" um bókina).

Í sögunni deyr mannkynið út, nema áhöfn og farþegar á smá dalli á leið til Galapagoseyja. Fólk þetta verða forfeður nýrrar manntegundar, sem nýtir sér gjöful fiskimið í kringum eyjarnar í krafti nýrra aðlaganna: hreyfa, hára á líkamanum og lögulegra höfuðs (með minni heila!).

Þetta er semsagt saga um þróun (evolution) eða öfugþróun (de-evolution) eftir því hvaða póll er tekin í hæðina. 

Það má segja að þetta sé öfugþróun, fyrst landspendýr gekk aftur í sjóinn. En réttara er að segja að þetta sé þróun, því erfðasamseting tegundarinnar breyttist og eiginleikar hennar með. Tegund sem sem sigldi um á skipum og borðaði með hnífapörum breytist, yfir nokkrar kynslóðir og stökkbreytingar í tegund sem hegðar sér eins og minkur í Breiðafirði.

Ítarefni:

Á vísindavefnum um minkinn eftir Rannveigu, Róbert, Menju og Pál

Sjá einnig greinar og bækur Páls Hersteinssonar heitins.

Melrakkasetur á Súðavík.


mbl.is Íslenski minkurinn sólginn í fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband