Leita í fréttum mbl.is

Kvikasilfur og sjávarsíðan

Nýlega birtist grein eftir Ester Rut Unnsteinsdóttur doktorsnema og Páll Hersteinsson (1951-2011) sem var prófessors í dýrafræði við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ,  og samstarfsmenn þeirra - sem lýsir rannsókn á kvikasilfursmengun í ref. Hér er hluti af fréttatilkynningu af vef Melrakkaseturs (sem Ester stýrir) endurbirt:

Þú ert það (og þar) sem þú étur - kvikasilfursmengun ógnar melrökkum við sjávarsíðuna

Niðurstöður spánýrrar rannsóknar sýna að melrakkar sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs á lífsskeiði sínu. Vísindamenn frá Leibniz í Þýskalandi, Háskólanum í Moskvu í Rússlandi og Háskóla Íslands/Melrakkasetri eru höfundar greinar sem birt var í gær í vísindaritinu science online journal PLOS ONE, sjá: http://www.plosone.org/article/info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0060879

Gerður var samanburður á þremur stofnum melrakka frá ólíkum búsvæðum. Kvikasilfur er eitt þeirra efna sem safnast upp í fæðukeðjunni og vísindamennirnir athuguðu því uppruna fæðunnar sem refirnir voru að éta. Refirnir á hinni rússnesku Commander eyju við Mednyi eyjaklasann lifa nær eingöngu á sjófuglum og selshræjum. Á Íslandi lifa refir við sjávarsíðuna að mestu á sjófugli og öðrum hafrænum fæðutegundum. Innanlands lifa refir að mestu á nagdýrum og fugli af landrænum uppruna. Mismunandi magn kvikasilfurs fannst í sýnum af þessum þremur búsvæðum. Mikið magn kvikasilfurs mældist í refum sem lifa á hafrænni fæðu, bæði á Íslandi og Mednyi.

Frekari umfjöllun á vef Melrakkaseturs.

Pistlar sem tengjast refum og músum (Melrakkasetur, Myndarlegir melrakkar, Ester Rut og hagamýsnar, Konungsríki refa og vellandi spóar).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband