10.9.2013 | 13:59
Furðuleg seinkun friðunar
Þeir sem muna eftir atinu í kringum Kárahnjúkavirkjun og málflutningi virkjunarsinna í því máli, eru kannski ekki undrandi á nýjustu útspilum Landsvirkjunar og "umhverfismálaráðherra".
Ég tek undir með Náttúruverndarsamtökum Íslands, að hvetja til þess að friðland í Þjórsárverum verði stækkað eins og til stóð. "Umhverfisráðherra" hætti við að skrifa undir á síðustu stundu, eftir að boðskort voru send út á athöfnina.
Og nýjustu yfirlýsingar um að "allir kostir séu alltaf undir" vekja ekki upp vonir um að niðurstaða Rammáætlunar um verndun og nýtingu náttúruauðlinda verði virt. það þýðir að virkjanakostir sem færðir hafi verið í verndarflokk, sé alltaf hægt að taka úr verndarflokki og meta upp á nýtt.
Ég bendi að því tilefni á umfjöllun RÚV í gærkvöldi.
Að ráðast í gerð Norðlingaölduveitu hleypir Landsvirkjun inn í Þjórsárver og rýfur sátt um verndun þeirra. Þetta segir einn höfunda Rammaáætlunar. Landsvirkjun vinnur að nýrri útfærslu veitunnar sem mæta á sjónarmiðum verndunarsinna.Umhverfisráðherra segir að lögum samkvæmt komi allir virkjanakostir til endurskoðunar í þriðju Rammaáætlun....
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formaður faghóps 1 í öðrum áfanga rammaáætlunar, segir matið á náttúrverndargildi svæðisins ekki hafa breyst og muni ekki breytast þótt ný útfærsla veitunnar komi fram. Þjórsárverin vestan Þjórsár eigi að vera óspillt heild. Þegar búið verði að setja þarna veitu með lóni verði mjög mikill þrýstingur á að stækka framkvæmdina. Þá er í raun og veru fóturinn kominn milli stafs og hurðar þegar menn eru komnir inn á svæðið. Og þá held ég að við sjáum bara fram á það að framkvæmdasvæðið muni stækka, veitan muni stækka. Þannig að tíminn til að ákveða hvort við ætlum að vernda svæðið til framtíðar í lítt snortinni mynd eða halda áfram, sá tími er núna, segir Þóra.
Vill ekki Norðlingaölduveitu RUV 09.09-2013
Vilja friðlýsingu Þjórsárvera strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Í Ameríku væri ekki til umræðu að Niagarafossarnir væru þurrir mestallt árið. Norðlingaölduveita er mesta ógnin við þá fáu stórfossa Íslands sem eftir eru.
Ómar Ragnarsson, 10.9.2013 kl. 18:22
Sjónvarpsfréttin sýndi þetta ágætlega.
Fossar eru glæsilegar táknmyndir náttúrunnar, svona dáldið eins og hvítir nashyrningar eða gíraffar. Vonandi tekst okkur að passa upp á Dynk.
Arnar Pálsson, 11.9.2013 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.