Leita í fréttum mbl.is

Nám og kennsla í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:30 - 16:30.
Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London.
Málþingið er ætlað kennurum, stjórnendum hvers konar og öðru áhugafólki um náttúrufræðinám.

Undirbúningsnefnd málþingsins leitar að áhugaverðum fyrirlesurum, kynningum og/eða smiðjustjórnendum. Gera má daginn feiki skemmtilegan fyrir náttúrufræðikennara um umhverfi, náttúru, sjálfbærni, vísindi og fl.
Náttúrufræðikennarar hér á landi búa yfir mikilli reynslu og eru að kenna á fjölbreyttan hátt á þessu sviði sem áhugavert verður fyrir aðra kennara að nema af.
Undirbúningsnefndin vill gera þennan dag ókeypis og ánægjulegan fyrir alla kennara á öllum skólastigum og þess vegna verður ekki greitt fyrir erindi í peningum heldur vonum við að áhugasamir vilji deila reynslu og þekkingu sinni í skiptum fyrir fræðslu frá öðrum þennan sama dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband