6.8.2013 | 15:26
Hvernig má meta neikvæð áhrif bólusetninga?
Þegar allar staðreyndirnar liggja á borðinu, er það hlutverk blaðamannsins að finna söguna og koma henni til skila.* Þegar "staðreyndirnar" eru mjög misjafnar að gæðum, þ.e.a.s. mikil óvissa um áhrif einstakra þátta eða hvort samspil sé á milli þátta eða ekki, þá getur verið erfitt fyrir blaðamanninn að finna sannleikann.
Með öðrum orðum, þegar óvissan er mikil og margir þættir í spilinu, getur verið erfitt að vita hvað er rétt og finna söguna. Nýlegt dæmi um bólusetningar og drómasýki er fellur í þennan flokk.
Þegar H1N1 influensan ógnaði heimsbyggðinni árið 2009 var mikil bólusetningarherferð. Samhliða bólusetningunni fór að bera á drómasýki í Finnlandi, og fylgdust fjölmiðlar mikið með framvindu mála (einnig á öðrum norðurlöndum). Spurningin var hvort að bólusetningin ylli drómasýkinni, eða hvort að faraldurinn væri sprottinn af öðrum rótum?
Bergljót Baldursdóttir fjallaði um þetta mál í Speglinum í síðustu viku, og ræddi þar ítarlega við finnskann vísindablaðamann Ulla Järvi. Ulla ræddi hvernig vísindamennirnir sem fundu tengsl milli drómasýki og bólusetningarinnar hafi átt erfitt með að fá niðurstöður sínar birtar. Gagnrýni yfirlesara og ritstjóra var að fjölmiðlafár í Finnlandi hafi ýtt undir greiningu á drómasýki.
Einnig taldi Ulla að hið virta vísindatímarit Lancet hafi verið vart um sig eftir Wakefield hneykslið, og því ekki þorað að birta aðra mögulega umdeilda rannsókn (meira neðar).
Umfjöllun Bergljótar lýsir atburðunum og staðreyndunum nokkuð vel, þótt að mínu viti sé ennþá töluverð óvissa um einstaka þætti. Ulla er nokkuð viss um áhrifin, hún sagði í viðtali að það væri ónæmisglæðirinn sem hafi orsakað drómasýkina ("It was the adjuvant in the vaccine that caused it..."). Aðrar rannsóknir hafa athugað hvort samband sé á milli þessa bóluefnis og drómasýki í öðrum löndum.
Fyrir mér eru staðreyndirnar ennþá nokkuð loðnar, og óvíst hvort að öll kurl séu komin til grafar. Partinen og félagar ályktuðu í upphaflegu rannsókninni í Plos One:
A sudden increase in the incidence of abrupt childhood narcolepsy was observed in Finland in 2010. We consider it likely that Pandemrix vaccination contributed, perhaps together with other environmental factors, to this increase in genetically susceptible children.
Nohynek og félagar ályktuðu á sama tíma, að það væri pandremix bóluefnið sem væri hættulegast, líklega vegna ónæmisglæðisins.
Pandemrix vaccine contributed to the onset of narcolepsy among those 4 to 19 years old during the pandemic influenza in 2009-2010 in Finland. Further studies are needed to determine whether this observation exists in other populations and to elucidate potential underlying immunological mechanism. The role of the adjuvant in particular warrants further research before drawing conclusions about the use of adjuvanted pandemic vaccines in the future.
Stór rannsókn Wijnans og félaga sáu áhrif í Svíðþjóð og Danmörku, en vægari eða ekki í öðrum löndum.
The results of this incidence study provided useful information for signal verification on a population level. The safety signal of increased narcolepsy diagnoses following the start of the pandemic vaccination campaign as observed in Sweden and Finland could be observed with this approach. An increase in narcolepsy diagnoses was not observed in other countries, where vaccination coverage was low in the affected age group, or did not follow influenza A(H1N1)pdm09 vaccination. Patient level analyses in these countries are being conducted to verify the signal in more detail.
Staðreyndin er sú að veröldin er flókin og er erfitt að finna út hvernig hún virkar. Sérstaklega þegar við erum að rannsaka fólk, þar sem samfélag, orðrómur og fjölmiðlar geta mótað framvindu farsótta og viðgang sýkinga. Voru áhrifin raunveruleg, eða voru læknar meðvitaðari fyrir möguleikanum á drómasýki í Finnlandi og öðrum norðurlöndum, vegna fréttaflutningsins?
