26.4.2013 | 08:34
Dílaskarfurinn er staðfugl og sést í Öskju
Dílaskarfurinn (Phalacrocorax carbo) er afar útbreidd tegund og nær frá Grænlandi og austurströnd N-Ameríku allt til Afríku, Asíu og Ástralíu. Hann er staðfugl hérlendis og heldur sig allt í kringum land að vetrinum en verpur í þéttum byggðum á hólmum og skerjum við Faxaflóa og Breiðafjörð.
Arnþór Garðarsson (prófessor emeritus) og Jón Einar Jónsson (forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi) munu fjalla um dílaskarfinn í föstudagserindi líffræðinnar 26. apríl 2013. Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 132 í Öskju náttúrfræðahúsi HÍ, milli kl. 12:30-13.10.
Mynd af dílaskörfum tekin af Arnþóri - picture copyright Arnthor Gardarsson.
Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Krían er komin og sást í Hornafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.