25.11.2013 | 09:20
Faðir aðferðar til að lesa DNA
Erfðaefnið byggist upp á tveimur þráðum, sem hanga saman með svokölluðum basapörum. Basarnir eru fjórir, almennt kallaðir A, C, G og T, og það er röð þeirra sem ákvarðar röð amínósýra í prótínum, og fleiri atriði eins og hvar er kveikt og slökkt á genum (þetta er töluvert einfölduð útgáfa).
Lögmál erfðafræðinnar voru flest afhjúpuð snemma á síðustu öld, en bygging erfðaefnisins árið 1953 af Watson og Crick. Ein af ráðgátunum sem þá blasti við, var hvernig væri hægt að lesa DNA strenginn? Þetta vandamál er dæmigert fyrir grunnvísindi, á ystu brún þekkingarleitarinnar. Þetta var sérhæfð spurning án augljós hagnýtingarmöguleika. Þrautina leystu Maxam og Gilbert og Fred Sanger og félagar hans.
DNA er á þessu formi.
GCTCTACTTACCTGCAATTGTGGCCATAACTCGCACTGCTCTCGTTTTTAAGATCCGTTT
GTTTGTGTTTGTTTGTCCGCGATGGCATTCACGTTTTTACGAGCTCGTTCCTTCGGGTCC
AACCATGTCCAAAATTATGCCAGTTTGTTTTGTCTCTGGCAATTATTGGAAATTTCATTG
GGTCGATTGGGTCGCTGTCTTCCTTGCTCTTCCCTTGAGAAAAGTGAATAGGTTGTGCCA
TAAAAATCGCTGCTCCTGAAGA
En það þarf góða aðferð til að rekja sig eftir DNA þræði og lesa hann. Sanger beitti bæði lífefnafræðilegum og sameindaerfðafræðilegum aðferðum til að leysa vandamálið.
Hann var einstakur vísindamaður, og fékk tvö nóbelsverðlaun í efnafræði. Fyrst fyrir rannsóknir á insúlíni og síðan fyrir raðgreiningu á DNA. Það er hins vegar ónákvæmt að segja að hann hafi verið faðir erfðafræðinnar. Hann má kannski kalla faðir aðferðar til að lesa DNA.
Þeir sem hafa áhuga á lífshlaupi hans er bent á fyrirtaks minningargrein í The Guardian.
Pearce Wright Frederick Sanger obituary Nobel prizewinning biochemist whose pioneering work on insulin and DNA transformed the field of genetics The Guardian, 20. nóvember 2013.
Faðir erfðafræðinnar látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.