25.11.2013 | 10:02
Samkeppnissjóðir og háskólar fjársveltir
Í býtið ræddi við Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands um fjármögnun háskólastarfs hérlendis. Tinna lagði áherslu á hversu litlum fjármunum við veitum til háskóla miðað við OECD.
Þegar háskólastigið er skoðað þá er eins og við séum á einhverjum allt öðrum stað. Þar erum við langt undir OECD meðaltalinu hvað varðar framlög til háskóla. Við þyrftum eiginlega að hækka framlög til háskóla um 60% til að vera nálægt meðaltali OECD ríkjanna. Samt sem áður er það meðaltal kannski ekkert alveg það sem við viljum vera bera okkur við. Við þurfum í raun að tvöfalda framlögin til háskólanna til að vera á pari við hinn norðurlöndin
Ég tel meira aðkallandi að hérlendis eru samkeppnissjóðirnir smáir og eiga, ef menntamálaráðherra fær sínu framgengt, eftir að minnka.
Þótt að ég sé sammála því að auka framlög til háskóla, þá tel ég mikilvægara að fjárfesta í samkeppnissjóði en háskólunum a.m.k. á þessu stigi. Því ef samkeppnissjóðirnir verða of litlir, þá hafa rannsóknarstarfsfólk háskólanna enga sjóði í að sækja.
Óska staðan væri ef stjórnvöld, alþingi og samfélagið myndu sameinast um að fjárfesta í hágæða menntun og rannsóknum, því það mun skila sér í hagvexti og bættum lífskjörum.
Visir.is 25. nóv. 2013. Tvöfalda þyrfti framlög til háskóla hérlendis.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.