Því miður er ómögulegt að kanna áhrifn beint, nema að nota tvíblindarannsókn. Og það er ekki réttlætanlegt að bólusetja milljón manns, nema möguleg farsótt sé á næsta leyti. Og það er spurning hvort að það sé réttlætanlegt að nota sama eða skyldan ónæmisglæði í næsta bóluefni?**
Einnig einfaldar Ulla atburðarásina töluvert, sérstaklega áhrif andstæðinga bólusetninga. Vegna þeirra er mögulegt að ritstjórar og yfirlesarar séu gagnrýnni á rannsóknir sem bendi til neikvæðra áhrifa bólusetninga. Það væri líklega vegna þess að þeir búast við að slíkar rannsóknir verði oftúlkaðar og notaðar í áróðursherferðum. Það er nokkuð bagalegt ef samfélagslegur þrýstingur mótar ákvarðanir um hvort birta skuli eða ekki vísindalegar rannsóknir.
Einnig er sagan af MMR bóluefninu, Wakefield og Brian Deer einfölduð töluvert í frásögn Ullu. Við höfum aðeins fjallað um þetta hér, að mestu byggt á skrifum enska læknisins Ben Goldacre. Goldacre sagði m.a. að skaðinn hafi ekki endilega verið fyrsta grein Wakefield í Lancet , heldur hafi bergmál skemmtana/fjölmiðlaiðnaðarins gefið andstæðingum bólusetninga byr undir báða vængi. Úr eldri pistli okkar:
Ben Goldacre er sannfærður um að fjölmiðlarnir beri mesta ábyrgð á ferðalagi MMR lygasögunar. Óábyrg fréttamennska, svo og sú árátta að hampa frekar orðrómi en traustum niðurstöðum[,] hafi kynnt undir þetta fáviskubál.
Goldacre rekur tímalínu málsins í bók sinni Bad Science, og þar er ljóst að grein Wakefields olli ekki hruni í bólusetningu. Það var ekki fyrr en gula pressan og froðumiðlar (eins og The Sun, Oprah o.s.frv.) tóku að veita andstæðingu bólusetninga hljómgrunn að skaðinn varð. Rannsókn sem afsannaði tilgátu Wakefields, um að MMR ylli einhverfu, var birt snemma á síðasta áratug, en pressan hafði ENGANN áhuga á henni.
Að endingu. Mannfólkið er statt á þeim tímapunkti að upplýsingar flæða auðveldlega á milli landa. Þetta á jafnt við um vísindalega þekkingu, orðróm og söluherferðir. Vandamálið sem lesendur og blaðamenn standa frammi fyrir er að greina kjarnan frá hisminu, og finna út hvað er sannleikur í veröld óvissunar!
Ítarefni og athugasemdir:
*Reyndar er það oft flókið mál. Mannfólk þráir sögur. Stundum eru margir aðillar að sögu, fortíð þeirra og upplifanir þeirra ólíkar og því erfitt að finna eina rétta sögu sem lýsir atburðarás eða misrétti.
** Í raun á að vera hægt að svara spurningunni um ónæmisglæðinn, ef hann hefur verið notaður í önnur bóluefni. Ef áhrifn eru bundin við glæðinn, þá ættu þau að birtast í öðrum bóluefnum líka! En ef þessi gerð glæðis var bara notuð í eitt bóluefni, þá höfum við ekki möguleika á að greina á milli!
RÚV.is - Spegillinn Tengsl bólusetninga og drómasýki 01.08 2013.
Partinen M, Saarenpää-Heikkilä O, Ilveskoski I, Hublin C, Linna M, et al. (2012) Increased Incidence and Clinical Picture of Childhood Narcolepsy following the 2009 H1N1 Pandemic Vaccination Campaign in Finland. PLoS ONE 7(3): e33723. doi:10.1371/journal.pone.0033723
Nohynek H, Jokinen J, Partinen M, Vaarala O, Kirjavainen T, et al. (2012) AS03 Adjuvanted AH1N1 Vaccine Associated with an Abrupt Increase in the Incidence of Childhood Narcolepsy in Finland. PLoS ONE 7(3): e33536. doi:10.1371/journal.pone.0033536
Wijnans L, Lecomte C, de Vries C, Weibel D, Sammon C, Hviid A, Svanström H, Mølgaard-Nielsen D, Heijbel H, Dahlström LA, Hallgren J, Sparen P, Jennum P, Mosseveld M, Schuemie M, van der Maas N, Partinen M, Romio S, Trotta F, Santuccio C, Menna A, Plazzi G, Moghadam KK, Ferro S, Lammers GJ, Overeem S, Johansen K, Kramarz P, Bonhoeffer J, Sturkenboom MC. The incidence of narcolepsy in Europe: before, during, and after the influenza A(H1N1)pdm09 pandemic and vaccination campaigns. Vaccine. 2013 Feb 6;31(8):1246-54. doi: 10.1016/j.vaccine.2012.12.015. Epub 2012 Dec 16.
MBL.is Lancet afturkallar 12 ára gamla grein
apalsson: Ábyrgðin liggur hjá..
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Takk, fróðlegt
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2013 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.