20.6.2013 | 11:58
Sjálfsprottið guðleysi og guðstrú
Fá málefni leiða til jafn mikils tilfinningahita og trúmál. Því miður hverfa röksemdirnar oft í ský, blammeringa og yfirlýsinga, áætlaðra skoðanna, misvísandi merkingar orða og vítissóta.
Sem trúleysingja hef ég litla ánægju af að ræða við trúmenn um þessi mál, e.t.v. vegna þess að flestar samræður okkar hafa farið út um þúfur, mér gerðar upp skoðanir og röksemdir mínar hundsaðar.
Sumir trúmenn og trúleysingar, efahyggjumenn eða bara áhugafólk um fjöruga umræðu, er samt ötult að taka þátt í þessari umræðu. Hérlendis hefur örlað á áróðri kjörinna fulltrúa, sem tala um "kristileg gildi" eins og bara þeir sem játast kristi (eða amk létu ferma sig með öllum hinum) eigi einkarétt á siðferðilegum gildum.
Steindór J. Erlingsson ræðir um sjálfsprottið guðleysi í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Þar segir hann m.a.:
Hér er mikilvægt að benda á að sjálfsprottna guðleysið er margþætt. Í greininni The Origins of Religious Disbelief (2013) benda sálfræðingarnir Ara Norenzayan og Will M. Gervais á að til séu að minnsta kosti 4 gerðir vantrúar: Fyrsta gerðin skilur ekki trú, gerðir tvö og þrjú eru áhugalausar um trú, og fjórða gerðin er full efasemda um og hafnar trú. Einstaklingar sem ekki aðhyllast guðstrú eru því mun margbreyttari hópur en venjulega er gengið út frá. Þetta ætti að vera enn ein áminningin um hversu varasamt er að alhæfa um þennan hóp.
Vinsælasta alhæfingin snýr líklega að siðferði. Lítum á eina frá þjóðkirkjupresti: Ef Guð hverfur úr lífi fólks og þjóða er hætta á að á nokkrum kynslóðum hverfi gildin, hverfi munur góðs og ills, hverfi siðgreind fólks og þar með verði allt flatt. Allt flýtur. Prímatasérfræðingurinn Frans de Waal gefur ekki mikið fyrir svona yfirlýsingar í bókinni The Bonobo and the Atheist (2013). Hann segir hugmyndina um að siðferði mannsins komi utanfrá sé sköpunarmýta, enda hafa rannsóknir sýnt fram á að rætur þess liggi í þróun mannsins sem félagsveru.
Guðmundur I. Markússon fjallaði einmitt um félagslegar og líffræðilegar skýringar á trúareinkennum í bókinni Arfleifð Darwins.
Eins og rakið var í inngangi þessarar greinar hefur þróunarfræði verið að sækja í sig veðrið í trúarbragðafræðum undanfarin ár. Gott dæmi um þetta er stór alþjóðleg ráðstefna um þróunarfræði og trúarbrögð sem haldin var á Hawaii í byrjun árs 2007 og greinasafn sem síðan kom út: The Evolution of Religion: Studies, Theories & Critiques.1 Skilgreina má tvær meginþróunarfræðilegar tilgátur um tilurð trúarbragða. Í fyrsta lagi kenningar um trúarbrögð sem hliðarverkun líffræðilegra þátta (by product) og í annan stað kenningar um trúarbrögð sem sjálfstæða, líffræðilega aðlögun (adaptation). Seinni tilgátan kemur í tveimur tilbrigðum sem gera ráð fyrir þróun trúarbragða sem aðlögun innan hóps einstaklinga eða sem afleiðingu vals á milli hópa.2
Tæpum fyrst á þeirri hugmynd að trúarbrögð séu hliðarverkun líffræðilegra þátta. Þessi grein nefnist hugræn trúarbragðafræði (cognitive science of religion) og byggist í stuttu máli á því að trúarhugsun og trúarhegðun sé hliðarverkun eða aukaafurð eðlilegra þátta mannshugans, þ.e. þátta sem við notum til þess að takast á við okkar nánasta, hversdagslega umhverfi (t.d. hugrænir þættir sem við notum til þess að skilja annað fólk, og ósjálfráðar væntingar til umhverfisins). Þessir þættir sem slíkir eru dæmi um líffræðilega aðlögun fyrir tilstilli náttúrulegs vals, trúarbrögðin eru það hins vegar ekki þau eru hliðarverkun. Hugræn trúarbragðafræði eru undir miklum áhrifum frá þróunarsálfræði.3
1 Bulbulia o.fl. 2008. Helstu samtök fræðimanna á þessu sviði eru International Association for the Cognitive Science of Religion (IACSR) sem stofnuð voru árið 2006 (www.iacsr.com).
2 Í fyrra tilfellinu er átt við að þeir einstaklingar sem hafi haft trúartilhneigingu (t.d. trúað á yfirnáttúrlegar verur) hafi haft betur í lífsbaráttunni en aðrir. Í seinna tilfellinu er átt við að þeir hópar sem hafi haft trúarlegt skipulag hafi staðið sterkar að vígi en þeir hópar sem höfðu það ekki (í stuttu máli því trúarlegir hópar hafi haft meiri samheldni til að bera). ... []...
3 Sjá yfirlitsgrein Guðmundar Inga Markússonar (2006) um hugræn trúarbragðafræði. Sjá einnig Boyer 1994, 2001; Atran 2002; Slone 2006; Pyysiäinen og Anttonen 2002.
Við fjölluðum aðeins um þessa spurningu áður, þó einungis yfirborðskennt miðað við Guðmund og Steindór:
[E]r trúin afleiðing þróunar? ... Einn möguleiki er sá að þróun hafa leitt til eiginleika sem hafi gert frummanninn berskjaldaðan fyrir hugmyndinni um trú. Annar er sá að arfgerðir og samfélög sem hafa sterkar trúarlegar sannfæringu hafi sigrað í samkeppni við trúlausa ættbálka. Þessar spurningar eru ræddar í grein í New York times frá síðasta ári. Væri það nú ekki spaugileg niðurstaða ef líklegsta skýringin á trúarhita og sannfæringu sköpunarsinna væri þróun?
Ítarefni:
Steindór J. Erlingsson Sjálfsprottið guðleysi Morgunblaðið, 19. Júní, 2013
Arfleifð Darwins: þróun menningar og trúarbragða
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Guðleysingi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2013 kl. 13:09
Trúarbrögð eru einskonar frumstæð "herding" aðferð sem menn tóku upp þegar vit vs vöðvar tímabilið hófst.
Ég held einmitt að fæstir trúi á guði í nútímanum.. flestir sem segjast trúa séu bara að afneita staðreyndinni um dauðann.. endalokin
Svo er siðferðið og réttlætið einmitt mest og best þar sem trúin hefur minnst ítök, svo ekki sé talað um að guðir eru siðlausustu, grimmustu og óréttlátustu fyrirbrigði .. .. sem menn afa skapað
DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 14:20
Takk fyrir að benda greinina mína. Vona að ég fái einhver viðbrögð á síðum Morgunblaðsins.
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 20:06
Sigurður Þór!
Takk.
Doctor E
Stórar staðhæfingar, en jú það eru næstum allir hræddir við dauðann.
Steindór
Takk sömuleiðis.
Arnar Pálsson, 21.6.2013 kl. 14:00
Takk fyrir þessar pælingar, Arnar (og Steindór).
Áður en lengra er haldið er tilhlýðilegt að árétta að ég er ekki í neinu trúfélagi, sagði mig úr Þjóðkirkjunni fyrir áratugum og væri allt eins til í að enginn væri Guð. En ég óttast samt að sú sé raunin.
Nú eru þetta ekki síður Morgunblaðsins, en mig langar að bregðast lítillega við þessum skrifum.
Grein Steindórs er furðu yfirgripsmikil og fer um víðan völl.
Þar sem viðlíka efni hafa verið mér hugleikin um langt skeið, þá hjó ég eftir framandi tungutaki. Eins og til dæmis "sjálfsprottið guðleysi" í fyrirsögninni hér.
Svo ég gúglaði fyrirbærið og fékk 6 niðurstöður.
Eftir lestur greinarinnar ákvað ég að reyna að glöggva mig betur á efninu með því að kíkja á tilvísaða greina: "The Origin of Religious Disbelief"
En þar sem ég hafði heldur aldrei séð samsetta hugtakið "religious disbelief", þá gúglaði ég það líka.
Niðurstöðurnar reyndust vera 5.880. Það má teljast meira en lítið snautlegt í samfélagi vísinda.
Ég las áfram, og í fyrstu málsgrein kom fram að höfundar hafi greint "pathways" sem áttu grunn sinn í margvíslegum samverkandi "cognitive, motivational, and cultural learning mechanisms".
Úr þessum grauti gátu þeir fiskað út fjögur stykki "pathways" sem varða "religious disbelief". Sumsé, þá bera höfundar kennsl á: "mindblind atheism, apatheism, inCREDulous atheism, and analytic atheism".
mindblind ?
Þetta er varla boðleg fræðimennska.
Jóhann (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 19:51
Jóhann, sjálfsprottið guðleysi er mín þýðing á "organic atheism", sem Zuckerman styðst við í kaflanum sínum.
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 19:27
Takk Johann fyrir ahugan a skrifunum.
Thad er nu thannig ad visindin eru ekki byggd a vinsaeldum eda lydraedislegum ferlum. Thad er ad segja, fjoldinn akvedur ekki hvad er rett, heldur eru thad gogninn (gefid a tilraunirnar og spurningarnar seu i lagi).
Thad hefur tha litid vaegi ad visa i fjolda google nidurstada sem maelikvarda a vaegi eda truverdugleika.
Reidhjol voru raunveruleg longu adur en google vard til, og adur en haegt var ad googla reidhjol.
Hugmynd eins og organic atheism er ekkert endilega rong thott ad ttl fair hafi raett hana.
I ordraedu eins og theirri sem Steindor og Zuckerman stunda, skiptir merking ordanna megin mali, og skilgreiningar theirra verda ad vera nakvaemar. Eg maeli med thvi ad thu lesir grein Zuckermans med thetta i huga.
Arnar Pálsson, 23.6.2013 kl. 14:05
Hér er bein vísun í kafla Zuckerman:
Hér er allur kaflinn: http://www.pitzer.edu/academics/faculty/zuckerman/Ath-Chap-under-7000.pdf
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 18:24
"Thad er nu thannig ad visindin eru ekki byggd a vinsaeldum eda lydraedislegum ferlum. Thad er ad segja, fjoldinn akvedur ekki hvad er rett, heldur eru thad gogninn (gefid a tilraunirnar og spurningarnar seu i lagi)."
Ertu að svara mér? Ekki hélt ég þessu fram.
En svo ég geri smávægilega athugasemd við þetta ótengda innslag, þá geta bæði tilraunir og spurningar verið í lagi, en gögnin verða ævinlega túlkunaratriði. Sumar túlkanir geta verið skringilegar*.
"Thad hefur tha litid vaegi ad visa i fjolda google nidurstada sem maelikvarda a vaegi eda truverdugleika."
Ertu að halda því fram að Google sé bara ein allsherjar vinsældakönnun? Og ég sem hélt að Google leitaðist viðl að draga fram helstu áhugasvið manna. Áttu þá við að í hvert sinn sem maður gúglar eitthvað, þá sé hann að kjósa í vinsældakönnun?
