Leita í fréttum mbl.is

Þróaðist trúar "hæfileikinn"?

Grundvallarspurningin er hvers vegna er mannfólk svona trúgjarnt? Eru einhverjar náttúrulegar ástæður fyrir því að fólk trúir. Við sjáum ekki vísbendingar um svona hegðun hjá öðrum tegundum, ekki einu sinni okkar nánustu frændum simpönsunum. Með orðum Scott Atran: "trú er von án rökstuðnings"  (“belief in hope beyond reason”). 

Lítum aðeins á áætlunina hjá starfsmönnum Ian Ramsey center, sem setur upp þrjár megin spurningar.

Hvers vegna trúir fólk á guði? ("Why do people believe in gods?)

Hvers vegna trúir fólk á guð (þennan kristna!)? ("Why do people believe in God?")

Þýðir náttúrulegur grunnur trúa að þær þarfnist ekki frekari skýringa við, og að við ættum ekki að trúa á guð? ("Does the naturalness of religious beliefs mean that they've been explained away and you shouldn't believe in God?")

Tvö atriði við spurningarnar sem vekja athygli.

Hópurinn er greinilega sérstaklega forvitin um guð hinna svokölluðu kristnu manna. Guðunum er ekki gert jafn hátt undir höfði!

Samkvæmt síðastu spurningunni, þá er eins og hópurinn búist við því að trú eigi sér náttúrulegar ástæður (sem ég held að sé rétt hjá þeim), en þeir leggja samt áherslu á að kanna hvort að sé ekki bara allt í lagi að trúa afram. Það bendir til þess að þeir séu ekki að leita að einhverjum sannleik, heldur að leita að réttlætingu. Það er regin munur á þessu tvennu! 

Mbl.is er með tilvitnun, eignaða Roger Trigg "Ein ályktunin er sú að trú sé ásköpuð afstaða en að guðleysi þurfi hins vegar frekari útskýringa við." Þýðingin er ekki gallalaus hjá mbl.is (sérstaklega notkun orðsins ásköpuð). Enska tilvitnunin, úr fréttaskoti The Associated Press, sá t.d. yahoo.com "One implication that comes from this is that religion is the default position, and atheism is perhaps more in need of explanation,". Þessi athugasemd er athyglisverð, vegna þess hún felur í sér að eitthvað mat verði lagt á hvort sé eðlilegra, að trúa á yfirnáttúruleg fyrirbæri, eða ekki.

Satt best að segja bind ég ekki miklar vonir við þessa rannsókn, ég held að mannfræðingar, sálfræðingar og þróunarfræðingar séu okkar besta von í þessum málum. Við eigum að geta rannsakað undireiningar vitundar okkar og rót trúarinnar:

hvaðan við sækjum sannfæringu?,

hvernig við rökstyðjum ákvarðanir okkar og gjörðir?

hvernig við eigum við mótsagnir?

er trúin afleiðing þróunar?

Sérstaklega þykir mér seinasta spurningin spennandi, því við vitum að þróun mótar líffræði okkar og hegðan. Einn möguleiki er sá að þróun hafa leitt til eiginleika sem hafi gert frummanninn berskjaldaðan fyrir hugmyndinni um trú. Annar er sá að arfgerðir og samfélög sem hafa sterkar trúarlegar sannfæringu hafi sigrað í samkeppni við trúlausa ættbálka. Þessar spurningar eru ræddar í grein í New York times frá síðasta ári. Væri það nú ekki spaugileg  niðurstaða ef líklegsta skýringin á trúarhita og sannfæringu sköpunarsinna væri þróun?

 


mbl.is Innbyggð trú rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

God has no religion.

(M. Gandhi)

Sigurður Árnason, 21.2.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband