Leita í fréttum mbl.is

Guðni Guðjónsson grasafræðingur

Íslenska vísindasamfélagið er frekar í smærri kantinum. Eftir að hafa starfað innan þess í nokkur ár, þá þekkir maður alla á sínu svið og fjölmarga í öðrum sviðum. Einnig heyrir maður vitnað til forvera og mikilmenna sem mótuðu vísindin hér á síðustu eða þar síðustu öld.

Einn slíkra, sem ég var reyndar bara að frétta um, var Guðni Guðjónsson grasafræðingur.

Hann stundaði rannsóknir á kynlausri æxlun (geldæxlun) meðal plantna og rannsakaði m.a. túnfífla með dönskum grasafræðingi (Thorvald Sørensen). Ágúst H. Bjarnason fjallar um störf Guðna í pistli frá í sumar:

Vísindastörf Guðna Guðjónssonar eru eðlilega ekki mikil að vöxtum, en ótvírætt er, að þau voru á sinni tíð með hinum merkari á sviði grasafræði. Hann birti fáeinar ritgerðir, ýmist einn eða í samvinnu við aðra, og af verkum hans að dæma hafði hann mestan áhuga á tegundum, sem fjölga sér við geldæxlun. Skömmu fyrir andlátið skrifaði hann ásamt dönskum samstarfsmanni, dr. Thorvald Sörensen, greinina „Spontaneous Chromosome Aberrants in Apomictic Taraxaca”, en hún fjallar um vöxt kíms án frjóvgunar.

Sennilega er þekktasta grein Guðna engu að síður ritdómur, sem hann reit um Íslenzkar jurtir eftir Áskel Löve og kom út 1945. Ritdómurinn birtist í Tímariti Máls og menningar og þótti mjög harður og óvæginn á þeim tíma enda vakti hann óskipta athygli. Ekki skal hér lagður dómur á þessa ritsmíð, en ritdómurinn sýnir, að Guðni var maður einarður og vel að sér í sínum fræðum.

Verk Guðna og Thorvalds eru ennþá metin af plöntuerfðafræðingum. Einn slíkur, Pétur Van Dijk vitnar amk til verka þeirra í nýlegum bókum og greinum, t.d. í kafla í bókinni Lost sex An Apomixis-Gene's View on Dandelions.

Ágúst H. Bjarnason Aldarminning Guðna Guðjónssonar grasafræðings 2013

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband