4.5.2012 | 17:34
Ráðstefna um verndunarlíffræði
Tilkynning barst frá Háskólanum á Akureyri og Náttúrufræðistofnun Íslands. Auglýst er eftir þátttakendum á ráðstefnu um verndunarlíffræði sem halda á föstudaginn 1. júní 2012.
------------------------
CONSERVATION BIOLOGY: towards sustainable management of natural resources
Keynote speaker:
Fred W. Allendorf
Fred W. Allendorf er Regents Professor í Líffræði við University of Montana og Professorial Research Fellow við Victoria University of Wellington, New Zealand. Hann hefur birt yfir tvö hundurð vísindagreinar um þróun, stofnerfðafræði og verndunarlífræði.
Viðfangsefni ráðstefnunar Verndunarlíffræði (conservation biology) er þverfagleg vísindagrein sem tengir saman líffræði, hagfræði og auðlindastjórnun- fæst við rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika jarðar með það fyrir augum að vernda tegundir og búsvæði þeirra gegn síaukinni eyðingu af mannavöldum. Ráðstefnunni er ætlað að opna umræðuna um náttúrvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda. Náttúrufræðingar, embættismenn eftirlitsstofnana, lögfræðingar, hagfræðingar, stjórnmálamenn o. fl. eru hvattir til að taka þátt. Æskilegt er að fyrirlestrar séu á ensku. Ráðstefnan er ókeypis og opinn almenningi.
Ráðstefnan hefst 08:30 og lýkur kl 17:00. Dagskrá ráðstefnunar verður gefin út á PDF. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í ráðstefnuni hafi samband hið fyrsta. Frestur til að tilkynna þátttöku er til 14. maí og lokafrestur fyrir skil á útdráttum er 21 maí. Aðkomufólk: Notið tækifærið til að njóta lífsins á Akureyri og á Norðurlandi.
bestu kveðjur
Kristinn Pétur Magnússon Próf. við HA og sérfr. við NÍ, skipuleggjandi kp@ni.is kpm@unak.is
Lára Guðmundsdóttir MSc, sérfræðingur við NÍ, lara@ni.is
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.