Reiðhjólalíkingu þina leiði ég hjá mér.
"Hugmynd eins og organic atheism er ekkert endilega rong thott ad ttl fair hafi raett hana."
Ég minntist ekki einu orði á "organic atheism".
En þar sem þetta er núna komið til tals, þá þykir mér auðsýnt að verið er að reyna að greina trúleysi innan samfélaga nú til dags, frá þeirri staðreynd að heilu þjóðrinar voru sagðar vera trúlausar, vegna þess að stjórnvöld viðkomandi þjóða settu lög og reglugerðir um að sú væri raunin.
Zuckermann nefnir slíka tilhögun mála "coercive atheism". Það mætti þýða sem "fyrirskipað trúleysi", eða jafnvel "þvingað trúleysi".
Nú er það ekki sérlega merkileg vísindaleg forsenda að leggja út frá kostulegum hugmyndum einræðisherra, nema kannski fyrir félagsfræðinga.
En ég var einungis að benda á að "sjálfsprottið trúleysi" geti varla verið gagnsæ neitun á framangreindu.
Það er einmitt vegna þess að ég er algerlega sammál þér um að: " I ordraedu eins og theirri sem Steindor og Zuckerman stunda, skiptir merking ordanna megin mali, og skilgreiningar theirra verda ad vera nakvaemar."
---
* Mágur minn er doktor í líffræði og einn besti vinur minn er doktor í sálfræði. Báðir segjast þeir vera trúleysingjar. En að mínu viti eru þeir hvor trúleysingi með sínum hætti, sem eru heint ekki alltaf samrýmanlegir. Hvur veit, ...kannski eru þeir annars vegar "mindblind" og hins vegar "inCREDulous".
Jóhann (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 19:38
Ekkert að þakka! Þetta var stríðnisdjók!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2013 kl. 23:58
Sæll Jóhann
þú sagðir
mér skildist sem þú værir að halda því fram að fá google-hit myndu þýða að þetta væru snautleg - ómerkileg vísindi.
Google virkar með því að búa til risastóra töflu, um það hversu oft er vísað á milli síða, og hvaða orð eru "hyperlinkuð" með tilvísun í ákveðna síðu (sem klókir hakkarar eða PR lið notar sér auðvitað).
Þetta er í eðli sínu nokkurskonar vinsældarkönnun, amk ekki vísindaleg sannleika leitarvél.
Varðandi trúleysið þá er hugmynd zuckermans einmitt þessi að trúleysi sé fjölbreytt. Hinsvegar má alveg ræða þvingað trúleysi (ágæt þýðing), í samhengi við aðrar gerðir trúleysis. Það er ekki "forsenda", heldur félagsfræðilegur samanburður á sjálfsprottnu trúleysi, og því sem reynt er að ná fram með lögum eða valdi.
Úr því að við erum nú að nálgast umræðuefnið sjálft, þá vil ég endilega biðja þig um að útskýra aðeins betur:
Arnar Pálsson, 27.6.2013 kl. 13:53
Sigurður
Er stríðnisdjók líka djók?
Eru tvöfalt grín það sama og andgrín?
Svona eins og tvöföld neitun er sama og já.
Ekki taka þessari athugasemd of alvarlega samt, þetta er skopgrín.
Arnar Pálsson, 27.6.2013 kl. 13:56
Takk fyrir svarið Arnar. Og nú skal ég svara þér.
Þú segir: mér skildist sem þú værir að halda því fram að fá google-hit myndu þýða að þetta væru snautleg - ómerkileg vísindi.
Já, ég held því fram. 5880 vísanir er einfaldlega ekki marktækt í þessum efnum.
Vitanlega er ég sammála því að trúleysi sé annað en einsleitt.
Túlkun þína á Google leiði ég hjá mér, enda hélt ég því hvergi fram að gúglun varðaði sannleika.
Rannsóknir á sérhverju vísindasviði reiða sig á umfjöllun.
Trúleysi er fjölbreytt.
En að halda fram "vísindalegum greiningum" sem nefna eina undirgerð trúleysis sem "inCREDulous", er náttúrulega ekki einu sinni áhugavert.
Af hverju í ósköpunum er ástæða til að viðhafa hástafi í fræðilegri umræðu? Hástafir innan í orðum hefur einkennt afurðir framleiðenda. Eru þessir piltar að vonast eftir einkaleyfi á inCREDulous trúleysingjum?
---
Lífrænt trúleysi er betri og einfaldari þýðing. "Sjálfsprottið" hefur að mínu viti of mikla vísun í sjálfkviknun.
---
Hvað varðar þessa spurningu þína:
"Úr því að við erum nú að nálgast umræðuefnið sjálft, þá vil ég endilega biðja þig um að útskýra aðeins betur:
..þá notaði ég orðið "framangeint" til að vísa í þetta:
Nú er það ekki sérlega merkileg vísindaleg forsenda að leggja út frá kostulegum hugmyndum einræðisherra, nema kannski fyrir félagsfræðinga.
---
En nú langar mig að gera aðra athugasemd við upphaflega grein þína. Hún varðar þessa hlægilegu framsetningu:
Einn möguleiki er sá að þróun hafa leitt til eiginleika sem hafi gert frummanninn berskjaldaðan fyrir hugmyndinni um trú.
Berskjaldaðan?! Þetta er svo brjálæðislega gildishlaðin hugmynd að enginn sómakær vísindamaður ætti að halda slíku fram!
Er trú slys í "þróunarfræðilegu samhengi"?
Þetta er svo vitlaust að ég fæ ekki séð að kennarar í Háskóla Íslands haldi fram þvílíkum þvættingi.
Jóhann (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 22:35
Jóhann
Þú sagðir:
Ég sagði:
Þú svarar:
En þegar ég ítrekaði spurninguna:
Svarar þú:
Þannig að vísindaleg grundvallar atriði sem eru með fáar Google vísanir eru ekki marktæk?
Það er bara rangt. Fjöldi google hitta segir ekkert um það hvort að vísindaleg tilgáta sé rétt eða röng.
---
Þú hengir þig í smáatriði líka Jóhann, formattering á orðum (t.d. inCREDulous) skiptir ekki öllu máli, rétt eins og nöfn á tegundum skipta ekki öllu máli.
Sjálfsprottið er hins vegar ágætis orð. Það má tala um sjálfsprottinn áhuga á íþróttum, rétt eins og þvingaðan áhuga á íþróttum (ef við gerum hliðstæðu úr trúleysi og íþróttum).
---
Ég skil alveg orðið framangreint, það var seinni setningin sem vafðist fyrir mér. Sérstaklega "geti varla verið gagnsæ neitun á framangreindu"
Hvað af framangreindu? Þvingað trúleysi eða vísindaleg forsenda eða ???
Væriru til í að umorða þessar tvær setningar, þannig að merkingin liggi betur fyrir mér.
---
Athyglisvert að heyra að sú hugmynd að trú sé mögulega skaðleg hafi vakið athygli þína.
Ímyndaðu þér tvo einstaklinga.
Sá fyrri heldur að það bæti kartöfluuppskeruna að fórna lambi á vorin, fer með særingar yfir kú með júgurbólgu og veltir sér í dögginni á sumarsólstöðum í von um endurnýjaða æsku.
Hinn á leggur meiri áherslu á að undirbúa kartöflugarðinn, og reita arfann, gefur kúnni sinni sýklalyf við bólgunni, og veit að æskan verður ekki endurnýjuð með því að fylgja þjóðsögum.
Annar þeirra er berskjaldaður fyrir trú, hinn ekki. Hvor heldur þú að sé í betri tengslum við raunveruleikann og muni uppskera fleiri kartöflur?
Það er ekki svo með sagt að einkennin sem fylgja trúar"hæfileikanum"* séu öll slæm. Margir hafa rætt að mörg þau einkenni sem prýða manninn, og gera hann svo öfluga sköpunar og framkvæmdaveru, geta leitt til trúarlegrar upplifunar og sannfæringar.
Hér vísa ég sérstaklega í skrif Michael Shermers
Trúlega er það trúlegi heilinn Arnar Pálsson | 18. september 2012
*varúð - líka gildishlaðið orð - en nú a hinn pólinn, gættu nú sanngirni og skrifaðu af eldmóð.
Arnar Pálsson, 28.6.2013 kl. 10:52
"Þannig að vísindaleg grundvallar atriði sem eru með fáar Google vísanir eru ekki marktæk?"
Enn og aftur: nei
Komdu með eitt og aðeins eitt dæmi um grundvallar atriði í vísindum sem er með minna en, segjum 500.000.
Eða, höfum það 5 milljón ("natural selection" er með 130 milljón niðurstöður...).
Bara eitt dæmi og þá dreg ég allt til baka.
---
Lífrænt er betri, einfaldari, sjálfsagðari og gagnsærri þýðing á "organic".
Það að tefla fram þessu hugtaki, til þess eins að greina sig frá "coercive" er samt ekki þess virði, umræðunnar vegna. Þvert á móti fellur slíkur gjörningur undir það sem Grettir Ásmundsson kallaði að seilast um hurð til lokunar.
---
Dæmi þitt um særingar, fórnir og daggarbyltu manna gegn hinum arfaplokkandi sýklalyfjaveitanda er ekkert annað en skemmtileg.
Það má hafa gaman slíku dæmi. En það kemur trú ekki neitt við.
Þú ert í besta falli að vísa í hindurvitni, glápandi í baksýnisspegil.
Það er engu líkara en að þú hafir gríðarlega miklar skoðanir á trú, án þess að hafa kynnt þér grundvallar skilgreiningar í þeim efnum.
---
Þú mættir taka þér fremsta náttúrufræðing allra tíma þér til fyrirmyndar.
Sá hafnaði því algerlega að leita mætti á endanum skýringa í efninu.
Þetta er vel meint.
Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 00:09
atavism - 490.000 google hit
"transcriptional quencing" 80 google hit
"super enhancer" 4510 google hit.
vísindi eru ekki vinsældakosning.
----
Þótt að ákveðnum hópi bænda og kaupmanna hafi tekist að eigna sér orðið organic/lífrænt, og gera það að árangursríkri markaðsherferð, þá hefur enska orðið amk víðari merkingu.
http://dictionary.reference.com/browse/organic?s=t
characteristic of, pertaining to, or derived from living organisms
-----
Það er gaman að heyra að þú hefur ánægju af því að lesa skrifin.
Dæmið fjallar einmitt um trúgirni, en þú þarft svo sem ekki að trúa því frekar en þú vilt (það myndi samt hjálpa upp á umræðun, ef þú gerðir það eða afsannaðir hugmyndina með rökum).
Fjölmörg trúarbrögð gengu út á fórnir, til að tryggja uppskeru, heilsu, frjósemi... Ætlar þú að segja mér að það fólk hafi ekki trúað í alvörunni? Og trúarbrögð nútímans eru kjaftfull af hindurvitnum fortíðar, og í sumum tilfellum nútímans. Hvernig eru t.d. dýrlíngar kaþólikka valdir? - út á KRAFTAVERK!
----
Það er sannarlega mannlegt að leita sér að hetjum í einstaklingum, en ég reyni að tileinka mér nálgun upplýsingarinnar og vísindalegrar aðferðar.
Arnar Pálsson, 1.7.2013 kl. 09:39
Johann
Um merkingu orða og skammstafanir. Þú varst gagnrýnin á orðnotkun fræðimannana sem voru að flokka gerðir trúleysis. Þú sagðir:
Hér hefðir þú átt að lesa greinina áður en þú fórst að blammera hana.
Ég gaf mér tíma til að lesa hana betur, til að finna útskýringu á þessu óhefðbundna formi orðins. Útskýringin er sú að CRED vísar í "credibility enhancing displays" trúar (eða trúleysis).
Höfundarnir eru sem sagt að segja að trúleysi geti sprottið á sama hátt og trú, sem að mestu ómeðvitað lært atferli, sem fólk nemur í sinni fjölskyldu eða umhverfi. Skilgreiningin á þessari gerð trúleysis, samkvæmt Norenzayan og Gervais (sjá tengil í pistli að ofan) er því:
Þessi útskýring er sett hér aðallega öðrum lesendum til gagns, því skrif þín benda til þess að þú hirðir lítið um raunverulegar staðreyndir málsins.
Arnar Pálsson, 1.7.2013 kl. 09:52
Alheimurinn hefur alltaf verið til og mun alltaf verða til(held ég alveg ábyggilega).Hugmyndir um upphaf og endi alheimsins byggjast eingöngu á okkar takmörkuðu hugsun.Ég sé ekki neina þörf á því að trúa að hlutirnir séu svona og svona ef ég skil þá ekki.En er samt rosalega forvitinn.
Jósef Smári Ásmundsson, 1.7.2013 kl. 16:50
Þakka svarið, Arnar.
Nú veit ég ekki hve lengi það er áhugavert að standa í þessu stappi.
Ég hef haldið því fram að hugtakanotkun í þessum pistli þínum (og Steindórs) sé óskýr og losaraleg. Sérstaklega þótti mér hugtakið "religious disbelief" furðulegt.
Ég hafði áður sagt:
"Ég las áfram, og í fyrstu málsgrein kom fram að höfundar hafi greint "pathways" sem áttu grunn sinn í margvíslegum samverkandi "cognitive, motivational, and cultural learning mechanisms".
Úr þessum grauti gátu þeir fiskað út fjögur stykki "pathways" sem varða "religious disbelief". Sumsé, þá bera höfundar kennsl á: "mindblind atheism, apatheism, inCREDulous atheism, and analytic atheism"."
Síðar bætti ég við:
Af hverju í ósköpunum er ástæða til að viðhafa hástafi í fræðilegri umræðu? Hástafir innan í orðum hefur einkennt afurðir framleiðenda. Eru þessir piltar að vonast eftir einkaleyfi á inCREDulous trúleysingjum?
Og nú er svo komið að þér þykir einsýnt að ég hafi misst af "staðreyndum", vegna þess að það mátti lesa frekari skýringar þeirra kumpána um ágæti þess að nota hástafi í skilgreiningum.
Hástafirnir CRED í hugtaki þeirra inCREDulous reyndist þannig vísa í:"credibility enhancing displays", ef að líkum lætur: "CRedibility Enhancing Displays".
Hvað sem það nú þýðir.
Rétt er að benda á að credo er latnesk sögn, sem þýðir að trúa. En hvað um það.
Næst koma ennþá ítarlegri skýringar á því hvað þessar mannvitsbrekkur eiga við. Nefnilega þessar:
Indifference towards religious agents and practices found in cultural or subcultural contexts where there is a relative absence of exposure to credible displays of faith in God or gods, such as frequent religious attendance, costly ritual participation, religious prosociality and religious sacrifice, typically in societies with strong secular institutions and effective governance that take on the prosocial functions of religion.
Þetta er bara skrautlegt pseudo-intellectual lingó í öðru veldi utan um bull.
Sem varðar ekki neitt: "raunverulegar staðreyndir málsins".
Guð forði mér frá því að þú vísir nú í skilgreingar þeirra á "mindblind"...
Jóhann (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 22:33
Sæll Jóhann:
Í framhaldi af umræðunni um orðtaka notkun. Þá er ekki nóg að segja að orðtaka notkunin sé ómöguleg, þú verður að rökstyðja staðhæfinguna.
Ég vísaði þér á skrif höfundanna tveggja og hvernig þeir skilgreina sín hugtök, með tilvísun í CRED skammstöfunina. Þú segir:
Þú gerir ekki minnstu tilraun til að skilja eða kafa í hugtökin. Þegar ég prenta skilgreiningu höfundanna, þá ályktar þú.
Þú gagnrýnir útskýringuna ekki efnislega, reynir bara að þyrla upp ryki stappfullu af fordómum, í þeirri von að fólk fatti ekki að þú fattar ekki.
Því tek ég undir orð þín.
En ef þú átt bara erfitt með enskuna, þá snaraði ég þessu hér í fljótheitum.
Þessi þýðing er nokkuð hrá, en ætti að spanna inntak þessarar skilgreiningar höfundanna. Aðrir lesendur, vinsamlegast betrumbætið þýðinguna.
Arnar Pálsson, 2.7.2013 kl. 14:10
Svona skildi ég þetta:
Sinnuleysi gagnvart forkólfum trúarbragða og helgiathöfnum sem greina má í menningu eða menningarkimun, þar sem gætir tiltölulegs skorts á áreiti af trúverðugum helgisiðum tilheyrandi Guði eða goðmögnum, eins og góðri aðsókn að helgiathöfnum, kostnaðarsamri þátttöku í þeim, góðgerðarstarfi og trúarlegu sjálfboðaliðastarfi, að jafnaði í samfélögum með öflugar veraldlegar stofnanir og skilvirka stjórnun, sem sinna góðgerðarstarfi trúarfélaga.
...og þetta er að mínu viti ekki nein fræðimennska.
Þetta er rembingur.
Svona má orða þessa hugsum:
Í skilvirkum veraldlegum samfélögum hafa stofnanir tekið við mörgum hlutverkum sem áður tilheyrðu trúarhópum og í slíkum samfélögum er trúaráhugi minni.
Hins vegar má einu gilda hvort gjörvallt mannkyn verður einhvern tímann trúlaust.
Það hefur nákvæmlega ekki neitt að gera með mögulega tilvist Guðs.
Jóhann (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 18:46
Þar sem ég virði Steindór og hans baráttu, þá vil ég bæta því við að krói sá sem við Arnar höfum þvargað um er rangfeðraður.
Allar þessar skilgreiningar á "mindblind atheism, apatheism, inCREDulous atheism, and analytic atheism" er þjófstolið frá gamalkunnum aðferðum við að skilgreina ferli þeirra manna sem reyna að vinna sig frá fíknum ýmis konar, eða atferli sem má teljast augljóslega skaðlegt.
Vinur minn er doktor í þessum fræðum, með áherslu hvernig beita má þeim gegn sóldýrkendum.
Þetta er sumsé meðferðarplan fyrir þá sem trúa.
Þvílíkt bull!
Að kennari við HÍ skuli leggja lag sitt við svona þvætting er bara hörmulegt.
Jóhann (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 22:00
Jóhann
Ég bað þig um rök og þú segir
Í stað þess að verja þínar fullyrðingar ferð þú út í einhverjar pælingar laustengdar umræðuefninu.
Sem kennari við HÍ er ég vanari hærri staðli á umræðum - og kýs að gera þín orð að mínum, "þvílíkt bull".Arnar Pálsson, 5.7.2013 kl. 14:35
Það að halda því fram að trú og trúarbrögð séu þróunarfræðilegt slys, sem megi lækna, er glórulaus þvættingur af ótrúlega mörgum ástæðum.
Ein helst þeirra er að slík hugmynd gengur algerlega gegn kjarna þróunarkenningarinnar.
Jóhann (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.