24.9.2012 | 11:07
Svefn, vaka og genatjáning í zebrafiskum
Karl er dósent í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann er með BA. próf í sálfræði frá HÍ, reynslu af fiskveiðum og meistara og doktorsprófi í atferlis-taugalíffræði (behavioral-neuroscience) frá University of Iowa. Hann starfaði sem nýdoktor við Californíaháskóla í LA (UCLA) áður en hann hóf störf við HR. Hann er einnig samstarfsaðilli Lífvísindaseturs HÍ. Karl lýsir rannsóknum sýnum á þennan hátt.
Við erum að rannsaka áhrif röskunar svefns á zebrafiska, með DNA örflögu tækni sem greinir breytingar í genatjáningu alls erfðamengsins. Með heimatilbúnu tæki (www.3zpharma.com) er svefni fiskanna raskað, á tvo vegu (með mildu rafstuði og ljósi). Fyrsti samanburður var á fimm hópum fiska, viðmiðunarhóp, fjórar gerðum svefnröskunar eða svefnlengingar (stanslaust myrkur). Spurt var hvort að röskunin veldur stressi með því að skoða atferli og greina cortisól í líkamsvef. Svefnröskunin virðist ekki stressa fiskana. Hins vegar sást mikill munur í genatjáningu vakandi og sofandi fiska. Þau kerfi sem eru ræst samfara svefni tengjast fitubúskap og húshaldi frumunnar, en í vöku eru fleiri taugamóta og boðefnisgen tjáð. Þótt zebrafiskar sýni ekki öll einkenni svefns, eins og við þekkjum hann úr spendýrum, tjá þau erfðamengi sitt á svipaðan hátt og spendýr á milli svefns og vöku.
Erindið heitir Sleep-wake characteristics and modulation of genetic expression in zebrafish og verður flutt á ensku.Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Þau eru í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þetta eru llíka mjög skemmtilegir fiskar ef margir saman í "torfu", ég á 10 stk eða svo :)
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 20:10
Doktor E
Sammála, zebrafiskar eru frábær fyrirbæri. Við héldum einu sinni gullfiska, en þeir voru dálítið skrýtnir.
Karl sagði að þegar þeir eru saman í torfu, þá taka þeir "sameiginlega" betri ákvarðanir en sem einstaklingar, t.d. í fæðuleit. Kannski eru vissir kostir við hjarðhegðun...
Arnar Pálsson, 9.10.2012 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.