Leita í fréttum mbl.is

Nokkrir góðir frá PZ Myers

Í tilefni af því að vísindabloggarinn PZ Myers kemur hingað til lands ákvað ég að benda á nokkrar góðar greinar eftir hann. Myers heldur fyrirlestur á vegum Siðmenntar 29. maí á Háskólatorgi (kl. 19:30 í stofu 102). Fyrirlesturinn heitir Vísindi og trúleysi.

Myers fjallar oft um þróun þroskunar, og í nýlegum pistli (25. apríl 2012) ræðir hann nýlegar yfirlitsgreinar eftir Gehring og Monteiro um tilurð augna og nýjunga. Modular gene networks as agents of evolutionary novelty

Þar segir m.a. frá því að augu ólíkra dýra þroskast fyrir tilstuðlan velvarðveittra gena, eins og Pax6/Eyeless. En einnig að fundist hafa núlifandi tegundir sem endurnýta þessi augngen í öðrum líkamshlutum, t.d. við að skreyta vængi. Einnig hafa fundist steingervingar af flugum og frumstæðum ormum, með vefi sem svipar mjög sterklega til samsettra augna skordýra. Ein myndin er hreint undarleg, af liðskiptu dýri, sem virðist hafa verið með samsett augu á hverjum lið...fylgið tenglinum til að sjá myndina.(Modular gene networks as agents of evolutionary novelty)

Svo nokkrir pistlar í viðbót:

How do you make a cephalopod drool?

The Grand Canyon is how old?

We all know who makes the best Mad Scientists

Praise the water!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband