Leita í fréttum mbl.is

Jólafréttir BMJ

Í tilefni af tíðindum af rauðu nefi hreindýra, sem nú fjallað um á mbl.is, er rétt að kynna fólk fyrir jólahefti BMJ. Vísindatímaritið BMJ, sem áður hét British medical journal, hefur um áratuga skeið birt léttari eða glaðlegri vísindagreinar í jólaheftinu.

Sumar þeirra eru raunverulegar og reglulega vandaðar rannsóknir, en aðrar eru meira til gamans gerðar.

Meðal þess sem fjallað hefur verið um er tannálfurinn, einstaklingsgreining (case study) á ET og úttekt á næringarinnhaldi hraðrétta og rétta Jamie Olivers.

Fyrir nokkrum árum tóku þeir sig til og slógu út nokkrar læknisfræðilegar mýtur, (British medical journal festive myths 2008) t.a.m.

Sykur gerir börn ofvirk

Sjálfmorðum fjölgar yfir hátíðirnar

Át á síðkvöldum eða næturnar gerir mann feitann

Það er hægt að lækna timburmenn

Og hina klassísku mýtu um að hitatapið sé mest frá höfðinu (Hitatap og hárvöxtur í víðara samhengi)

Þessar jólafréttir BMJ eru gagnlegar að því leyti að þær m.a. hnekkja algildum "sannindum", t.d. um að það sé nauðsynlegt að drekka 8 glös af vatni á dag.

Nú er svo komið að mikið framboð er á greinum í jólaheftið, og ritstjórar hafa úr miklu efni að moða. Það er jákvætt að vísindamenn séu tilbúnir að sýna á sér léttari hliðina (og leita kastljósins í leiðinni....).

En það er einn galli á gjöf njarðar. Með þessu móti er fólki ekki gert auðveldara með að skilja hvað séu góð vísindi og slæm. Einfaldur og skýr samanburður á æðakerfi og blóðflæði í hreindýrum og mönnum á alveg rétt á sér. En þegar hann er klæddur upp í jólagalla og Rúdolf kallinum notaður til að krydda kökuna, hverfa mörkin á milli vísinda og sirkusins sem fjölmiðlar bjóða upp á.

Eins og frétt mbl.is um rauða nef Rúdolfs er skrifuð, þá virðist blaðamaður/skríbert ekki hafa minnstu hugmynd um að þessi frétt á uppruna sinn í jólahefti BMJ - sem er all sérstakt meðal vísindarita.

Ítarefni:

BMJ christmas special.

BMJ's Christmas issue, where scientists show off a sense of humor: Red nosed reindeer, the tooth fairy, and diagnostic dogs all feature. Ars technica Kate Shaw 18. des 2012.

Hitatap og hárvöxtur í víðara samhengi


mbl.is Skýring fundin á rauðu nefi Rúdolfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband